Jón á Bægisá - 01.11.2008, Qupperneq 104
Mikhaíl Búlgakov — Níels Rúnar Gíslason
við heysátur! Hann níddist á og útbíaði mannorð mitt svo maður getur
hvergi sýnt á sér nefið. Það er næsta víst að ef fólk kemst að því að ég er
Tsjitsjikov, verður mér, náttúrlega, á einu augabragði fleygt norður og nið-
ur! En það væri þó skömminni skárra en að vera látinn híma á Ljúbjönku,
Guð hjálpi mér! En þetta er allt Gogoli um að kenna, megi hvorki honum
né ætt ...
I slíkum þönkum ók hann inn um hlið að einmitt sama gistihúsinu og
hann hafði ekið út um einum hundrað árum áður.
Þarna var allt sem fyrr að öllu leyti: kakkalakkar gægðust upp úr gluf-
um, þeim virtist jafnvel hafa fjölgað, en einhverjar smábreytingar höfðu þó
orðið. Þannig að í stað skiltisins „Gistihús“ hékk til dæmis spjald áletrað
„Heimavist nr. Þetta“, og að sjálfsögðu voru óþrifin og viðurstyggðin slík,
að Gógol hefði ekki getað ímyndað sér að slíkt væri til.
— Herbergi!
- Leggið fram beiðni!
Það kom ekki minnsta fát á hinn afburðasnjalla Pavel Ivanovitsj.
— Stjórann!
Pang! Stjórinn er gamall kunningi: Pimén karlinn sköllótti, sem hafði
eitt sinn rekið „Hákarlinn", en var nú búinn að opna veitingahús á Tvers-
kajagötu, í rússneskum anda og með þýskum skemmtunum: Arsjödur,
ilmsmyrsli og auðvitað vændiskonur. Gesturinn og stjórinn smelltu kossi
hvor á annan, pískruðu eitthvað sín á milli og málið leystist um hæl án
allra beiðna. Pavel Ivanovitsj nartaði í það sem var til og var svo floginn af
stað til að útvega sér stöðu.
II
Hvarvetna birtist hann og töfraði alla með því að hneigja sig ögn undir flatt
og með því hvað hann var afskaplega vel að sér, en það hafði alltaf einkennt
hann.
- Fyllið út eyðublaðið.
Pavel ívanovitsj var fengið spurningaeyðublað, heil alin á lengd, og á
því voru hundrað afskaplega viðsjárverðar spurningar: Hvaðan kemurðu?
Og hvar hefurðu verið? Og hvers vegna eiginlega?.
Pavel Ivanovitsj hafði vart setið við í fimm mínútur þegar hann lauk
við að fylla út spurningalistann frá toppi til táar. Hinsvegar var skjálfti í
hendinni þegar hann rétti blaðið frá sér.
— Jæja, hugsaði hann, nú munu þau lesa, hvurslags gersemi ég er
og...
En ekkert misjafnt kom uppá.
102
á . jOr/ytíá - TÍMARIT UM I>ÝÐINGAR NR. 12 / 2008