Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 105
Ævintýri Tsjitsjikovs
í fyrsta lagi, þá var enginn sem las eyðublaðið. í öðru lagi, þá lenti
listinn í höndum bókaradömunnar sem ráðstafaði honum eins og hún var
vön. I staðinn fyrir að flokka það sem komubréf skráði hún blaðið sem bréf
á útleið og stakk því einhversstaðar niður, svo það var eins og jörðin hefði
gleypt spurningalistann.
Tsjitsjikov glotti við tönn og tók til starfa.
III
Eftir því sem á leið varð allt auðveldara og auðveldara. Fyrst af öllu leit
Tsjitsjikov í kringum sig og sjá: hvar sem hann steig fæti, þar sátu hans
menn. Hann þaut upp í stofnun eina þar sem ku vera afgreiddir mat-
arskammtar, og heyrir þetta:
- Ætli ég kannist ekki við ykkur, svíðingar, þið munduð taka lifandi
kött, flá hann og setja hann í skammtinn minn! En þið skuluð láta mig
fá hrútsbóg með graut. Því jafnvel þótt þið klínduð sykurhúð á þennan
froskarétt ykkar, þá legg ég mér hann ekki til munns, og úldnu síldina
ekki heldur!
Hann leit innfyrir og þar var Sobakjevitsj.
Sá hafði látið það vera sitt fyrsta verk eftir að hann kom að heimta
mat. Og mat fékk hann svo sannarlega! At hann svo og bað um ábót. Sem
hann fékk. Ekki nóg! Þá var enn einum skammti pungað út fyrir hann;
hinn var venjulegur, en nú fékk hann skammt fyrir afreksmenn. Ekki nóg!
Þá var honum fenginn einhver sérskammtur. Hann gleypti hann í sig og
heimtaði ennþá meira. Og það með þessum líka látum! Uthúðaði öllum
sem drottinssvikurum, sagði að hér væri eintómir skúrkar á skúrka ofan og
að til væri aðeins einn almennilegur maður, og það væri skrifarinn, já og sá
er, satt best að segja, svín!
Þau létu hann fá vísindamannaskammt.
Ekki hafði Tsjitsjikov fyrr séð hvernig Sobakjevitsj braskaði með mat-
arskammtana en hann færði sig sjálfur upp á skaftið. En að sjálfsögðu
skaraði hann fram úr Sobakjevitsj. Hann fékk fyrir sjálfan sig, fyrir konu
sína og barn sem ekki voru til, fyrir Selífan, fyrir Petrúshka, fyrir þennan
frænda sem hann hafði sagt Betríshev frá, fyrir aldna móður sína sem var
ekki lengur í lifenda tölu. Og vísindamannaskammt handa öllum. Svo
farið var að aka matvælum til hans á vörubíl.
Þegar hann hafði á þennan hátt kippt í lag þessu matarvandamáli
sínu, lagði hann af stað uppí aðrar stofnanir að útvega sér embætti.
Einusinni þegar hann brunaði eftir Kúsnétskígötu í bílnum sínum,
mætti hann Nozdrjov. Sá byrjaði á að skýra frá því, að hann væri búinn
á - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
103