Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 110
Mikhaíl Búlgakov — Níels Rúnar Gíslason
— En vitiði, hver þessi Tsjitsjikov er?
Og þegar allir drundu í kór:
— Hver þá?!
Svaraði hann með grafarraustu:
— Svikahrappur.
VII
Þá rann upp fyrir öllum ljós. Þau ruku upp að leita spurningalistans. Hann
var hvergi að finna. I innpóstinum? Ekkert. I skápnum. Ekkert.
Þá til skrásetjarans.
— Hvernig á ég að vita það? Hjá Ivani Grigoritsj.
Til Ivans Grígoritsj.
— Hvar?
— Það er ekki mitt mál. Spyrjið ritarann, o.s.frv. o.s.frv.
En allt í einu þegar minnst varði fannst spurningaeyðublaðið í rusl-
bréfakörfunni.
Þau hófu lesturinn og stirðnuðu upp.
Nafn? Pavel. Föðurnafn? Ivanovitsj. Ættarnafn? Tsjitsjikov. Staða?
Persóna hjá Gogol. Hvað fékkst hann við fyrir byltingu? Uppkaup á dauð-
um sálum. Afstaða til herskyldu? Hvorki fugl né fiskur, það veit skrattinn
sjálfur. I hvaða flokki er hann? Hefur samúð með (en hverjum veit enginn).
Hefur hann hlotið dóm? Öldótt línustrik. Til heimilis? Þegar beygt er inn
í portið, á þriðju hæð til hægri, þar á upplýsingaskrifstofunni á að spyrja
eiginkonu yfirliðsforingjans Podtotsjinu, en hún veit það.
Eiginhandarundirskrift? Bleksletta!
Þau steinrunnu eftir lesturinn.
Svo hóuðu þau í Bobtsinskij leiðbeinanda:
Hundskastu niður á Tverskaja breiðgötu í fyrirtækið sem hann leigir
og í bakgarðinn þar sem varningurinn hans er, kannski kemur eitthvað í
ljós þar!
Bobtsinskij snýr aftur með uppglennt augu.
— En sú dæmalausa uppákoma!
- Jæja?!
— Þarna var allsekkert fyrirtæki. Póstfangið sem hann vísaði á er minnis-
varði um Púskín. Og birgðirnar eru ekki hans, heldir í eigu ARA.
Nú ráku allir upp gól.
Hjálpi oss allir heilagir!! Svona gaukur er hann þá! Og við létum hann
fá milljarða!! Nú semsagt, verður að elta hann uppi.
Og eltingarleikurinn hófst.
108
á . $ay/-)á — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008