Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 117

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 117
Sjöliti folinn ástfangin af Nonna og unni honum ákaflega, en hann dró sig undan og sagðist ekki vilja styggja kónginn. Hún vildi þá ná sér niðri á Nonna fyrir þessa vanvirðu, og sagði við kónginn að Nonni segðist ætla að fanga fuglinn sem felldi fjöðrina sem hann bar í hattinum sínum. Kóngurinn kallaði hann fyrir sig og sagði við hann: — Er það satt að þú segist ætla að fanga fuglinn sem felldi fjöðrina sem þú berð í hattinum þínum? - Það hef ég aldrei sagt, svaraði Nonni, en ef þér viljið, þá mun ég gera það. Hann fór svo að hitta folann og brast þá í grát. Folinn spurði hvað að honum amaði, og hann sagði honum að drottningin hefði sagt kónginum að hann ætlaði að fanga fuglinn. - Þarna sérðu, ég sagði þér að þú ættir eftir að taka mikið út fyrir þessa fjöður, sagði folinn við Nonna. — Drífðu þig á bak mér og höldum af stað. Svo fóru þeir. Þeir komu að tjörn þar sem margt var af fuglum sem báru í sér dauðann. — Snertu þá ekki, sagði folinn við Nonna; svo fóru þeir að annarri tjörn og þá sagði folinn: — Hér skaltu fanga fuglinn, en kallaðu á mig ef illa gengur. Nonni fór til en fuglarnir gengu honum úr greipum. Hann var nú alveg að missa móðinn, en sagði: — Sjöliti folinn minn, hvar ertu núna? Æ, hjálpaðu mér núna! Þá kom folinn og sagði: — Því varstu seinn til að kalla á mig? Gríptu nú fuglinn; förum svo! Allt fór nú eins og folinn sagði. Fuglinn var færður fyrir kónginn. En ástarþrá drottningar blossaði upp, kröftugri en áður, og sviðinn sárari. Hún sagði við kónginn að Nonni segðist ætla að fanga kvenfuglinn sem átt hafði fuglinn sá fyrri. Kóngurinn kallaði hann aftur fyrir sig og sagði: — Farðu og finnd’ana! Nonni fór aftur að finna folann sem spurði hvað að honum gengi, og Nonni sagði sem var. — Sagði ég ekki að illt mundi hljótast af þessari íjöður, sagði folinn við Nonna. - Upp með þig, förum! Svo fóru þeir og héldu til annarra tjarna. Folinn sagði þá Nonna að svipast um opnum augum, en ef sjón hans þreyttist mætti hann kalla sig til hjálpar. Nonni fór til, en fuglarnir gengu honum úr greipum, og var alveg að gefast upp þegar hann mundi eftir folanum. fán á Sœy/iiá, - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.