Jón á Bægisá - 01.11.2008, Qupperneq 117
Sjöliti folinn
ástfangin af Nonna og unni honum ákaflega, en hann dró sig undan og
sagðist ekki vilja styggja kónginn.
Hún vildi þá ná sér niðri á Nonna fyrir þessa vanvirðu, og sagði við
kónginn að Nonni segðist ætla að fanga fuglinn sem felldi fjöðrina sem
hann bar í hattinum sínum. Kóngurinn kallaði hann fyrir sig og sagði við
hann:
— Er það satt að þú segist ætla að fanga fuglinn sem felldi fjöðrina sem
þú berð í hattinum þínum?
- Það hef ég aldrei sagt, svaraði Nonni, en ef þér viljið, þá mun ég gera
það.
Hann fór svo að hitta folann og brast þá í grát. Folinn spurði hvað að
honum amaði, og hann sagði honum að drottningin hefði sagt kónginum
að hann ætlaði að fanga fuglinn.
- Þarna sérðu, ég sagði þér að þú ættir eftir að taka mikið út fyrir
þessa fjöður, sagði folinn við Nonna. — Drífðu þig á bak mér og höldum
af stað.
Svo fóru þeir. Þeir komu að tjörn þar sem margt var af fuglum sem
báru í sér dauðann.
— Snertu þá ekki, sagði folinn við Nonna; svo fóru þeir að annarri tjörn
og þá sagði folinn:
— Hér skaltu fanga fuglinn, en kallaðu á mig ef illa gengur. Nonni
fór til en fuglarnir gengu honum úr greipum. Hann var nú alveg að missa
móðinn, en sagði:
— Sjöliti folinn minn, hvar ertu núna? Æ, hjálpaðu mér núna! Þá kom
folinn og sagði:
— Því varstu seinn til að kalla á mig? Gríptu nú fuglinn; förum svo!
Allt fór nú eins og folinn sagði. Fuglinn var færður fyrir kónginn.
En ástarþrá drottningar blossaði upp, kröftugri en áður, og sviðinn
sárari. Hún sagði við kónginn að Nonni segðist ætla að fanga kvenfuglinn
sem átt hafði fuglinn sá fyrri. Kóngurinn kallaði hann aftur fyrir sig og
sagði:
— Farðu og finnd’ana!
Nonni fór aftur að finna folann sem spurði hvað að honum gengi, og
Nonni sagði sem var.
— Sagði ég ekki að illt mundi hljótast af þessari íjöður, sagði folinn við
Nonna. - Upp með þig, förum!
Svo fóru þeir og héldu til annarra tjarna. Folinn sagði þá Nonna að
svipast um opnum augum, en ef sjón hans þreyttist mætti hann kalla sig
til hjálpar.
Nonni fór til, en fuglarnir gengu honum úr greipum, og var alveg að
gefast upp þegar hann mundi eftir folanum.
fán á Sœy/iiá, - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu 115