Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 118

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 118
Saga frd Dóminíska lýðveldinu — Baldur Óskarsson - Sjöliti folinn minn, hjálpaðu mér nú, kallaði Nonni. Og folinn birtist að vörmu spori og spurði hví hann hefði verið svo seinn til að kalla. - Það var af því að þú hvarfst mér úr minni, svo örþreyttur var ég, sagði þá Nonni. Svo gripu þeir kvenfuglinn og héldu heim. En drottningu elnaði ástarsóttin og sagði við kónginn að Nonni hefði sagt að hann ætlaði að sækja dóttur þeirra sem Márarnir höfðu rænt og hrifsað frá þeim þegar hún var lítil. Kóngurinn tók nú að efast um orð konu sinnar, en kallaði Nonna fyrir sig og spurði hvort rétt væri að hann hygðist sækja dóttur þeirra í hendur ræningjanna. — Það hef ég aldrei sagt, svaraði Nonni, en ef þér viljið, þá skal ég fara og bjarga henni. Hann fór svo að finna folann sinn og brast í grát, en folinn sagði: - Förum, Nonni! Ég skal bera þig þangað sem þú getur fundið þessa stúlku. Svo fóru þeir. Þeir flugu og flugu. Yfir hafið og komust á áfangastað. Þeir flugu þar um í borginni, og þegar stúlkan sá til þeirra varð hún frá sér numin af folanum: - Sjáið, pabbi! hrópaði hún, þetta er fallegur foli. Kaupið hann handa mér, pabbi minn! Og þessi pabbi sagði að það vild’ann gera ef folinn væri til sölu, eða þá leigu. En Nonni sagði ekki svo vera. Hann gæti hins vegar, ef pabbinn vildi, lofað stúlkunni að koma á bak. Nú var kallað á herinn til að gæta stúlkunnar og sjá til að allt færi vel fram. Þau stigu svo á bak og folinn tók flugið. Herinn fór að skjóta, og meira að segja úr fallbyssum, en engin kúla hitti. Og Nonni varð ástfanginn af stúlkunni og ástin kviknaði í brjósti hennar. Einhver hringur varð í vegi þeirra, en honum var þeytt í sjóinn. Og þegar þau komu heim varð drottningin yfirkomin af ást sinni til Nonna. Hún gekk til konungs og sagði við hann: - Bóndi minn, nú segir Nonni að hann ætli að færa okkur hringinn sem fór í sjóinn. Og þegar kóngurinn sagði Nonna að sækja hringinn, fór hann eins og vant var að gráta hjá folanum sínum. Og folinn spurði hvað að honum gengi og Nonni sagði sem var. - Taktu með þér bönd, höggsverð og teppi, sagði folinn. Drífðu þig á bak, förum! Og þegar þeir komu að sjónum, þá sagði folinn við Nonna: - Nú skaltu deyða mig. — Hvernig, foli! Hvernig! Hvernig gæti ég gert það? 116 á .ýSapeiiá — Tímarit um i>ýðingar nr. 12 / 2008
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.