Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 125

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 125
Haversk uppástunga þeim á þann hátt að í stað þess að vera byrði á foreldrum sínum eða sókninni og skorta mat og fatnað það sem eftir er ævinnar, þá munu þau þvert á móti leggja til fæðu og að hluta til fatnað fyrir þúsundir manna. 5. Það er annar stór kostur við þessa áætlun mína, að hún mun koma í veg fyrir viljandi fóstureyðingar og hinn hryllilega og því miður allt of algenga sið kvenna að myrða óskilgetin börn sín og fórna þannig sakleysingjunum, aðallega, tel ég, fremur til að sleppa við kostnaðinn en skömmina, og sem getur hrært grát og meðaumkun jafnvel í hinu grimmasta og ómennskasta brjósti. 6. Fjöldi íbúa í konungdæminu er yfirleitt talinn vera um ein og hálf milljón, og af þeim hef ég reiknað út að séu um tvö hundruð þús- und pör þar sem konan er hæf til undaneldis; frá þessari tölu dreg ég þrjátíu þúsund pör sem eru fær um að sjá fyrir börnum sínum (þó ég telji að þau geti vart verið svo mörg eins og ástandið er nú slæmt í konungdæminu) en sé dæmið reiknað svona, þá eru eftir um eitt hundrað og sjötíu þúsund ræktunarpör. Enn dreg ég frá fimmtíu þús- und, og tel þar þær konur sem missa fóstur eða sem missa börn sín í slysum eða veikindum innan árs frá fæðingu. Þá eru einungis eftir eitt hundrað og tuttugu þúsund börn fátækra foreldra sem fæðast á ári hverju. Spurningin er því sú hvernig skuli ala þessi börn upp og sjá þeim fyrir fæðu, sem ég hef þegar sýnt fram á að eins og ástandið er einmitt núna, er vita ómögulegt með öllum þeim aðferðum sem þegar hefur verið stungið upp á. Við getum nefnilega hvorki notað þau til handverks né jarðyrkju; við byggjum hvorki hús (þá á ég við úti í sveitunum) né ræktum jörðina; þau eru sjaldnast fær um að hafa í sig og á með þjófnaði fyrir sex ára aldur, nema þegar þau eru bráðþroska; þó viðurkenni ég að þau læra undirstöðuatriðin mun fyrr; þau geta á því tímabili einungis kallast byrjendur í faginu. Einn virtur heldri maður í Cavan-sýslu hefur haldið því fram við mig að hann hafi aldrei vitað til um nema eitt eða tvö tilfelli yngri en sex ára, og það í þessum hluta konungdæmisins þar sem íbúarnir eru rómaðir fyrir að ná skjótri kunnáttu1 í þessari íþrótt. 7. Kaupmenn okkar fullvissa mig um að drengur eða stúlka undir tólf ára aldri sé ekki söluhæf vara, og að jafnvel þegar þau hafi náð þess- um aldri fáist ekki meira fyrir þau en þrjú pund, eða í mesta lagi þrjú pund og hálfkróna, sem hvorki getur talist gróði fyrir foreldrana né á jJSœýrúá — Að geta sagt „shitu fyrir framan dömu 123
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.