Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 133
Hœversk uppástunga
áætlunarinnar draga mjög úr fjölda pápista sem eru við það að kæfa
okkur, enda eru þeir afkastamestu barnamaskínur25 þjóðarinnar og um
leið verstu óvinir okkar, sem halda sig í heimalandinu með það að
markmiði að koma konungdæminu í hendur Jakobs Stuart, með því
að nýta sér fjarveru margra góðra mótmælendatrúarmanna sem hafa
fremur kosið að yfirgefa föðurlandið en að ganga gegn samvisku sinni
með því að greiða tíund til kapelláns í Biskupakirkjunni.
22. I öðru lagi þá eignast fátækari leiguliðarnir þarna verðmæti sem lögum
samkvæmt má gera lögtak í til að borga leiguna þegar kornforði þeirra
og búpeningur hafa þegar verið tekin lögtaki og peningar eru óþekkt
fyrirbæri.
23. I þriðja lagi þá er uppihald á eitt hundrað þúsund börnum eftir tveggja
ára aldur ekki undir tíu skildingum á haus per annum, og því mundi
fjárforði þjóðarinnar aukast um fimmtíu þúsund pund per annum,
svo ekki sé minnst á hagnaðinn af nýrri matartegund fyrir borð allra
efnaðra heldri manna sem búa yfir góðum smekk. Einnig mun fjár-
magnið haldast í umferð innanlands, þar eð varan er algerlega okkar
eigin framleiðsla.
24. I fjórða lagi munu barnamaskínurnar losna við að annast um afkvæmi
sín eftir fyrsta árið, auk þess sem þær munu græða átta skildinga per
annum á því að selja þau.
25. I fimmta lagi mundi þessi matartegund færa veitingakrám mikil við-
skipti, því að vínkaupmenn munu eflaust verða nógu forsjálir til að
útvega bestu uppskriftirnar að fullkominni framreiðslu á matnum; og
þar með draga til þeirra þá vandlátu heldri menn sem réttlega meta
mikils þekkingu sína á góðum mat; og snjall matreiðslumaður sem
kann að þóknast gestum sínum, mun finna ráð til að gera matinn eins
dýran og þeir kæra sig um.
26. I sjötta lagi mun þetta verða mikil hvatning til giftinga, sem allar skyn-
samar þjóðir hafa annað hvort hvatt til með verðlaunum eða framfylgt
með lögum og refsingum. Það mundi hvetja mæður til að annast um
og fara vel með börn sín ef þær vissu að almenningur mundi sjá fyrir
börnunum til æviloka og þau jafnframt verða þeim til tekna en ekki
útgjalda. Við mundum fljótlega sjá heiðarlega samkeppni á milli giftra
kvenna um hver þeirra gæti komið með feitasta barnið á markaðinn.
Karlarnir mundu annast jafn vel um konur sínar á meðgöngutímanum
á Æœýráá - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
131