Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 „Það er í rauninni ótrúlegt að kindurnar séu lifandi, þrjár ær og tveir hrútar, sem ég hef ekki séð í tvö ár, hafa verið á útigangi á Grafningsafrétti allan þennan tíma, ég trúi þessu varla. Skepnurnar voru horaðar og illa haldnar þegar ég fékk þær frá Villingavatni í Grafningi en þær eru allar að koma til og munu jafna sig smátt og smátt,“ segir Páll Þorláksson, sauðfjárbóndi á Sandhóli í Ölfusi, sem fékk féð nýlega heim til sín. Páll furðar sig á hvernig kindurnar hafi getað verið svona lengi á afréttinum án þess að nokkur hafi orðið þeirra var og þrátt fyrir að þar sé smalað reglulega. „Ég botna bara ekkert í þessu, þetta er mál sem þarf að taka á og fá skýringar á, þetta má ekki gerast,“ bætir Páll við. Hann vill að björgunarsveitir á viðkomandi stöðum sjái um smölun á afréttum þar sem hugsanlegur útigangur er. „Já, það er eina vitið, sveitirnar hafa öll tæki og tól og eru heppilegar í svona verkefni en að sjálfsögðu þarf viðkomandi sveitarfélag að borga fyrir vinnuna,“ segir Páll. Hann vill nota tækifærið og þakka Dýralæknaþjónustunni á Stuðlum í Ölfusi fyrir veitta aðstoð en þar eru alltaf allir boðnir og búnir til að hjálpa honum ef eitthvað er að með féð. Páll er með á þriðja hundrað fjár en sjálfur verður hann áttræður á næsta ári. /MHH Tæknidagur var haldinn í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 15. maí. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir bestu lokaverkefni í tæknifræði. Ein viðurkenningin lýtur að verkefni fyrir landbúnaðinn. Hlaut Þorsteinn Pálsson á Signýjarstöðum í Borgarfirði þessa viðurkenningu fyrir mjólkurmæli sem hann hannaði til að mæla heildarmagn mjólkur í hverjum mjöltum og setja það fram á fljótlegan, einfaldan og grafískan hátt. Þorsteinn fékk styrk frá Nýsköpunarmiðstöð til rannsóknanna og leiðbeinandi hans var Unnsteinn Snorri Snorrason. Kerfið hefur verið til prófunar hjá föður Þorsteins, Páli Herberti Jónassyni á Signýjarstöðum, og er nú í frekari þróun. /HKr Fréttir Tæknidagur í Háskólanum í Reykjavík: Þorsteinn Pálsson á Signýjarstöðum hlaut viðurkenningu fyrir mjólkurmæli Síðastliðinn föstudag, þann 22. maí, gengu tveir sjúkraflutningsmenn styrktargöngu á skíðum yfir þveran Mýrdalsjökul til styrktar ungum foreldrum drengs sem lést í hörmulegu dráttarvélaslysi í Meðallandi þann 6. apríl. Gönguna nefndu þeir Guðsteinsgöngu. Drengurinn hét Guðsteinn Harðarson og var á þriðja ári þegar hann lést. Þeir sem stóðu fyrir Guðsteins göngunni eru sjúkraflutnings mennirnir Sigurður Bjarni Sveinsson á Hvolsvelli og Arnar Páll Gíslason á Selfossi. Gengu Sigurður Bjarni og Arnar Páll rúmlega 27 km leið yfir jökulinn sem samsvarar einum kílómetra fyrir hvern mánuð í lífi Guðsteins. Ferð þeirra félaga yfir jökul gekk í alla staði vel, enda eru þeir vanir fjallaferðum. Voru þeir tíu tíma að þvera jökulinn á gönguskíðum og lögðu þeir upp frá norðri. Yfir þessari ferð hefur einhver vakað „Frábær dagur og ótrúlegt veður og færð. Yfir þessari ferð hefur einhver vakað og þökkum við fyrir það,“ sögðu þeir félagar á Facebook-síðu göngunnar að loknu þessu verkefni. Sigurður Bjarni sagði í samtali við Bændablaðið að fyrirhugað sé að söfnunin standi yfir í einn mánuð. „Hún hófst á styrktargöngu á föstudaginn þar sem við fórum yfir að þvera Mýrdalsjökul á einum degi. Með þessu framtaki ætlum við að safna fé fyrir fjölskyldu Guðsteins sem býr í Meðallandi. Öll áheit á okkur í göngunni munu renna óskipt til fjölskyldunnar. Við byrjuðum á því að leita til fyrirtækja og fengum strax ágætan stuðning við verkefnið. Við höfum einnig leitað til einstaklinga og opnuðum styrktarreikning þar sem enn er hægt að leggja inn framlag. Þeir einstaklingar sem styrkja átakið fá síðan sendar myndir og póstkort af ferð okkar yfir jökulinn.“ Hægt að kaupa sig inn í styrktarferðir með þeim félögum „Fyrir ákveðna upphæð getur fólk síðan keypt sig inn í ferð með okkur sem leiðsögumenn á Eyjafjallajökul eða álíka staði næsta mánuðinn og rennur það fé einnig beint til fjölskyldunnar.“ Sigurður Bjarni segir að þeir hafi fengið mikinn stuðning ferðaþjónustuaðila í Vík sem komu þeim upp á jökul og björgunarsveita sem hafi aðstoða þá líka. Facebook-síða, bankareikningur og styrktarsími Opnuð var á Facebook síða undir nafninu Guðsteinsgangan, þar sem sjá má myndir úr göngunni. Þá hefur fyrirtækjum verið boðið upp á styrktarpakka; brons sem kostar 20.000 krónur, silfur 50.000, gull 100.000 og platinum 200.000 krónur. Einstaklingar geta lagt inn á reikning 317-26-103997, sem er á kennitölu Arnars Páls 060684-2359, en verður upphæðin sem þar safnast færð óskipt til fjölskyldu Guðsteins. Einnig hafa þeir félagar opnað símanúmer sem hægt verður að hringja í. Ef hringt er í síma 903- 1011 þá leggjast 2.000 krónur á símareikning þess sem hringir og ef hringt er í númerið 903-1012 þá er framlagið í söfnunina 5.000 krónur. Gengu í minningu Guðsteins Harðarsonar yfir Mýrdalsjökul – Luku göngunni á tíu klukkustundum Páll Þorláksson á Sandhóli í Ölfusi: Heimti þrjár ær og tvo hrúta eftir tveggja ára útigang Myndir / MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.