Bændablaðið - 28.05.2015, Qupperneq 12

Bændablaðið - 28.05.2015, Qupperneq 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Fréttir Fjórðungsmót Austurlands er stærsti og elsti reglulegi viðburðurinn í hestamennsku á svæðinu og er haldið á fjögurra ára fresti. Skrifað var í síðustu viku undir samning við Jón Björnsson um að taka að sér framkvæmdastjórn vegna mótsins, sem fram fer í Stekkhólma á Fljótsdalshéraði 2.–5. júlí næstkomandi. Jón Björnsson er Akureyringur og félagi í Hestamannafélaginu Létti. Hann er mörgum hestamönnum að góðu kunnur, enda hefur hann lagt stund á hestamennsku, ræktun og rekstur tengdan hestamennsku til margra ára að því er fram kemur á heimasíðu hestamannafélagsins Freyfaxa. Þar segist Jón spenntur fyrir verkefninu. Það er góð stemning fyrir mótinu og aðstæður í Stekkhólma eru frábærar,“ segir Jón. Mikil breidd á svæðinu Aðspurður um mikilvægi Fjórðungsmótsins segir Jón: „Mér finnst býsna mikilvægt að hestamennskan á Norðausturlandi öllu hafi þennan vettvang til að sýna sín bestu hross. Breiddin er mikil á svæðinu og ef okkur tekst ætlunarverk okkar, sem er að laða að öll þessi góðu hross og hestaáhugamenn allt frá Dalvík til Hornafjarðarsveita, þá veit ég að framtíð Fjórðungsmóta á Austurlandi er björt.“ Jón segir aðalmarkmiðið vera að gera þetta að skemmtilegasta móti ársins í hestamennskunni. „Fjölskylduvænt og skemmtilegt er það sem við vinnum útfrá, með að sjálfsögðu alvöru keppni.“ /MÞÞ Fjórðungsmót Austurlands: Fjölskylduvænt og skemmtilegt mót með alvöru keppni Maraþonútsending RÚV frá sauðburði á Syðri-Hofdölum í Skagafirði, sem hófst á uppstigningardag, sló í gegn meðal þjóðarinnar. Sent var út að hluta á aðalrás Sjónvarpsins og í heilan sólarhring á hliðarrás. Mesta áhorf, ef skoðað er mínútu fyrir mínútu, var 45% á hægvarpsútsendinguna Beint frá burði. Þetta þýðir að nánast annar hver Íslendingur horfði eitthvað á útsendinguna. Skilgreint uppsafnað áhorf var hins vegar 38%. Þetta eru þeir sem horfðu á hægvarpið í fimm mínútur eða lengur og sú tala sem venja er að miða við. Það þýðir að ríflega 125 þúsund manns settust við og horfðu á sauðburðarútsendinguna. Ef rýnt er í tölurnar sést að 27,2% þjóðarinnar horfðu á hægvarpið á hliðarrás RÚV í fimm mínútur eða lengur en 18,6% á aðalrásinni. Ekki er þó hægt að leggja þessar tölur saman og fá út að 45,6% hafi horft, því í sumum tilfellum er þetta sama fólkið sem skipti á milli aðalrásar og hliðarrásar. Talan 38% stendur. Til samanburðar horfðu 44% á Eurovision-þáttinn Alla leið og 38,7% á Úrslitakeppni Olísdeildarinnar, en þetta eru þeir dagskrárliðir sem eru í fyrsta og öðru sæti á listanum yfir mesta áhorfið í síðustu viku. Sem þýðir að Beint frá burði var þriðji vinsælasti dagskrárliðurinn í íslensku sjónvarpi. Að auki horfðu margir á netinu. Alls voru 29 þúsund heimsóknir inn á útsendinguna á www.ruv.is og meðalheimsóknin var rétt tæpar fimm mínútur. Þá eru ótaldir þeir sem horfðu á í útlöndum. Nær helmingur þjóðarinnar horfði á sauðburð í beinni – þriðja vinsælasta sjónvarpsefni fyrri viku Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Fjórðungsmóts Austurlands, og Bjarki Þorvaldur Sigurbjartsson, formaður hestamannafélagsins Freyfaxa. Mynd / Freyfaxi Landbúnaðarsafn Íslands: Stofnun í þágu samfélags og framþróunar Sögu Landbúnaðarsafns Íslands má rekja aftur til ársins 1940 þegar lög um rannsóknir í þágu landbúnaðarins voru sett. Eitt ákvæði þeirra var að upp skyldi koma safni landbúnaðarverkfæra við Bændaskólann á Hvanneyri. Safnið er því eldra en byggðasöfn landsins en á sér svipaðar rætur því tilveru þess ber að þakka eldsálum, sem í frístundum öngluðu saman og varðveittu muni og minjar úr sögu íslensks landbúnaðar. Bakhjarl safnsins hefur frá upphafi verið Hvanneyrarskóli en forráðamenn skólans á hverjum tíma hafa stutt starfsemina með ráðum og dáð. Hægt og bítandi bættust gripir við safnið, sem árið 2007 var gert að sjálfseignarstofnun. Segja má að eftir það hafi safnstarfið verið tekið fastari tökum en fyrr hafði verið. Bjarni Guðmundsson hefur síðan og raunar áður haft örugga hönd á þróun safnsins og viðgangi þess. Í árslok 2013 hlaut safnið viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðherra samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 og styrkti það stöðu þess. Einnig náðist mikilvægur áfangi haustið 2014 með opnun nýrrar grunnsýningar í Halldórsfjósi. Hún er mikilvægur hlekkur í gamla byggðakjarnanum á Hvanneyri. Safnið er því orðið órjúfanlegur hluti í varðveittu menningarlandslagi staðarins. Hvanneyri er héraðsprýði og myndarlegt er þangað heim að líta. Minjar um búsetu og landnytjar eru við hvert fótmál. Framtíðarsýn Landbúnaðarsafns Íslands þyrfti að verða sú að þar verði þekkingarmiðstöð í nánum tengslum og samvinnu við önnur söfn í landinu sem varðveita muni og minjar um landbúnað í fortíð og nútíð. Þar gegnir gagnasafnið Sarpur meginhlutverki en að því eiga aðild um 50 söfn. Landbúnaðarsafnið gæti orðið öðrum söfnum til ráðgjafar um varðveislu og meðferð muna og minja um íslenskar landbúnað. Að undanförnu hefur söfnum fjölgað mikið og afar mikilvægt er að samræma aðgerðir og varðveislu þar sem reyndin er sú að fjármagn til starfsemi af þessu tagi er sótt í sömu uppsprettur. Skylda sveitarfélaga er mikil þegar kemur að rekstri safna og annarra menningarstofnana. Það hlýtur að vera keppikefli að leita leiða til þess að treysta böndin við systurstofnanir annars staðar á landinu og efla samstarf og samnýtingu þekkingar, reynslu og auðlinda stofnana í Borgarfirði sem sinna söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðlun. Samfylgd safnsins við skólann í gegnum tíðina gefur því sérstöðu. Merkasta bókasafn um landbúnað er í safninu. Það styrkir stöðu beggja stofnana til rannsókna á sögu og þróun íslensks landbúnaðar sem um leið getur leitt til framþróunar og nýsköpunar í atvinnugreininni. Árið 2013 var gerð sú breyting á lögum um Þjóðminjasafn Íslands að það var gert að háskólastofnun í því skyni að efla rannsóknir og samvinnu stofnanna á milli, sem kemur starfsemi og rannsóknum beggja til góða. Ný grunnsýning Landbúnaðar- safnsins mun vel nýtast til kennslu og kynningar á landbúnaði og þróun hans. Hún er aðdráttarafl fyrir gesti og gangandi. Starfið verður líka að þróa áfram, leita nýrra leiða til þess að safna og miðla þekkingu á þeim málaflokki sem safnið stendur vörð um. Sameina þarf krafta og efla starfsemina með því markmiði að Landbúnaðarsafni Íslands verði búinn sá sess að það geti sinnt því mikilvæga hlutverki að vera samnefnari og þekkingarmiðstöð um sögu og þróun íslensks landbúnaðar. Lilja Árnadóttir Safnvörður munasafns Þjóðminjasafns Íslands Fulltrúi Þjóðminjasafns í stjórn Landbúnaðarsafnsins. Gamla bæjartorfan á Hvanneyri. Fjærst til vinstri er Halldórsfjós sem hýsir nú Landbúnaðarsafn Íslands. Glæsilegur og rómantískur veitingastaður í sögufrægu húsi í hjarta borgarinnar við Ingólfstorg j Borðapantanir í síma 511 5090 www.einarben.is Katrín Magnúsdóttir frá Landvernd kom og færði leikskólanum Bergheimum í Þorlákshöfn Grænfánann í fyrsta skipti og afhenti Svölu Ósk Sævarsdóttur, formanni umhverfisnefndar Bergheima, fánann ásamt viðurkenningarskjali. Á viðurkenningunni stendur: „Alþjóðleg viðurkenning - Skóli á grænni grein hlýtur Leikskólinn Bergheimar í fyrsta sinn fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og í nærsamfélaginu.“ Katrín útskýrði fyrir nemendum hvað myndin á fánanum stendur fyrir og lét þau leika eftir myndunum. /MHH Grænfáninn til leikskólans Bergheima í Þorlákshöfn Frá afhendingu Grænfánans, talið frá vinstri: Katrín Magnúsdóttir frá Landvernd, Ásgerður Eiríksdóttir leikskólastjóri og Svala Ósk Sævarsdóttir, ásamt þremur leikskólabörnum. í fyrsta skipti við Bergheima. Krakkarnir sungu Sól, sól skín á mig á meðan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.