Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Búnaðarstofa verður lokuð vegna sumarleyfa frá 20. júlí til og með 7. ágúst nk. Framleiðsla og sala búvara árið 2014 Bændasamtök Íslands, Búnaðar- stofa, safnar upplýsingum og birtir ár hvert skýrslu um framleiðslu búvara, vinnslu þeirra og sölu. Þetta er gert samkvæmt lögum um framleiðslu og sölu búvara nr. 99/1993, með síðari breytingum. Hér má sjá tölur fyrir 2014: Búnaðarstofa Bændasamtök Íslands, Búnaðarstofa auglýsir eftir umsækjendum um jarðræktarstyrki vegna framkvæmda á árinu 2015. Opnað verður fyrir rafrænar umsóknir á Bændatorginu 2. júní 2015. Upplýsingar um skráðar spildur og stafræn túnkort eru sóttar sjálfvirkt í skýrsluhaldskerfið JÖRÐ. Umsóknarfrestur er til 10. september 2015. Framlög til jarðræktar fara eftir verklagsreglum í reglugerð nr. 1100/2014 um greiðslumark sauðfjár á lögbýlum 2015, og reglugerð nr. 1101/2014 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2015, í VIÐAUKA II og III, um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða, gefin út af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og fjalla um ráðstöfun fjármagns úr jarðræktarsjóði, skv. 5. gr. samnings um verkefni samkvæmt búnaðarlögum, nr. 70/1998 og framlög til þeirra á árunum 2013 til 2017, dags. 28. september 2012 sbr. grein 6.4 í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu, dags 10. maí 2004, með síðari breytingum, og grein 4.5 í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar, dags. 25. janúar 2007, með síðari breytingum. Skilyrði þess að verkefni njóti framlags er að fram hafi farið úttekt sem viðurkenndir úttektaraðilar sjá um sbr. verklagsreglur um framkvæmt úttekta. Úttektum skal að jafnaði vera lokið fyrir 15. nóvember ár hvert og eru styrkir greiddir fyrir árslok. Á Bændatorginu má nálgast frekari upplýsingar um verklagsreglur um framlög og úttektir. Aðeins er tekið við rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið. Auglýst eftir umsækjendum um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða Alifuglakjöt 8.045.926 1,9 27,5% Hrossakjöt 1.195.791 -7,5 4,1% Nautakjöt 3.495.364 -14,4 11,9% Sauðfé 10.099.870 2,1 34,5% Svínakjöt 6.472.404 2,1 22,1% Alifuglakjöt 7.915.602 0,3 32,6% Hrossakjöt 554.438 -13,9 2,3% Nautakjöt 3.499.100 -14,6 14,4% Sauðfé * 6.587.702 -0,5 27,2% Svínakjöt 5.699.168 -1,2 23,5% Samkvæmt lögum um framleiðslu og sölu búvara nr. 99/1993, með síðari breytingum 7. gr. 77.gr. laga Bændasamtök Íslands, Búnaðarstofa, safnar upplýsingum og birta ár hvert skýrslu um framleiðslu búvara, vinnslu þeirra og sölu. Áhrif af verkfalli BHM: Skuldajöfnun opinberra gjalda Vegna verkfalls BHM-félaga í Fjársýslu ríkisins var ekki skuldajafnað vegna opinberra gjalda af beingreiðslum bænda um sl. mánaðamót. Verkfallið var dæmt ólöglega boðað þannig að skuldajafnað verður í þessum mánuði. Síðan hefst ótímabundið verkfall 2. júní ef samningar takast ekki fyrir þann tíma. /Búnaðarstofa Lokað vegna sumarleyfa Átta milljónir til úthlutunar í styrki vegna lýsingarbúnaðar í ylrækt: Hæsti styrkurinn til úthlutunar er upp á 3,4 milljónir króna Búnaðarstofa hefur lokið yfirferð allra umsókna sem bárust um styrk vegna uppsetningar á lýsingarbúnaði í ylrækt vegna yfirstandandi árs. Við yfirferð umsókna er farið eftir verklagsreglum sem er að finna í Viðauka I í reglugerð nr. 1178/2014 um beingreiðslur í garðyrkju árið 2015. Samanlagður áætlaður kostnaður við uppsetningu á lýsingarbúnaði samkvæmt innkomnum umsóknum var 67.127.409 krónur vegna uppsetningar á lýsingarbúnaði í gróðurhúsum að grunnfleti sem nemur alls 11.079 fermetrum. Samkvæmt reiknireglum um úthlutun styrkja hefði heildarstyrkupphæð þurft að vera 18.579.423 króna vegna umsókna í ár. Heildarupphæð styrkja til úthlutunar þetta árið er hins vegar 8 milljónir króna, sem er 3 milljóna króna hækkun miðað við úthlutun fyrri ára. Þurfti því að beita skerðingarreglum í samræmi við verklagsreglur. Niðurstaðan er að alls fengu sjö umsækjendur styrkloforð vegna uppsetningar á lýsingarbúnaði í ylrækt að þessu sinni að því gefnu að úttekt á framkvæmdinni fari fram í samræmi við reglur þar um. Hæsti samþykkti styrkurinn eftir skerðingarreglum var að upphæð 3,4 milljónir króna en lægsti að upphæð 113 þúsund króna. Búnaðarsambönd sjá um úttektir á framkvæmdum og skal úttektum vera lokið eigi síðar en 15. nóvember 2015. Búnaðarstofa miðar við að styrkir vegna uppsetningar á lýsingarbúnaði verði greiddir fyrir árslok 2015. Á landsbyggðinni háttar víða þannig til að aka verður börnum í skóla og stundum um langan veg. Þannig er staðan m.a í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Þegar tíðindamaður Bænda- blaðsins átti leið um þessar slóðir í síðustu viku voru tvö börn á Stóru-Ásgeirsá að koma heim úr skólanum á Hvammstanga með börnum á öðrum bæjum í sveitinni. Er þetta reyndar í fyrsta sinn sem allir aldurshópar eru saman á Hvammstanga. Nokkur ár eru þó síðan sveitaskólinn var sameinaður skólanum á Hvammstanga, en þá var í byrjun farið með börn í níunda og tíunda bekk í skóla á Laugabakka í Miðfirði en fyrsti til fjórði bekkur var starfræktur á Hvammstanga. Með fækkun í barnahópnum á svæðinu var ákveðið að sameina alla bekkina á Hvammstanga. Verktaki sem starfrækir skólaaksturinn sér svo um að aka krökkunum á milli. Talsverð endurnýjun í sveitinni Í Víðidal eru um 20 bæir í byggð og ungt fólk hefur verið að taka við rekstri á nokkrum bæjum undanfarin ár. Von er því til að börnum fari að fjölga á ný í sveitinni. Jakob Ástmar Jóhannsson sér um skólaaksturinn samkvæmt útboði. Átti hann hagstæðasta tilboðið í útboði nýverið í annað sinn og mun því sjá um aksturinn næstu fjögur árin. Tíðindamaður Bændablaðsins hitti Jakob í hlaðinu á Stóru-Ásgeirsá þar sem hann var að skila af sér börnunum eftir skóladag á Hvammstanga. Auk skólaakstursins tók hann einnig að sér í fyrra að aka póstinum á bæina og getur hringurinn yfir daginn hæglega losað 400 kílómetra. Samið um skóla akstur næstu fjögur árin „Nú eru það sjö börn sem ég er að keyra heim úr skólanum og eitt aukabarn sem hefur komið með mér í vor. Það er búið að semja um að ég verði áfram í þessu næsta vetur og næstu fjögur árin. Væntanlega verð ég líka með akstur í Heggstaðanesinu.“ Jakob segir að talsverður slagur hafi verið um þennan akstur í útboði sem sveitarfélagið sá um. Hann segir að þrátt fyrir oft langa keyrslu þá hafi hann aldrei lent í neinum hremmingum í vondum vetrarveðrum. /HKr. Jakob Ástmar Jóhannsson sinnir skólaakstri í Víðidal: Ekur krökkunum úr sveitinni til og frá skóla á Hvammstanga Jakob Ástmar Jóhannsson sér um skólaaksturinn samkvæmt útboði. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.