Bændablaðið - 28.05.2015, Side 57

Bændablaðið - 28.05.2015, Side 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Góða peysan PRJÓNAHORNIÐ garn@garn.is Þessi fallega peysa hentar jafnt stelpum sem strákum. Tyra garnið okkar er mjúkt og mjög gott að prjóna úr því. Garnið er til í mörgum litum og er á afslætti hjá okkur núna, 250 kr. dokkan. STÆRÐ: (1-2 ára) 3-4 ára (5-6 ára) 7-8 ára. Yfirvídd: (58) 65 (72) 79 cm. Lengd á bol að handveg: (23) 27 (31) 37 cm Lengd á peysu: (38) 43 (49) 56 cm Ermalengd að handveg: (22) 25 (28) 33 cm GARN: Tyra garn frá Garn.is. Litur 1: AN2138 bleikur eða AN6053 grænblár (150) 200 (250) 300 gr. Litur 2: AN1122 rjómahvítur eða AF9141 silfurgrár (100) 100 (150) 150 gr. Litur 3: AN7054 grænt eða AN3145 ryðrautt 50 gr. í allar stærðir Skoðið litaúrvalið fyrir Tyru á http://handverkskunst. is/voruflokkur/garn/garn-is/tyra/ PRJÓNAR Hringprjónar 60 cm, nr 3 og 4,5 Sokkaprjónar nr 3 og 4,5 PRJÓNFESTA 21 lykkja og 28 umf slétt prjón = 10x10 cm Sannreynið prjónafestu og skiptið um prjóna ef með þarf. LEIÐBEININGAR Stroff: 1 slétt og 1 brugðin. Laskaúrtaka: Fellið af við hvert prjónamerki, þannig: prjónið þar til 3 lykkjur eru að prjónamerki takið 1 lykkju óprjónaða eins og eigi að prjóna hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 1 lykkju slétt, flytjið prjónamerki, prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur slétt saman = fækkað um 8 lykkjur. Bolur Fram- og bakstykki er prjónað í hring, fitjið upp (128) 144 (160) 176 lykkjur á prjóna nr 3 með lit 1. Tengið í hring og prjónið stroff (4) 4 (4) 5 cm. Skiptið yfir á hringprjón nr 4,5 og prjónið slétt þar til bolur mælist (17) 21 (25) 33 cm, mælt með stroffi. Prjónið munstur 1, eftir að munstri lýkur prjónið með lit 1 þar til bolur mælist (23) 27 (31) 39 cm. Setjið (6) 6 (6) 8 lykkjur á aukaþráð/nælu fyrir ermaop og prjónið (58) 66 (74) 80 lykkjur, setjið aftur (6) 6 (6) 8 lykkjur á aukaþráð/nælu, prjónið (58) 66 (74) 80 lykkjur. Geymið bol og prjónið ermar. ERMAR Fitjið upp (40) 42 (44) 44 lykkjur með lit 1 á sokkaprjóna nr 3. Prjónið stroff (4) 4 (4) 5 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4,5 og prjónið slétt prjón í hring. Aukið út undir miðri ermi um 2 lykkjur í 6. hverri umf alls (5) 5 (7) 8 sinnum = (50) 52 (58) 60 lykkjur. Prjónið þar til ermi mælist (15) 18 (21) 26 cm og prjónið munstur 1 og passið að miðjan á einni rósinni lendi á miðri ermi. Eftir að munstri lýkur prjónið með lit 1 þar til ermin mælist (22) 25 (28) 33 cm. Setjið (6) 6 (6) 8 lykkjur undir miðri ermi á aukaþráð/nælu. Prjónið aðra ermi eins. AXLASTYKKI Sameinið bol og ermar á hringprjón nr 4,5 = (204) 224 (252) 264 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í allar skiptingar á milli fram- og bakstykkis og erma = 4 prjónamerki. Umferðin byrjar nú á samskeytum bakstykkis og vinstri ermar. Prjónið eina umferð slétt með lit 1 og síðan munstur 2. Laskaúrtaka hefst í upphafi munsturs 2. Laskaúrtaka: Fellið af við hvert prjónamerki, þannig: prjónið þar til 3 lykkjur eru að prjónamerki takið 1 lykkju óprjónaða eins og eigi að prjóna hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 1 lykkju slétt, flytjið prjónamerki, prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur slétt saman = fækkað um 8 lykkjur í umferðinni. Úrtakan er gerð í annarri hvorri umferð þar til eftir verða ca (76) 78 (80) 84 lykkjur, klippið bandið. Setjið (14) 14 (16) 16 lykkjur á miðju framstykki á aukaþráð/nælu. Umferðin byrjar nú á á framstykki. Prjónið fram og til baka 6 umferðir, haldi áfram með laskaúrtöku en fellið jafnframt af 1 lykku við hálsmál (eða setjið á aukaþráðin/næluna). Sameinið nú lykkjurnar af aukaþráð/nælu (og líka þær lykkjur ef þið hafið fellt þær af ). Skiptið yfir á hringprjón nr 3 tengið í hring og prjónið stroff (5) 5 (6) 6 cm. Fellið laust af og saumið stroffið niður til hálfs frá röngu. FRÁGANGUR Lykkið saman undir höndum, gangið frá endum. Góða skemmtun, Inga Þyri Kjartansdóttir Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 3 4 6 8 9 6 7 3 5 1 6 8 9 5 7 9 8 1 6 8 3 7 5 Þyngst 7 8 2 6 9 7 1 4 5 2 1 2 5 6 8 7 9 4 9 9 1 3 8 6 1 3 6 9 4 8 7 7 3 9 6 4 3 7 1 5 4 3 6 9 1 5 4 2 9 6 7 3 8 5 1 8 6 1 4 5 7 6 9 4 8 7 8 1 3 4 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Svífandi myndlistarmaður og fuglatemjari Ármann Kristinn hefur gaman af íþróttum og síðastliðið sumar sveif hann um á svifdreka. Hann hefur dálæti á músum og hefur tamið skógarþröst. Ármann stefnir að því að verða myndlistarmaður. Nafn: Ármann Kristinn Björnsson. Aldur: Ég er 12 ára. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Túngata 2. Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Mús. Uppáhaldsmatur: Tortillur. Uppáhaldshljómsveit: One Direction. Uppáhaldskvikmynd: Indiana Jones. Fyrsta minning þín? Man ekki! Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta, blak og frjálsar. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða myndlistarmaður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að temja skógarþröst. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að flytja svona mikið. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Já, það fór vel. Ég fór til dæmis á svifdreka. Munstur 2. Munstur 1.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.