Bændablaðið - 03.12.2015, Page 1

Bændablaðið - 03.12.2015, Page 1
23. tölublað 2015 ▯ Fimmtudagur 3. desember ▯ Blað nr. 456 ▯ 21. árg. ▯ Upplag 32.000 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna harðlega gagnrýnd af Slow Food-hreyfingunni: Benda á að ekki sé minnst einu orði á landbúnað í samkomulagsdrögum − telja það alvarlega yfirsjón að ræða ekki um tengsl matvælaframleiðslu og loftslagsmála Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP21) stendur nú yfir í París en hún var sett síðast- liðinn mánudag. Markmiðið er að ná samkomulagi um aðgerðir til að draga úr losun á gróðurhúsa- lofttegundum í heiminum til að sporna megi við hlýnun jarðar. Ætlunin er að það samkomulag muni taka við af Kyoto-bókuninni þegar hún rennur út árið 2020. Með þessum aðgerðum freista ríki heims þess að koma í veg fyrir að hlýnun á jörðinni verði meiri en tvær gráður, frá dögum iðnbyltingarinnar að telja. Ekki orð um landbúnað Samkomulagsdrög milli ríkjanna voru gefin út fyrir ráðstefnuna og gagnrýndi Slow Food-hreyfingin að ekki væri minnst einu orði á land- búnað á þeim 57 blaðsíðum þar sem þau eru útlistuð. Hins vegar komi orðið fæðuöryggi fyrir í ýmsu sam- hengi. Í tilkynningu frá Slow Food er því mótmælt að mikilvægi tengsla matarframleiðslu og loftslagsmála sé ekki viðurkennt og talað um alvar- lega yfirsjón í því sambandi. Það má þó ljóst vera að land- búnaður er gríðarlega áhrifamikill þáttur í losun gróðurhúsalofttegunda – einkum búfjárrækt. Áætlað er að hún losi um 14,5 prósent af því magni gróðurhúsalofttegunda sem losna beinlínis af manna völdum. Nautgriparækt er þar stórtækust, með um 65 prósenta hlutdeild. Í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar íslensku í loftslagsmálum, sem var kynnt þann 25. nóvember síðast- liðinn, eru þrjú verkefni af átta sem verða unnin í samvinnu við bændur og hagsmunasamtök þeirra. Í verkefninu Loftslagsvænni landbúnaður verður unninn veg- vísir um minnkun losunar í land- búnaði með samvinnu stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands. Vegvísirinn mun taka mið af sambærilegri vinnu í sjávarútvegi. Í verkefninu um Eflingu skóg- ræktar og landgræðslu verður aukið fjármagn til skógræktar og land- græðslu, sem á meðal annars að auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti. Framkvæmdir verða auknar á árinu 2016 og stefnt að frekari styrkingu á næstu tveimur árum eftir það. Þetta mun skila bindingu kolefnis úr and- rúmslofti umfram það sem verið hefði. Þá verður eitt verkefni helgað endurheimt votlendis. Ráðist verður í fyrstu verkefnin undir þeim hatti sumarið 2016. Landbúnaðurinn leggi sitt af mörkum Sigurður Eyþórsson, framkvæmda- stjóri Bændasamtaka Íslands, skrifaði um loftslagsmálin í leiðara síð- asta Bændablaðs. Þar sagði hann að margir möguleikar væru fyrir hendi og miklu skipti að landbún- aðurinn legði sitt af mörkum í þessu stóra verkefni. Sigurður segir að Bændasamtök Íslands vilji vinna með stjórnvöldum að því að útfæra verkefni sóknaráætlunarinnar á sviði landbúnaðar. Sett verði markmið og farið yfir hvernig best verði að þeim staðið til að árangur náist. Eftir að sóknaráætlun ríkisstjórn- arinnar var kynnt heyrðust óánægju- raddir um að skýr markmið hefði vantað í málaflokka landbúnaðar og samgangna; sumsé tímasett mark- mið um tiltekinn samdrátt eins og komið hefði fram í vegvísi íslensks sjávarútvegs. Þar kemur fram að markmiðið sé að draga úr losun koldíoxíðs um 40 prósent til 2030, frá árinu 1990. Sigurður segir að ekki sé von á slíkum markmiðum af hálfu land- búnaðarins fyrr en tími gefist til að setjast niður með stjórnvöldum til að útfæra markmiðin. „Það mun taka einhvern tíma, en mestu skiptir að útfæra mark- miðin vel og á raunhæfan hátt. Það er fullur stuðningur við þessa vinnu af hálfu samtaka bænda. Landbúnaðurinn mun vinna að því að draga úr losun á sínu sviði en við þurfum að undirbúa aðgerðirnar vel til að við náum árangri,“ segir hann. Átta verkefni í sóknaráætlun Í sóknaráætlun eru átta verkefni út - listuð sem miða eiga að samdrætti á nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Áhersla verður lögð á samstarf stjórnvalda og atvinnulífs, samstilltar aðgerðir og breiða þátt- töku, svo árangur geti náðst. /smh Þýski myndhöggvarinn Gerhard Köning er starfsmaður og leiðbeinandi á handverkstæðinu Ásgarði í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ. Þar er eingöngu smíðað úr íslensku timbri. Á hans herðum er öll stærri smíði eins og á garðhúsgögnum, en engar skrúfur eða naglar eru notaðir við smíðina, heldur eingöngu trénaglar og vatnshelt lím. Hann hefur verið á Íslandi síðan 2010 og hefur m.a. − Sjá umfjöllun á bls. 22–24. Mynd / HKr. Órjúfanleg heild umhverfis, hollustu og gæða 42 Jólamatarmarkaður í Hörpu 28 Bændur skiptust á skoðunum um gerð búvörusamninga 12

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.