Bændablaðið - 03.12.2015, Síða 28

Bændablaðið - 03.12.2015, Síða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Jólamatarmarkaður Í hugum margra sæl- kera markar Jóla- matarmarkaður Búrsins upphaf jóla- undirbúnings, enda aðventan skammt undan. Helgina 21.–22. nóvember komu yfir fimmtíu metnaðarfullir smá- framleiðendur saman í Hörpu til að sýna stolt sín – sem flest henta ein- staklega vel í aðventunasl, hátíðar- matinn eða jólagjafir. Ljósmyndari mætti á svæðið og myndaði herlegheitin, en um sann- kallaða veislu var að ræða fyrir augu og bragðlauka. Búrið bauð upp á margvíslegar vörur sem eru unnar úr hvönn; til dæmis sultur, chutney, fræ og te. Dóra Svavarsdóttir á og rekur Culina veisluþjónustu. Soffía Aðalsteinsdóttir frá Vínekrunni var með paté í ýmsum útfærslum. Holt og heiðar frá Hallormsstað hafa upp á fjölbreytt vöruúrval að bjóða úr skóginum; birkisafa, birkisíróp, sultur og sveppi. Stephane Aubergy frá Vínekrunni bauð m.a. upp á smakk af frönsku eplavíni. Íslenskar náttúruafurðir frá Kruss.Heitreykt Hólableikja. Bændurnir frá Vallanesi á Fljótsdalshéraði, þau Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, eru fastir í sessi á Jólamarkaðinum, með sínar lífrænt vottuðu vörur úr jurtaríkinu undir merkjum Móður Jarðar. Þeir fengu nýverið Fjöregg Matvæla- og næringarfræðingafélags Íslands. Hér er Eymundur til vinstri en með honum á mynd er Jón Guðmundsson. Myndir / smh

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.