Bændablaðið - 03.12.2015, Síða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015
bændur væru nú með búrekstur í
Þýskalandi. Eru þeir með um fjórar
milljónir kúa, sem þýðir að meðalbú-
ið er með rétt yfir 50 kýr, sum með
fleiri og sum með færri.
„Það er mikill breytileiki í
bústærðinni. Í Bæjaralandi eru t.d. að
meðaltali 34 kýr á hverju búi á meðan
búin í gamla Austur-Þýskalandi, eða
Neubrandenburg, eru að meðaltali
með 225 kýr,“ sagði Karsten.
Um 45% allra býla í Þýskalandi
eru með yfir 100 kýr, en einung-
is 9% þeirra eru með 500 kýr eða
fleiri. Risabú eru því tiltölulega fá í
Þýskalandi enn sem komið er.
Með 190 mjólkurkýr
Á búinu eru nú 190 mjólkurkýr af
Holstein-kyni auk 180 annarra gripa.
Við nautgriparæktina eru tveir fastir
starfsmenn og einn sem starfar ein-
göngu við gas- og raforkuframleiðslu
búsins. Karsten Müller hefur tekið
við rekstrinum af föður sínum. Hann
er landbúnaðarverkfræðingur að
mennt. Þannig hefur búið gengið á
milli föður til sonar í gegnum tíðina.
Sagði Kartsen að heppilegt væri að
hann væri eina barn foreldra sinna
svo kynslóðaskiptin hafi ekki kostað
nein illindi. Sjálfur á hann svo bara
einn son með sinni konu svo sagan
er greinilega að endurtaka sig.
Kýrnar fluttar á fæðingardeild
Þegar kýrnar eiga eftir 20 daga í burð
eru þær fluttar á kerru á „fæðingar-
deildina“ sem fjölskyldan rekur í
gamla fjósinu í þorpinu. Þar dvelja
kýrnar svo í fimm daga eftir burð
áður en þær eru fluttar til baka, en
kálfarnir verða eftir í uppeldishúsi.
Þar er pláss fyrir 100 gripi.
Ekki skylda að hleypa kúm
út á tún
Í fjósinu eru þrjár raðir af legubás-
um, en annars ganga kýrnar lausar.
Mjólkurkýrnar fara aldrei út á tún, en
fyrir og eftir mjaltir fara þær í lítið
útigerði með steyptu undirlagi. Sagði
Karsten að það væri ekki skylda í
Þýskalandi að láta mjólkurkýr fara
út á tún. Tók hann fram að þó heitt
væri á sumrin héldu kýrnar sig inni
við í fjósinu sem er reyndar mjög vel
loftræst. Það væri ekki fyrr en aðeins
færi að kólna undir kvöld að kýrnar
færu sjálfviljugar út í gerðið.
Mikil áhersla á hreinlæti
Mikið er greinilega lagt upp úr þrif-
um bæði í kringum mjalta gryfju,
útigerði og í fjósinu sjálfu. Þar
var ekki að finna neinar kýr með
drulluklepra upp á síður, enda hafa
þær alltaf hreinan hálm til að liggja
á í básum sínum. Annan hvern dag
er hálmurinn hreinsaður út með hjálp
Wideman liðléttings og nýr hálmur
settur í staðinn. Sagði Karsten að án
þessarar Wideman-vélar væri þetta
reyndar óvinnandi verk. Er þetta lipra
tæki líka notað við margvísleg önnur
verkefni. Mátti greinilega merkja á
orðum hans að fastheldnin á ákveðið
tækjamerki er ekki síður landlæg hjá
Þjóðverjum en íslenskum bændum.
Hálmur sem undirburður þykir
gefa betri raun en gúmmímotturnar
Segir Karsten að þeir hafi verið
með gúmmímottur undir kýrnar, en
reynslan sýni að gripirnir hafi enst
illa í fótum. Hafi notkun á hálmi í
undirburð komið mun betur út.
Í fjósinu hjá þeim voru nokkr-
ar kýr sem höfðu mjólkað yfir 100
þúsund lítra yfir ævina og voru elstu
kýrnar í fjósinu orðnar 12 ára.
Leikur að litum og
uppáhaldskýrnar
Helsta einkenni Holstein-nautgripa
er svart/hvít skjöldótti liturinn. Með
því að nota skosk naut hefur Müllers-
feðgum tekist að ná fram stærri hluta
af hvítum lit og jafnvel nær alhvítum
kúm.
Sýndu þeir feðgar Íslendingunum
fimm uppáhaldskýr sem eru með öll
þau bestu einkenni sem þeir hafa
verið að sækjast eftir í ræktun. Á
það við um alla skrokkbyggingu, góð
júgur og rétt stæða spena. Einnig er
mikið lagt upp úr ræktun á kollóttum
kúm, þar sem það er dýravelferðar-
krafa yfirvalda að bændur séu ekki
að skera eða brenna horn af sínum
gripum. Þá leggja þeir líka mikið
upp úr að rækta upp eins stórvaxinn
stofn og hægt er, þannig að kýrn-
ar séu færar um að innbyrða mikið
fóður og gefi að sama skapi af sér
meiri mjólk. Þessar kýr mjólka að
meðaltali 35 lítra á dag.
Til að fylgjast nákvæmlega með
kúnum eru þær með hreyfiskynjara
um hálsinn. Lítil hreyfing getur bent
til að kýrnar séu veikar, en mikil
hreyfing bendir til að þær fari að
beiða.
Afkastamikill tuddi
Faðir tveggja þessara kúa er þýskur
að uppruna og heitir Goldday
(Gulldagur). Þessi tuddi er mjög
vinsæll og var árið 2014 notaður til
að sæða 40 þúsund kýr. Hafa þeir
Müllers-feðgar nýtt sér þetta naut
talsvert undanfarin ár.
Með 175 hektara
Bú Müllers-feðga er nú með 175
hektara land, þar af er grasrækt á
65 hekturum og akuryrkja, aðallega
maísframleiðsla á 110 hekturum. Er
þetta frekar stórt býli á þýskan mæli-
kvarða því meðalbúið í landinu er
ekki með nema 58 hektara jarðnæði.
Maísframleiðslan fer að hluta í
fóður fyrir kýrnar, en mjög stór hluti
hennar er þó nýttur ásamt kúaskít til
að framleiða lífrænt gas (Biogas).
Mjólkurkvótinn sleginn af og rætt
um að takmarka jarðastyrkina
Karsten segir að styrkir séu nú ein-
göngu veittir á hvern hektara lands
og til ræktunar. Umræða hafi verið
í gangi innan ESB um að setja mörk
á styrkveitingarnar þannig að bú fái
ekki styrki nema upp að ákveðinni
stærð. Slíkt hafi þó enn ekki verið
gert. Því eru aukin jarðakaup eina
leiðin til að bændur geti tryggt sér
aukna styrki til að vega upp á móti
ört lækkandi afurðaverði eins og á
mjólk.
Mikill tekjusamdráttur í mjólkinni
samfara auknum kostnaði
Karsten segir að mjólkurkvótinn
innan ESB hafi verið í gildi til 31.
mars 2015. Síðan hefur enginn kvóti
verið og þar með engin framleiðslu-
stýring.
„Það var búið að spá því að fram-
leiðslan myndi aukast mjög mikið
um leið og kvótinn yrði aflagður.
Raunin er að framleiðslan hefur lítil-
lega aukist sem þýðir að auka þyrfti
útflutning. Útflutningsverð er hins
vegar lágt og því verður offramboð
− Framhald á næstu síðu.
Karsten Müller sýndi íslenskum bændum uppáhaldskýrnar sínar.
Íslendingunum var að sjálfsögðu gert að klæðast hlífðarfötum í bak og fyrir til að forðast smithættu.
Karsten Müller sæðir allar sínar Holstein-kýr sjálfur og fær fryst sæði víða að,
bæði úr þýskum úrvalsnautum sem og góðum nautum víða um heim, m.a.
frá Bandaríkjunum og Kanada, en líka talsvert frá Ítalíu. Segir hann engin
smitsjúkdómavandamál því samfara. Vangaveltur varðandi smithættu af
voru þó ekki allir sannfærðir um réttmæti þeirrar fullyrðingar. Bentu m.a. á
við mikla blöndun en ekki einangrun eins og sá íslenski.
Mikið er lagt upp úr kynbótum á búi
Müllers-feðga. Einn þáttur í því er að
rækta úr kúnum útstandandi spena.
Hafa þeir náð þar góðum árangri og
segir Karsten best að spenarnir
vísi aðeins inn á við til að auðvelda
mjöltun og torvelda kúnum að sjúga
hver aðra.
um hálsinn.