Bændablaðið - 03.12.2015, Page 42

Bændablaðið - 03.12.2015, Page 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Móðir Jörð í Vallanesi hlaut Fjöregg Matvæla-og næringarfræðingafélag Íslands: Órjúfanleg heild umhverfis, hollustu og gæða – bændurnir Eygló og Eymundur ætla að færa sig í auknum mæli yfir í matartengda ferðamennsku Móður Jörð í Vallanesi á Fljótsdalshéraði var á dögunum veitt Fjöregg MNÍ (Matvæla- og næringarfræðingafélag Íslands) 2015, en verðlaunin eru veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars: „Móðir Jörð er tilnefnt fyrir að framleiða spennandi íslensk matvæli úr jurtaríkinu. Fyrirtækið byggir sína framleiðslu á sjálfbærni og lífrænt ræktuðu hráefni. Hjá fyr- irtækinu er lögð mikil áhersla á að þróa afurðir úr nánasta umhverfi og hafa fjölmargar nýjungar komið frá Móður Jörð á síðustu árum.“ Blaðamaður heilsaði upp á þau Eygló Björk Ólafsdóttur og Eymund Magnússon, bændur og eigendur Móður Jarðar, þar sem þau voru á sínum stað á Jólamatarmarkaði Búrsins helgina 21.–22. nóvember. Eymundur hóf búskap í Vallanesi með fyrri konu sinni, Kristbjörgu. „Ég var nú ekki nema sex eða átta ára kúasmali hjá Sveinbjörgu, ömmu minni, í Flögu í Skriðdal þegar ég ákvað að verða bóndi. Það voru kýrnar og lóan, held ég, sem gáfu mér þennan innblástur. Eftir nám á Hvanneyri og vinnu við búskap í Noregi, Englandi og Svíþjóð lá leiðin í Egilsstaði með Kristbjörgu og eftir nokkra leit ákváðum við að hefja landnám í Vallanesi sem hafði verið í eyði hvað búskap varðar í 20 ár. Það kom aldrei annað til greina en Fljótsdalshérað. Kristbjörg hafði unnið á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði og kynntist þar lífrænni ræktun. Við ræktuðum lífrænt græn- meti til heimilis og þá varð ekki aftur snúið, eins og þeir þekkja sem smakkað hafa lífrænt ræktað græn- meti,“ segir Eymundur. Eygló hefur verið áberandi í starfi Slow Food á Íslandi. Hún segir að hugsjónir Slow Food og lífrænnar ræktunar fari vel saman og þau tvinni þetta saman í sínum búskap. „Hugmyndafræðilega fara þessar tvær stefnur saman og Slow Food hefur alltaf verið málsvari lífrænnar ræktunar, þó að það sé víðtækara en svo og áherslan mest á nærumhverfið, upprunaleika og staðbundna matvælaframleiðslu,“ útskýrir Eygló. „Hreinleiki er eitt af einkunarorðum Slow Food, það er að maturinn sé laus við eitur- efni svo sem skordýraeitur og að framleiðslan sé ekki mengandi fyrir umhverfið. Lífræn vottun gengur út á að framleiðsluaðferðirnar séu í takt við ákveðna staðla, en lætur liggja á milli hluta hvaðan aðföngin koma. Við höfum báðar þessar stefnur að leiðarljósi og enda er það væntan- lega allra best fyrir jörðina okkar að matvæli eða aðföng séu lífræn og staðbundin. Ég held að okkur gangi ágætlega að sameina þetta tvennt, okkur er mjög umhugað um að styðja við svæðisbundna þróun og vinna með aðilum í okkar nærum- hverfi enda er mjög mikilvægt fyrir byggðaþróun að „micro hagkerfið“ virki og að fjármunir leki ekki út úr því að óþörfu. Þessar leiðir verða að geta farið saman.“ Árangursríkt að hafa einlægan áhuga á mat „Ætli það sé ekki árangursríkara að hafa einlægan áhuga á mat, það er gaman þegar áhugamál og vinna tvinnast saman að mínu mati,“ segir Eygló þegar þau eru spurð hvort ekki sé nauðsynlegt að vera sæl- keri þegar maður er metnaðarfullur smáframleiðandi matvæla. „Það er ekki alltaf fyrirséð hvaða vörur ná í gegn og því mikilvægt að maður hafi gaman af því að þróa eitthvað nýtt og skapa. Óhjákvæmilega fékk ég mitt mataruppeldi í gegnum viðskipti við Miðjarðarhafslönd þegar ég starfaði við innflutning á sínum tíma og síðar nokkurra ára búsetu á Ítalíu. Ég hef eflaust tekið Ítali mér til fyrirmyndar og dáist að því hversu meðvitaðir þeir eru um gæði hráefnisins og taka mat alvarlega. Ég segi stundum í gríni að þeir „borði með eyrunum“, það eru öll skynfæri notuð til að njóta góðs matar þar. Í dag mótast eldhúsið af umhverfi okkar og því fjölbreytta úrvali af grænmeti og jurtum sem við ræktum og við erum á hverju ári að bæta við áhugaverðum tegund- um. Ferskleikinn er líka í fyrirrúmi að sjálfsögðu. Við notum ferðalög okkar auk þess til að fá innblástur, förum á sýningar og markaði og skoðum hvað aðrir eru að gera,“ segir Eygló. „Það er mikil vinna að vera bóndi og matvælaframleiðandi en okkar gæðatími er þegar við borðum saman að loknum löngum vinnudegi,“ segir Eymundur. „Eygló er frábær kokkur og þótt við ætlum ekki að tala um vinnuna á kvöldin þá fer ekki hjá því að nýjar hugmyndir spretti fram við matarborðið.“ Að sögn Eymundar ætlaði hann í upphafi „bara“ að vera kúabóndi og framleiða mjólk og nautakjöt. „En eins og fyrr segir þá var Vallanes nánast óræktað og við það að rækta jörðina fann ég að akuryrkjan höfðaði mjög sterkt til mín og ég sé fátt fallegra en nýplægðan akur, svo skrýtið sem það er. Grænmetið kom því fljótlega mjög sterkt inn – og síðan kornið – og ég fann að ég hafði mikinn áhuga á að koma vörunum á markað undir eigin vöru- merki og þá varð til vörumerkið Móðir Jörð. Bankabyggið kom til dæmis í verslanir 1987 og ég man að mönnum þótti skrýtið að finna kartöflur „brandaðar“ eða merktar framleiðandanum Móður Jörð,“ segir Eymundur um upphafsárin. „Skógræktin er partur af þess- um ræktunaráhuga en hún hófst hér 1989 og skjólbeltaræktun 1993. Áhrif skjólsins á ræktunarmöguleika eru mjög miklir og svo er skógurinn nú þegar að gefa okkur viðarkurl í göngustíga, byggingavið og við höfum selt jólatré í ein átta ár,“ bætir Eymundur við. „Við hættum því með kýrnar eftir tíu ár og nautakjötið fimm árum seinna og síðasta nautakjöts- framleiðslan var reyndar lífrænt vottuð. Það voru miklar sveiflur í tekjum eftir árstíðum og þá kviknaði áhuginn á að framleiða tilbúnar vörur sem væru til allt árið en ekki bara stutt fram á vetur eins og grænmetið. Grænmetisbuffin byrjaði ég að fram- leiða 2004 með aðstoð Þórunnar, dóttur minnar, sem er listakokkur og myndlistarmaður og þá voru fyrir nuddolíurnar, bankabyggið og byggmjölið auk vaxandi úrvals af grænmeti. Síðan kom „góðærið“ með gegndarlausum innflutningi og það þurfti hrun til að landinn fengi aftur áhuga á innlendri framleiðslu. Við Eygló hófum sambúð í kjölfar hruns- ins og hún með allan sinn áhuga á góðum mat var strax komin með hugmyndir að nýjum vörum. Ég held hreinlega að hún hafi verið að leita sér að lífrænum bónda til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd,“ segir Eymundur. „Samstarf okkar hefur borið Eygló Björk Ólafsdóttir með verð- launagripinn Fjöreggið, íslenskt eða í 20 ár. Mynd / MNÍ Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, bændur í Vallanesi á Fljótsdalshéraði, voru að sjálfsögðu mætt á Jólamatarmarkað Búrsins sem var haldinn í Hörpu fyrir skemmstu. Mynd / smh Rauðrófugló kom á markaðinn 2009, síðar Gulrófugló og Fennelgló en þeim er ætlað að vera meðlæti með íslenskum mat svo sem hangikjöti og villibráð. Mynd / Áslaug Snorradóttir

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.