Bændablaðið - 03.12.2015, Qupperneq 59

Bændablaðið - 03.12.2015, Qupperneq 59
59Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Danir ekki tilbúnir til að greiða nægilega fyrir sérstöðu landbúnaðarvara: Þekktur svínabóndi hættir framleiðslu sérvöru − kennir versluninni um að pína niður verð á framleiðslunni Þekktur svínaframleiðandi í Danmörku, Karsten Westh, ákvað á dögunum að hætta framleiðslu á svínakjöti með ákveðna sérstöðu vegna þess að veitingastaðir og verslunarkeðjur eru ekki tilbúin til að borga full- nægjandi verð fyrir vöruna. Að því er fram kemur í Landbrugsavisen þá mun Karsten loka fyrirtæki sínu, Det Bornholmske Kødkompagni, sem hefur frá byrjun árs selt svínakjöt undir v ö r u m e r k j u n u m Bryggerigris, Økogris og Økoskovgris. Viðskiptahugmynd Karsten gekk út á að s e l j a svínakjöt af sérvöldum grísum sem voru fæddir, uppaldir og slátraðir á Bornholm. Kennir verslanakeðjurisunum um Svínabóndinn kennir nú sérstak- lega verslanakeðjunum um að sjá sér ekki fært að borga nægilega vel fyrir gæðavörur frá honum og að forsvarsmenn þeirra vilji fá alltof stóran hlut í sinn vasa. Kjötið sem þeir eru tilbúnir að greiða 40–50 danskar krónur á kílóið fyrir er selt á 150 danskar krónur á kílóið og þar ofan á bætist virðisaukaskattur. Karsten gengur harðast út gegn verslanakeðjunni Coop í dönskum fjölmiðlum og segir þá tilbúna að greiða fimm krónur meira fyrir gæðakjöt frá Bornholm en að við- r æ ð u r við þá hafi ekki náð lengra. Einnig er hann svekktur út í veitinga- staði í nærumhverfi sínu sem hafa boðið kjöt frá honum undir öðrum formerkjum en rétt eru og sjálfsagt vegna þess, að hans mati, að þeir vilja ekki borga það verð sem sanngjarnt er fyrir bóndann. Útflutningur á unnu svínakjöti til Kína Á sama tíma greinir Landbrugsavisen einnig frá því að nú styttist í að kínversk yfirvöld gefi grænt ljós á að opna fyrir innflutning til sín á dönsku elduðu svínakjöti, eins og pylsum. Tveir þriðju hlut- ar af kjöti sem rúmlega milljarður Kínverja neytir er svínakjöt og áætla Danir nú að með innflutningnum geti það þýtt 250 milljónir danskra króna árlega aukalega í danskar útflutn- ingstekjur. /ehg Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Kerruvarahlutir og hlutir til kerrusmíða í miklu úrvali frá Indespension Samhliða innflutningi okkar á Indespension kerrum höfum við hafið sölu á varahlutum og hlutum til kerrusmíða fyrir flestar kerrugerðir, t.d. Indespension, Ifor Williams o.fl. Eigum á lager mikið úrval varahluta í helstu gerðir bremsu og hjólabúnaðar fyrir Alko og Knott. Bjóðum einnig sérpantanir. Nálægð við birgja okkar í Bretlandi tryggir skammann afgreiðslufrest á sérpöntunum. Hjólabúnaður, þrýstibremsur, nefhjól, læsanlegir beislis endar, ljós og ljósabúnaður, bremsuborðar, bremsubarkar, hjólalegur, hjólnöf, einfaldir beislis endar og margt fleira. K E R R U R Heildsöludreifing • Skemmuvegur 10 • Sími 567 1330 • www.hringas.is • Vörn gegn frosti og tæringu • Hentugt fyrir alla málma • Eykur endingartíma • Kemur í veg fyrir gerlamengun • Vörn allt niður að -30°C • Engin eiturefni – umhverfisvænt • Léttir dælingu fyrir hita og kælikerfi frostlögur Umhverfisvænn Bændablaðið á bbl.is og líka á Facebook
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.