Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015
Fréttir
Fyrsta blað eftir áramót kemur
út 14. janúar. Útgáfudagar
Bændablaðsins fram í júní verða
sem hér segir með fyrirvara um
breytingar:
• 14. janúar
• 28. janúar
• 11. febrúar
• 25. febrúar
• 10. mars
• 22. mars (þriðjudagur)
• 14. apríl
• 28. apríl
• 12. maí
• 26. maí
• 9. júní
• 23. júní
Verðbreytingar um áramót
Breytingar á verðskrá blaðsins taka
gildi um áramót. Ástæður þeirra eru
almennar launa- og verðlagshækkan-
ir. Áskriftargjaldið hækkar og verð-
ur innheimt tvisvar á ári. Afsláttur
fyrir aldraða verður áfram 50% en
þeir greiða einu sinni á ári. Hækkun
áskriftarverðs kemur m.a. til vegna
fleiri útgáfudaga og stærra blaðs. Þá
verður Tímarit Bændablaðsins inni-
falið í áskrift en það er sent öllum
áskrif endum einu sinni á ári. Verðskrá
blaðsins hefur ekki tekið breytingum
síðustu tvö árin.
Verðskrá 2016
• Ársáskrift: Kr. 9.900 m. vsk.
(innheimt í tvennu lagi)
• Ársáskrift fyrir eldri borg-
ara: Kr. 4.950 m. vsk.
• Smáauglýsing með mynd: Kr.
5.200 m. vsk.
• Hefðbundin smáauglýsing:
Kr. 2.100 m. vsk.
• Netauglýsing: Kr. 900 m. vsk.
• Dálksentimetri auglýsinga,
litur: Kr. 1.450 án vsk.
• Dálksentimetri auglýsinga,
litur, bls. 3 og baksíða: Kr.
1.650 án vsk.
• Dálksentimetri auglýsinga,
svarthvítt: Kr. 1.150 án vsk.
• Dálksentimetri auglýsinga á
fréttasíðum, litur: Kr. 2.350
án vsk.
• Niðurfellingargjald, 15% af
brúttóverði auglýsingar.
• Gjald fyrir uppsetningu aug-
lýsinga, tímagjald kr. 8.200
án vsk.
Allar nánari upplýsingar um útgáfu
Bændablaðsins er að finna á vefn-
um www.bbl.is. Netfang blaðsins er
bbl@bondi.is og netfang auglýsinga
augl@bondi.is. /TB
Skrifstofur Bændasamtakanna
verða lokaðar eftir hádegi á
Þorláksmessu, miðvikudaginn
23. desember og á gamlársdag,
fimmtudaginn 31. desember.
Dagana 28. desember og 4. jan-
úar verða skrifstofurnar opn-
aðar kl. 10. Að öðru leyti verða
skrifstofurnar opnar með hefð-
bundnum hætti fyrir utan rauðu
hátíðisdagana.
St jórn og s tar fsfólk
Bændasamtakanna óskar lands-
mönnum öllum gleðilegra jóla og
farsældar á nýju ári með þökk fyrir
gott samstarf á árinu sem er að líða.
Opnunartími hjá BÍ
um jól og áramót
Útgáfudagar og verð-
breytingar á nýju ári
Nemendur á Hvanneyri:
Kúavinafélagið Baula
Nemendur á Hvanneyri stofnuðu í
lok nóvember síðastliðinn kúavina-
félagið Baula.
Tilgangur félagsins er að stuðla
að og hvetja áfram áhuga og þekk-
ingaröflun hjá ungu fólki um naut-
griparækt í heild sinni með því að fara
í skoðunarferðir og halda kynningar
á nautgriparækt.
Um fimmtíu manns mættu á
stofnfund félagsins. Á fundinum
var Magnús Örn Sigurjónsson kos-
inn formaður Baulu. Aðrir stjórn-
armenn eru Þórdís Þórarinsdóttir,
Friðrik Björgvinsson, Anton Freyr
Friðjónsson, Jón Þór Marinósson,
Haukur Marteinsson, Birkir Heiðmann
Aðalsteinsson, Gunnar Freyr
Benediktsson, Jónas Guðjónsson og
Þráinn Ingólfsson. /VH
Nú styttist í nýja
búvörusamninga
− mikið vantraust hjá sauðfjárbændum í garð MAST og Landgræðslunnar
Viðræður um nýja búvörusamn-
inga eru langt komnar og að sögn
formanns Bændasamtaka Íslands
á hann von á að þeim ljúki fyrir
áramót eða snemma á næsta ári.
„Samningahópur bænda hefur
sest niður eftir fundarferð um
landið og farið yfir það helsta sem
þar kom fram þar. Í framhaldi af
því hefur svo farið fram vinna við
samningana og talsverður tími farið
í að finna leiðir til að bregðast við
þeim áhyggjum sem fram komu,“
segir Sindri Sigurgeirsson, formað-
ur Bændasamtaka Íslands.
Mjólkurframleiðendur
áhyggjufullir
Sindri segir að mjólkurframleiðend-
ur hafi margir hverjir lýst áhyggjum
sínum á að ekki verði hægt að stýra
framleiðslunni eftir að hún verður
gefin frjáls og að verð komi til með
að falla vegna offramleiðslu.
„Við erum að finna flöt á því
máli og með ákveðið upplegg
sem við erum að ræða við samn-
inganefnd ríkisins.“
Vantraust í garð stofnana
„Eitt af því sem kom fram í
fundarferðinni er að það ríkir
því miður mikið vantraust
hjá bændum í garð stofnana
eins og Matvælastofnunar og
Landgræðslunnar. Sauðfjár-
bændur hafa áhyggjur af aðkomu
Landgræðslunnar í tengslum við
aukið vægi gæðastýringar í sauð-
fjárrækt í samningunum. Í ljósi
fyrri samskipta sauðfjárbænda og
samtaka þeirra við Landgræðsluna
eru margir þeirra áhyggjufullir.“
Sjálfbær landnýting er
sóknarfæri
Sindri segir að ekki standi til að
gefa neitt eftir varðandi sjálfbæra
landnýtingu í sauðfjárrækt.
„Sjálfbær landnýting er ein
af meginforsendum við nýtingu
þeirrar auðlindar sem búfjárbeitin
er. Svo má ekki gleyma þeim
sóknarfærum sauðfjárræktarinnar
sem liggja í sjálfbærri landnýtingu
þegar kemur að markaðssetningu
afurðanna og því mikilvægt fyrir
okkur að sýna fram á að við séum
ekki að ganga á landið.“
Lýkur snemma á næsta ári
„Garðyrkjusamningurinn er svo
til tilbúinn og bara eftir að ganga
frá einstaka orðalagi í honum.
Viðræður um ramma búvöru-
samninganna eru hafnar og ég
á ekki von á öðru en að þeim
ljúki snemma á næsta ári,“ segir
Sindri Sigurgeirsson, formaður
Bændasamtaka Íslands. /VH
Mjólkurframleiðendur munu fá
fullt afurðaverð frá MS út árið
2016 þrátt fyrir að mjólkur-
framleiðsla í landinu sé umfram
markaðsþarfir. Sem stendur er
tap á útflutningi mjólkurafurða
en leitað er nýrra og hagstæðari
markaða og ýmsar blikur á loft
hvað það varðar.
Egill Sigurðsson, formaður stjórn-
ar MS, segir rétt að út frá rekstrarleg-
um forsendum sé óhagstætt að greiða
bændum fullt afurðasöluverð fyrir
alla mjólk sem þeir framleiða en að
það verði gert út árið 2016 eins og
lofað hafi verið.
„Málið var tekið fyrir á síðasta
stjórnarfundi MS og bændur geta því
gert ráð fyrir fullu afurðastöðuverði
út árið 2016. Að baki MS standa
Auðhumla, samvinnufélag bænda og
Kaupfélag Skagfirðinga. Auðhumla
á 90% í MS og KS 10% og þessir
eigendur ætla að stand þétt að baki
MS og komast í gegnum þann skafl
sem fram undan er.“
Búvörusamningurinn á réttri leið
„Hvað nýjan búvörusamning varðar
tel ég að við séum á réttri leið með
því að spyrða saman núverandi kerfi
og því kerfi sem á að taka við þrátt
fyrir að enn vanti töluvert upp á allar
útfærslur. Uppleggið er aftur á móti
gott að mínu viti.“
Framleiðslan umfram núverandi
markaðsþörf
Egill er spurður hvort ekki sé hætta
á offramleiðslu á mjólk hér ef fram-
leiðslan verður gefin frjáls alveg eins
og gerst hefur í Evrópu.
„Við erum nú þegar að fram-
leiða talsvert umfram markaðs-
þörf Íslendinga. Umframleiðslan í
Evrópu á sér ýmsar aðrar skýringar
en að framleiðslan hafi verið gefin
frjáls. Lokun á Rússlandsmarkaði og
tregða í sölu í Asíu hafa haft mikil
áhrif til lækkunar á hráefnisverði.
Sem stendur töpum við á því að
flytja út mjólkurvörur meðal annars
vegna þess að bændur eru að fá
umframverð fyrir mjólkina og MS
er að taka höggið.
Við erum stöðugt að leita nýrra og
betri markaða fyrir okkar vörur og
geta þannig borgað bændum hærra
verð.“
Áform um að fjórfalda skyrsöluna
til Bandaríkjanna
„Útflutningurinn í dag er að mestu
smjör í stórum pakkningum og
mjólkurduft í sekkjum. Af fullunn-
um afurðum eru við að flytja út
talsvert af skyri og horfum mikið
til Sviss og teljum markaðinn þar
lofa góðu. Við erum einnig með
áform um að fjórfalda skyrsöluna
til Bandaríkjanna á næstu árum í
samstarfi við nýja aðila þar. Einnig
stendur til að endurmarkaðssetja
íslenskt smjör í Whole Food-
verslununum í Bandaríkjunum sem
við urðum að hverfa frá á sínum tíma
vegna hráefnisskorts,“ segir Egill.
Styrkir greinina sem heild
Egill segir að greiðslumarkskerfið
sem hefur verið í gildi í mjólkur-
framleiðslu hafi verið hugsað til að
stýra framleiðslunni á sínum tíma.
„Að mínu mati mun það styrkja
stöðu greinarinnar sem heild að
gefa framleiðsluna frjálsa en að
sjálfsögðu mun breytingin á kerf-
inu hitta ólíka framleiðendur með
ólíkum hætti.
Kostnaðurinn sem fylgir kvóta-
kerfinu er talsverður og það verður
öllum til góðs að losna við hann
þegar fram í sækir en kerfið eins og
það er nú hefur verið mjög dýrt og
íþyngjandi síðustu árin fyrir greinina
í heild.“ /VH
Afurðaverð mjólkur:
Bændur fá fullt afurðaverð út 2016
Egill Sigurðsson. Mynd / HKr.
Stjórn kúavinafélagsins Baulu.
Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.