Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði við Háskóla Íslands, hættir um áramótin og kveður með nýrri bók: „Besta náttúruverndarráðstöfunin er falin í því að laga vegina“ − þannig verði komið í veg fyrir utanvegaakstur. Telur líka afar mikilvægt að tryggja sjálfbærni landbúnaðar og fæðuöryggi Trausti Valsson lætur af störfum nú um áramótin sem prófessor í skipulagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hann er að verða sjötugur. Hann er ekki síst þekktur fyrir djarfar hugmyndir sínar um tengingar landshluta með vegum þvert yfir hálendi Íslands. Víst er að hugmyndir Trausta hafa ekki fallið öllum í geð og full- yrt hefur verið að þær stangist á við náttúruvernd. Þessu vísar Trausti alfarið á bug og segir mikinn misskilning í slíkum fullyrðingum. Hann hefur nú gefið út bók sem er eins konar yfirlit yfir hugmyndir hans og feril og ber titilinn Mótun framtíðar. Það eru nú þegar vegir yfir hálendið „Kannski er fyrst til að taka að sennilega átta sig ekki allir á því að það eru þegar komir vegir víða um hálendið og á sumum stöðum all- góðir vegir. Ef við tökum til dæmis Kjalveg, þá hefur Vegagerðin smám saman verið að bæta þann veg og búið er að brúa einu ána á leiðinni sem er Seyðiskvísl. Landsvirkjun lagði líka veg á sínum tíma upp að Blöndulóni og dálítið suður á sand- inn vegna efnisflutninga við virkj- anaframkvæmdir. Sunnan frá náði vegurinn fyrst upp að Gullfossi en teygðist svo lengra til norðurs.“ Trausti segir að í dag sé Kjal- vegur mjög mikið nýttur af ferða- þjónustuaðilum, bæði sumar og vetur. Mikið sé farið þessa leið með ferðamenn á Hveravelli, í Kerlingarfjöll og í vélsleðaferðir á Langjökul. Þessir aðilar hafi ýtt mjög undir kröfur um að vegurinn væri lagfærður, enda hefur sunnan- verð leiðin oft á tíðum verið eitt samfellt þvottabretti. „Það er kominn allgóður vegur langleiðina upp að Bláfellshálsi. Það eru ekki nema 80 kílómetrar eftir af Kjalvegi sem þarf að endurbæta og á þeirri leið þarf enga brúargerð,“ segir Trausti. Kjalvegur í dag er hættulegur heilsu manna og ökutækjum Hann bendir á að á meðan vegurinn sé sums staðar mikið niðurgrafinn verði hann alltaf til vandræða. Í bleytutíð sé oft eina leiðin fyrir vegfarendur að aka upp úr grafn- ingunum og búa þá til nýjar slóðir utan vegar. Í þurrviðri sé stöðugur ryk- mökkur á þessari leið sem sé lítið augnayndi fyrir náttúruunnendur auk þess sem nýjustu rannsóknir sýni að slíkt ryk sé stórhættulegt við innöndun. Ástæðan er eink- um hversu smágerð kornastærð er í vegaryki sem leitar þá niður í lungnablöðrurnar og situr þar fast. Vegarykið er stórhættulegt „Vegaryk er því stórhættulegt fyrir lungun. Auk þess sem varla sést til fjalla í rykmekkinum. Því finnst mér alveg þess virði að hugleiða hvort ekki megi eitthvað draga úr þessu ryki. Ég held að besta aðferðin til þess sé að leggja olíumöl á veginn.“ Trausti vísar til ráðstefnu sem haldin var um hálendisvegi á Hótel Sögu fyrir tveim árum. Þar lýsti full- trúi rútubílafyrirtækisins Sterna þeim hörmungum, sem rútuútgerðir, sem gera út á akstur um Kjalveg, eigi við að etja. Mikið tjón verði á rútunum eftir hverja ferð vegna lélegs ástands vegarins. Þá sé fjöðrunarbúnaðurinn í nýjum rútum ekki hannaður fyrir slíka óvegi. Segir Trausti að skynsamlega uppbyggður vegur með bundnu slitlagi bæti úr öllum þessum atriðum. Segir hann lykilatriðið að vegirnir séu ekki niðurgrafnir heldur byggðir aðeins upp úr yfirborðinu úr góðu efni þannig að þeir losi sig við vatnið. Einnig sé nauðsynlegt að lyfta veginum aðeins upp úr lægðum þar sem skaflamyndun sé mest á vetrum. Vanþekking „Ég held að fólk sem mest stýrir umræðunni gegn slíkum framkvæmdum skilji ekki, eða vilji ekki gefa sér tíma í að kynna sér um hvað málið snýst.“ Trausti segist sjálfur hafa mikinn áhuga á náttúruvernd. Í þeim hópi sé þó fólk sem lætur mikið í sér heyra í gagnrýni á vegagerð og aðrar framkvæmdir, en virðist oft ekki hafa tæknilega þekkingu á því sem það er að tala um. „Mér finnst að þegar slíkt fólk er farið að stjórna umræðunni, þá séum við komin í svolítið slæm mál. Oft er þetta líka mjög sjálfhverft fólk sem er að reyna að afla sér vinsælda í ákveðnum hópum.“ Segir Trausti að þetta sé þó ekki algilt í málflutningi náttúru- verndarsinna, sem upp til hópa sé ágætis fólk. Dæmi um það sé t.d. dr. Þorleifur heitinn Einarsson, prófess- or, jarðfræðingur og náttúruverndar- sinni, sem alla tíð hafi verið mjög praktískur í sínum rökfærslum. Hann sat m.a. í náttúruverndarráði á átt- unda áratug síðustu aldar og var virk- ur félagi í Skógræktarfélagi Íslands. Trausti segir að vönduð vegagerð um hálendið og víðar séu grund- vallarhagsmunir, ekki síst fyrir byggðir sem fjærst eru þéttbýlinu. „Fyrir það fólk er mjög mikilvægt að vegasambandið stystu leið milli landshluta verði bætt. Það eru fyrst og fremst vegabætur sem geta bætt búsetuskilyrði þessa fólks. Þvert á þetta liggja nú fyrir Alþingi tillögur að svokallaðri landsskipulagsstefnu sem er ótrúlega slæmt plagg. Ef komist væri út úr þessu krækl- ótta, slæma og ófrágengna vegakerfi, sem landsskipulagsstefnan vill festa í sessi, þá væri hægt að stytta leiðina úr Reykjavík til Norðausturlands um 200 kílómetra með því að fara um Sprengisand. Á þessari leið eru vegslóðar, sem ég hef stúderað mjög mikið. Sú leið sem stytta myndi vegalengdir lang- mest yrði vegur yfir hálendið og niður austan við Skjálfandafljót og beint niður að Mývatni, en ekki niður Bárðardal og niður með Goðafossi. Þetta myndi stytta leiðina um 80 kíló- metra til viðbótar miðað við að fara um Bárðardalinn. Þannig eru margar leiðir til styttingar sem fólki er ekki kunnugt um. Hálendið aðeins fyrir ríka fólkið á stóru jeppunum? Þetta er ekki spurning um að leggja nýja vegi alfarið um ósnortið land, heldur að endurbæta þá vegi sem fyrir eru. Eitt finnst mér nokkuð mót- sagnakennt í umræðunni um túrisma. Margir sem kveðið hafa sér hljóðs í þeirri umræðu vilja leggja aukna áherslu á ferðamennsku en segja um leið að hálendið sé svo dýrmætt að þar eigi helst að takmarka aðgengi. Mér finnst mikil mótsögn falin í því Trausti Valsson prófessor hefur lengi barist fyrir hugmyndum sínum um styttingu leiða milli landshluta með því Mynd /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.