Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Fréttir Nemendur og starfsfólk Oddeyrar skóla á Akureyri héldu fullveldisdaginn hátíðlegan á margvíslegan hátt. Mættu nemendur spariklæddir og eftir fyrstu kennslustundir var haldið á sal þar sem sungnar voru valinkunnar íslenskar dægurperlur. Eftir söngsal gæddu allir sér á heit- um lummum með sykri sem nem- endur skoluðu niður með ískaldri mjólk en margt starfsfólkið með kaffi. Skólaliðar og húsvörður tóku daginn snemma, stóðu í stórræðum í kennslueldhúsi skólans og reiddu þar fram lummur í hundraðatali. Eftir veisluhöldin spiluðu eldri nemendur skólans félagsvist á 30 borðum. Ekki voru það aðeins nemend- ur og starfsfólk Oddeyrarskóla sem þarna gerðu sér glaðan dag, því þessa vikuna voru einnig staddir góðir gestir í skólanum. Var það hópur handverksfólks frá Rúmeníu, sem stóð fyrir skemmti- legum listasmiðjum fyrir nemendur, en þess má geta að 1. desember er einnig þjóðhátíðardagur Rúmena. Vakti þessi dagur og hið sígilda rammíslenska sætabrauð mikla lukku meðal þeirra. Lely T4C Vector: Aukin skilvirkni fóðrunar Lely hefur gert endurbætur á stjórnunarkerfinu fyrir sjálfvirka Lely Vector-fóðurkerfið. Með nýj- ustu útgáfu T4C-stjórnkerfisins er hægt að fá skýrslur sem veita aukna innsýn í fóðrunarkostnað tengdan mjólkurframleiðslu og uppeldi nautgripa. Veigamiklar upplýsingar eru gerðar aðgengilegri og skiljanlegri. Kúabændum og nautgripabændum er þannig gert kleift að hafa mun betri yfirsýn yfir fóðurstjórnunarferla en áður. Upplýsingar í rauntíma aðstoða bóndann við að taka ákvarðanir á grundvelli staðreynda til að bæta nýtingu fóðursins. Lágmarksrýrnun fóðurs og minni fóðurafgangar stuðla að bættri nýtingu fóðursins og auka arðsemi búsins. Lykilafkastavísar, svo sem með- alinntaka fóðurs á dag og meðal- inntaka á hvern grip, gagnast bæði kúabændum og nautgripabændum. Með nýju skýrslunum fæst yfirsýn yfir skammtað fóður og kostnað við fóðrun tiltekins hóps gripa innan til- tekins tímaramma. Kúabændur geta, svo dæmi sé tekið, auðveldlega metið fóðurkostnað fyrir hver 100 kg af mjólk og þannig greint nýtingu fóð- ursins. Nautgripabændur geta fylgst með meðalinntöku hjá tilteknum hópi gripa og haft eftirlit með heildar- skammti sem gefinn er í hverri heilli fóðrunarumferð. Lely T4C-stjórnunarkerfið tengir sjálfvirka Lely Vector-fóðrunarkerfið við Lely Astronaut-mjaltaþjóna og fær þannig rauntímaupplýsingar sem gagnast stjórnendum. Kúabændur sem nota annað mjaltakerfi geta búið til áþekkar skýrslur með því að slá inn mjólkurframleiðslutölur sínar á einfaldan og fljótlegan hátt. Sjálfvirka Lely Vector- fóðrunarkerfið er mun nákvæmara en nokkuð annað fóðrunarkerfi á mark- aðnum. Skýrslur um nákvæmni fóð- urkrabbans, sem hleður blöndunar- og fóðrunarvagninn, geta lágmarkað þann mismun sem upp kann að koma á milli útreiknaðs magns og raun- magns fóðrunar. Með endurbættu Lely T4C- stjórnunarkerfi geta bændur nú fóðrað í samræmi við það sem hver kýr þarf til að ná frábærum árangri við mjólkurframleiðslu eða uppeldi nautgripa. Fullveldisdegi fagnað í Oddeyrarskóla Uppbyggingarsjóður Vestfjarða: Styrkir til menningarverkefna, atvinnu- þróunar- og nýsköpunar Uppbyggingarsjóður Vestfjarða sem rekinn er innan vébanda sóknaráætlunar landshlutans og er í umsjón Fjórðungssambands Vestfirðinga auglýsir eftir umsókn- um. Sjóðurinn veitir styrki til margs kyns menningarverkefna, atvinnu- þróunar- og nýsköpunar, auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningar- stofnana. Veittir verða stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstofnana, verkefnastyrkir til menningarmála og verkefnastyrkir til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna. Hægt er að sækja um styrki til allt að þriggja ára, en vakin athygli á að framkvæmda- og fjárhagsáætlanir þurfa að miðast við þann tíma sem sótt er um styrk til. Starfsmenn Fjórðungssambands Vestfirðinga veita ráðgjöf við gerð umsókna í Uppbyggingarsjóð og sama gildir um starfsmenn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Skila skal umsóknum á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem er að finna ásamt frekari upplýsingum og úthlutunarregl- um á vef Fjórðungssambands Vestfirðinga – www.vestfirdir.is/ Uppbyggingarsjodur. Hægt er að hafa samband og senda umsóknir rafrænt á netfangið uppbygging@vestfirdir.is. Matvælastofnun mælir magn nítríts og nítrats í unnum kjötvörum: Gefur hangikjötinu og hamborgarhryggnum jólalitinn – geta verið skaðleg efni í of miklum mæli Um þessar mundir stendur Matvælastofnun fyrir sýnatök- um og mælingum á efnunum nítrati og nítríti sem er að finna í unnum kjötvörum. Markmiðið er að kanna hvort notkun efn- anna í vinnslu á kjötvörum sé í samræmi við reglur. Rannsóknir á dýrum benda til þess að neysla á slíkum vörum, sem innihalda of mikið af þessum efnum, getur verið varasöm fyrir heilsu fólks. Það er Katrín Guðjónsdóttir sem hefur umsjón með þessu verkefni Matvælastofnunar. Hún segir að nítrít (E 249 og E 250) og nítrat (E 251 og E 252) séu aukefni sem notuð eru í margar unnar kjötvör- ur. „Notkun þeirra, þá sérstaklega nítríts, er algeng í vörum eins og saltkjöti, hangikjöti, beikoni og alls kyns pylsum og skinkum. Á umbúð- um vöru er skylt að taka fram hvort efnin eru notuð svo neytendur geta fengið upplýsingar um tilvist þeirra. Tilgangurinn með notkun efnanna í kjötvörur er þríþættur. Efnin gefa vörunum einkennandi rauðan lit og einnig hafa þau tilgang sem rot- varnarefni þar sem þau hindra vöxt heilsuskaðlegra örvera. Þá koma efnin í veg fyrir þránun. Nítrat er oft kallað saltpétur. Lykillinn að virkni nítrats er að það myndar nítrít sem er virka efnið. Ströng skilyrði fyrir sölu og notkun Að sögn Katrínar eru í reglugerð um aukefni, sem er samevrópsk reglu- gerð og gildir hér á landi, skilyrði um það í hvaða kjötvörur er leyfilegt að nota efnin og sett eru hámarksgildi fyrir notkun í mismunandi flokka kjötvara. „Hámarksmagn miðast í flestum tilfellum við það hversu miklu af efnunum má bæta við í framleiðslu- ferlinu. Í nokkrum sérstökum tilfell- um miðast hámarksmagn við leifar af efnunum í vörunni í lok framleiðslu. Efnin eru ekki leyfileg í óunnar kjöt- vörur. Nítrat er ekki leyfilegt að nota í hitameðhöndlaðar kjötvörur. Leyfileg notkun nítríts einskorðast við unnar kjötvörur þ.e. notkun efnisins er ekki leyfð í aðrar tegundir matvæla. Nítrít er ekki leyfilegt að selja sem hreint efni, heldur er skylt að blanda það matarsalti (eða salt staðgenglum). Þetta er til að minnka líkur á ofnotkun nítríts. Endurskoðun á hámarksgildum er í gangi á Evrópuvettvangi en ekki liggur fyrir hvaða eða hvort breytingar verði gerðar. Nítrat er, auk kjötvaranna, leyfilegt að nota í margar tegundir osta sem og í kryddlegna síld og tannsíld. Sett eru takmörk á það í hvers konar osta efnið er leyfilegt og sett eru hámarksgildi fyrir leyfilega notkun og miðast hún við það magn sem leyfilegt er að nota í ostamjólkina. Nítrat er ekki leyfilegt í ferskosta,“ segir Katrín. Katrín segir aðspurð að ekki hafi verið til fjármagn hjá Matvælastofnun til að sinna eft- irlitsverkefni sem þessu árlega. „Árið 2004 og aftur 2008 voru framkvæmd eftirlitsverk efni þar sem efnin voru mæld í kjötvörum. Var þá sérstök áhersla lögð á saltkjöt. Þau verkefni voru sambærileg við það sem núna er í gangi nema að áherslan er núna ekki sérstaklega á saltkjöt, heldur breiðari flokk kjötvara.“ Nítrósamínsambönd líklega krabbameinsvaldar „Nítrít getur við vissar aðstæður gengið í samband við amínósýrur og myndað nítrósamínsambönd. Þetta getur gerst bæði í líkamanum (í maga) og í matvælunum sjálf- um. Í matvælum gerist þetta helst við eldun við háan hita, s.s. steik- ingu. Dýrarannsóknir hafa sýnt að nítrósamínsambönd sem myndast út frá háum styrk nítríts (mun hærri en kemur frá matvælum) séu krabba- meinsvaldandi. Hjá mönnum er þetta ekki eins vel staðfest enda margir þættir sem spila saman við krabba- meinsmyndun. Það er þó talið nær víst að þau hafi svipaða virkni í mönnum,“ segir Katrín um hugsanlega skaðsemi af neyslu þessara efna. „Rannsóknir hafa sýnt að bæði C- og E-vítamín geta hindrað mynd- un þessara skaðlegu efna. Íblöndun vítamínanna í matvæli þar sem nítrít og nítrat eru notuð – sem og neysla matvæla sem eru rík af þessum vítamínum – eru því til bóta,“ bætir hún við. Ein skýringin á færri magakrabbameinstilfellum Katrín segir að margar orsakir geti verið fyrir því að tilfellum maga- krabbameins hafi fækkað mjög hér á landi, en ein skýring getur verið minni neysla á söltuðum og/eða reyktum mat sem inniheldur nítrít eða nítrat. „Neysla græmnmetis og ávaxta hefur einnig aukist en hátt hlutfall þess í fæðu er talið minnka líkurnar á maga- krabbameini. Leyfilegt hámarksmagn fyrir nítrít hefur ekki verið lækkað mikið síðustu áratugi. Þó hefur verið takmarkað í hvers konar matvæli er leyfilegt að nota efnið og leyfilegt magn er nú mismunandi eftir vörum. Hins vegar hafa hámarksgildi fyrir nítrat (salt- pétur) verið lækkuð um helming síðan 1976, auk þess sem það er ekki leng- ur leyfilegt í eins margar kjötafurðir og áður var. Nefna má að hér á árum áður var algengara að nota nítrat frekar en nítrít. Þegar það er gert er meiri hætta á ofnotkun, það er að erfiðara er þá stýra því hversu mikið mynd- ast af nítríti. Þá má einnig nefna að með bættu hreinlæti við vinnslu og geymslu minnkar þörfin á notkun efnanna til að hemja örveruvöxt.“ Sextíu prósent sýna árið 2004 yfir hámarksgildum Mikill munur var á niðurstöðum eft- irlitsverkefna sem gerð voru 2004 og 2008, að sögn Katrínar, þar sem efnin voru mæld í kjötvörum. „Árið 2004 reyndust 60 prósent sýna, aðal- lega saltkjöt, vera yfir hámarksgildi fyrir nítrít og árið 2008 var hlutfallið komið niður í 30 prósent, enda var ráðist í talsverða skoðun á notkun- inni í kjölfar niðurstaðanna 2004. Í báðum verkefnunum var magn nítrats innan marka í öllum sýnum. Eins og fram kom að ofan þá var hér á árum áður leyfilegt að nota mun meira nítrat en nú er og notk- un þess var mun algengari en nú. Niðurstöður mælinganna sem nú standa yfir munu sýna okkur hvern- ig ástandið er í dag,“ segir Katrín Guðjónsdóttir að lokum. /smh Katrín Guðjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.