Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015
af nýpressuðum safanum svo þarna
sat eitthvað eftir í minningunni sem
ég tók svo með mér lengra.“
Sækja kunnáttu í vínfræði
Úr varð að fyrstu tvö árin fóru Geir
og kona hans, Jane, í prufufram-
leiðslu og þróunarvinnu en frá árinu
2008 má segja að full framleiðsla
hafi átt sér stað. Aðalpressutíminn
eru rúmir tveir mánuðir á haustin,
frá september og fram í miðjan nóv-
ember, og þá er jafnan hamagangur
í pressuverksmiðjunni.
„Það er allt á fullu þennan tíma
sem við erum að pressa og mjög
skemmtilegur tími. Síðan er svo-
kallaður leigupressumarkaður þar
sem við höfum fasta viðskiptavini
sem koma með sína ávexti og við
pressum fyrir þá. Þá útbúum við
gjarnan sér merkimiða fyrir hvern
og einn sem er mjög vinsælt,“ segir
Geir en aðeins er ein tegund pressuð
í einu í stóru pressunarvélinni.
Geir og Jane hafa verið með-
limir í Hardanger meny-verkefninu
sem er gæðamerki fyrir bændur og
veitingastaði í Harðangursfirðinum.
Þau merkja allar vörur sínar með
límmiða verkefnisins.
„Frá byrjun höfum við eingöngu
viljað hafa hreinar tegundir, það er
að segja, við bætum engum aukaefn-
um í safana. Þannig náum við eigin-
leika hverrar tegundar fram og það
er það sem er svo skemmtilegt við
þetta. Einnig blöndum við eplasafa
með hindberjum og öðrum berja-
tegundum og alltaf fjallar þetta um
að nota ekki sykur. Maður er alltaf
að leita að nýjum bragðtegundum
til að útvíkka heildarbragðmyndina.
Það eru ekki mikil fræði í eplasafa-
heiminum svo við höfum þurft að
leita eftir kunnáttu í gegnum vín-
fræði og erum á þann hátt stöðugt
að þróa og bæta hin mismunandi
brögð sem við fáum út úr mismun-
andi tegundum. Hér skiptir miklu
máli hvaða bragð hentar best með
hvaða mat.“
Leggja áherslu á
veitingahúsamarkað
Þegar Geir og Jane byrjuðu á safa-
gerðinni voru þau mjög ákveðin í
því inn á hvaða viðskiptavinahóp
þau ætluðu að leggja áherslu á.
Háklassaveitingastaðir urðu fyrir
valinu og er nánast öll framleiðslan
seld til þeirra án nokkurra milliliða.
„Það er mjög mikilvægt og
áhugavert að hafa sögu á bakvið
vöruna og tegundirnar sem við erum
að nota. Viðskiptavinum líkar að
heyra góða sögu á bakvið vöruna
og það eru til margar góðar sögur
um uppruna tegunda í eplafræðun-
um. Einnig finnst viðskiptavinum
áhugavert að geta orðið sér úti um
matvæli sem hafa farið um stuttan
veg og eru helst úr heimabyggð,“
útskýrir Geir og segir jafnframt:
„Við vorum alveg ákveðin frá
byrjun að fara inn á veitingahúsa-
markaðinn en þar er vilji til að
borga fyrir gæði og þar fáum við
viðbrögð frá viðskiptavinum sem
setja kröfur á vöruna. Hér höfum
við einnig viðskiptavini sem vilja
alltaf leita eftir nýjum bragðtegund-
um og eru tilbúnir í örlitla tilrauna-
starfsemi. Þetta er mikilvægt atriði
fyrir þá sem vilja vera bestir þegar
kemur að veitingahúsum. Eigandi
veitingastaðarins metur líka að hafa
vöru sem ekki allir aðrir hafa og
getur byggt hluta af ímynd sinni
á því. Það sem hefur hjálpað til
og myndað okkar vinsældir er án
efa það að við völdum þá bestu í
bekknum frá upphafi og það skipt-
ir miklu máli. Viðskiptavinir sem
segja okkar sögu er okkar besta
auglýsing.“ /ehg
Geir hellir nýpressuðum safanum í falleg glös til smökkunar en úr safapressunarvélinni er safanum dælt í þúsund
lítra tank þar sem hann er geymdur fyrir gerilsneyðingar- og átöppunarferlið. Nýpressaður, 100 prósent hreinn
− guðdómlega góður.
Vatnagörðum 24 - 26 • Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.iswww.honda.is
Snjómokstur er erfitt og tímafrekt verk. Það er þess vegna sem
Honda hefur eytt yfir 30 árum í að hanna og þróa hágæða snjó-
blásara sem standast mikið álag. Með afkastagetu allt frá
29 - 140 tonnum af snjó á klukkustund, þá finnur þú hágæða
Honda snjóblásara sem hæfir þinu verki. Í fjölbreyttri vörulínu
Honda er að finna margar nýjar og framúrskarandi eiginleika auk
einkaleyfisbundna tækni, sem gerir þér kleyft að hreinsa snjó á
eins einfaldan, hagkvæman og skilvirkan máta og mögulegt er.
Rétt eins og allar vörur frá Honda eru snjóblásararnir hannaðir á
mjög umhverfisvænan máta og þar af leyðandi eru þeir eyðslu-
grannir, lág útblástursgildi og hljóðlátir. Honda snjóblásrara eru
gerðir til að hreinsa mikið magn af snjó á sem léttastan máta.