Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Greinar úr bók Páls Baldvins Baldvinssonar: Stríðsárin 1938–1945 Í lok nóvember kom út stórbók um stríðsárin með safni greina og textabrota frá árunum 1938 til 1945 sem rekja sögu þessa tíðindaríka tímabils í veraldarsögunni, þó ljósi sé einkum beint að Íslandi, þjóðlífi fyrir ófriðinn, við upphaf stríðsins og svo hersetu í nær sex ár. Verkið er 1.088 síður að lengd með skrám en bókina prýða um 3.000 myndir og greinar eru vel á 19. hundraðið. Dósafyllerí „Nýjasta og viðbjóðslegasta aðferðin til að gera sig ölvaða er hið svokallaða „dósafyllirí“. Fólk, einkum krakkar og unglingar, andar að sér uppgufun úr sérstöku gúmmílími. Í líminu eru eiturefni, sem hafa deyfandi og lamandi áhrif á líkamann, einkum höfuðið. Ragnar vinur minn og ég vorum að líma skóhlífarnar okkar á dögunum; notuðum við þetta lím. Okkur datt í hug að soga að okkur uppgufun af þessu undralími, sem unglingar í skólum hér í bæ eru svo hrifnir af. Urðum við á einu máli um það, að áhrifin væru djöfulleg í fylsta máta. Og undruðumst við mjög, að nokkur skuli hafa nautn af að kvelja sig. Það lítur út fyrir að gúmílímsfyllibyttur hafi hugsað sér að nota þetta í stað áfengis, en sú er raunin á, að áhrif af gúmmílími eiga ekkert skylt við áhrif af áfengi. Þeir, sem nota eiturlyf, gera það venjulega til þess að létta skapið og deyfa sig fyrir óþægilegum áhrifum, og má vera að þau nái stundum tilgangi sínum, en „dósafyllerí“ skapar aðeins vanlíðan. Skólastjórar hafa nú þegar gert allsherjar herferð á hendur „dósafylliríi“, enn fremur er ekki lengur leyfilegt að selja þessa tegund gúmmílíms nema fullorðnu fólki. Þessi sjálfskvalaþorsti hefir geisað sem farsótt um bæinn í vetur, en virðist vera í rénun.“ Karl í koti skrifar í dálk Hannesar á horninu í Alþýðublaðinu 22. febrúar 1939. Humar til manneldis „Við þurfum ekki að henda neinni fisktegund og við megum ekki kasta neinu af fiskinum, ekki einu sinni roðinu. Við getum gert okkur mat úr öllu.“– Þetta sagði hinn ötuli framkvæmdastjóri Niðursuðu verk- smiðju Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda, Þorvaldur Guðmundsson, við blaðamann frá Alþýðublaðinu í gær, er hann leit inn í verksmiðjuna til að sjá hvernig farið væri með krabbann, humarinn, sem Aðalbjörg kom með í fyrra dag. Aðalbjörg hefir í tveimur stuttum veiðitúrum fengið 35 körfur af humar, sem verksmiðjan hefir þegar tekið til meðferðar og fengið um 400 dósir af niðursoðnum humar úr. Þorvaldur Guðmundsson fór með í fyrri túrinn og veiddu þeir í Jökuldjúpi. „Við höfum tekið allar mögulegar fisktegundir, sem Aðalbjörg hefir veitt, og matreitt, viltu smakka á reyktri skötu, eða reyktum skötusel? Engu þarf að henda, við Íslendingar erum búnir að gera það allt of lengi. Það er til markaður fyrir allar fisktegundir, aðeins ef þær eru matreiddar á réttan hátt. Hugsaðu þér það til dæmis, að aldrei hefir humar verið veiddur hér og því aldrei matreiddur, bátarnir og togararnir hafa að vísu fengið meira og minna af humar í hverri veiðiferð, en honum hefir alltaf verið kastað. En í hvert sinn er við fáum bréf erlendis frá með fyrirspurnum um vörur okkar, er fyrst og fremst spurt um humar. Það er ótakmarkaður markaður fyrir hann.“ … Alþýðublaðið 24. maí 1939. Hör, hampur og soyabaunir Frú Rakel P. Þorleifsson hefir um nokkurra ára skeið haft með höndum ræktun margvíslegra nytjajurta og skrúðplantna að heimili sínu, Blátúni við Kaplaskjólsveg í Reykjavík. Meðal annars hefir hún gert tilraunir með ræktun ýmissa jurta, sem ekki hafa verið ræktaðar hér áður, þar á meðal hör, hamp, soyabaunir og fleira. Tíðindamaður Tímans brá sér nýlega vestur að Blátúni til þess að kynna sér tilraunir þær, er frú Rakel hefir gert þar með ræktun hörs. Hina fyrstu tilraun sína gerði hún sumarið 1937, og náði þá enginn annar reynt að rækta hör hér á landi á seinni árum. Náði hún þegar sæmilegum árangri, og varð vöxtur hörsins í Blátúni svipaður og samskonar tegundir ná erlendis. Úr hör þeim, er frú Rakel ræktaði sumurin 1937 og 1938, hefir hún spunnið þráð og unnið dálitlar dúkræmur og virðist hörinn að öllu leyti vera fínn og góður. Sumt af hörfræinu náði góðum þroska þessi ár. Síðastl. haust réðist frú Rakel til utanfarar og naut til þess nokkurs opinbers styrks. Dvaldi hún við allmargar stofnanir í Danmörku, þar sem hún kynntist ræktun hörs, hagnýtingu og vinnsluaðferðum. Skoðaði hún meðal annars danskar hörekrur, hörbleytistöðvar og verksmiðjur og naut góðra ráða hjá þekktum mönnum á þessu sviði. Nú í ár hefir hún sáð fimm tegundum hörs. Er það gert í síðara hluta apríl eða byrjun maí. Allar eru hörtegundirnar komnar vel upp og gerir hún sér nú von um enn betri árangur en fyrr. Átti hún nú völ nýrra og heppilegra frætegunda. Fáeinir menn hafa orðið til þess að fá fræ til reynslu hjá frúnni, og hefir að minnsta kosti sumum þeirra heppnast ræktun hörsins. ... Tíminn 10. júní 1939. Bruni í Sænska frystihúsinu Þriðjudaginn 4. júlí kom upp eldur í norðurálmu Sænska frystihússins og brunnu til kaldra kola tvær efstu hæðirnar af þeim hluta hússins. Kl. 12½ hafði slökkviliðinu tekist að ráða niðurlögum eldsins og er það allra mál, að framganga þess hafi verið hin frækilegasta. Nokkru eftir að slökkvistarfið byrjaði, varð mikil sprenging og flaug stór hluti af þakinu í loft upp. Asparse-sements-plöturnar, sem húsið var klætt með, sprungu og brotin úr þeim þeyttust í allar áttir. Héldu plöturnar síðan áfram að springa og má telja mesta lán að þær skyldu ekki valda slysi. Þykkan reykjarmökk lagði yfir bæinn frá brunastaðnum og þusti þegar fjöldi fólks á vettvang. Lögreglan gætti þess, að það héldi sér í hæfilegri fjarlægð. Hver upptök eldsins hafa verið er ekki kunnugt þá þetta er skrifað. Talið er að einn fimti hluti alls hússins hafi eyðilagst, en húsið var alt trygt hjá Sjóvátryggingarfélagi íslands fyrir 700 þúsund krónur. Um tjónið af bruna þessum er ekki vitað en þá, en það er gífurlegt, því að þar var mikið af vörubirgðum, sem Bifreiðaeinkasala ríkisins átti, Alþýðubrauðgerðin, Belgjagerðin o. fl. Vörubirgðir einkasölunnar einnar voru t. d. vátrygðar fyrir 200 þús. kr. Fálkinn 7. júlí -Tíminn 6. júlí. /VH „Nýjasta og viðbjóðslegasta aðferðin til að gera sig ölvaða er hið svokall- aða „dósafyllirí“. Mynd / Vigfús Sigurgeirsson Mynd Skafti / Guðjónsson/LR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.