Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Ef marka má þjóðháttalýsingu Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili var aldrei keppst eins mikið við vinnu eins og fyrir jólin. Einkum var lagt kapp á að ljúka við ullarvinnu og prjónaskap á jóla- föstunni. Síðasta vikan fyrir jól var kölluð staurvika vegna þess að þá notaði fólk vökustaura til að halda sér vak- andi. Staurarnir eða augnteprurnar voru gerðar úr smáprikum ámóta stórum og eldspýtur en stundum var notað svokallað baulubein úr þorskhöfði eða eyruggabein úr fiski. Skorið var inn í beinið til hálfs en það haft heilt hinum megin og á það gerð lítil brotalöm og skinninu á augn- lokinu smeygt inn í hana. Stóðu þá endarnir í skinnið og mjög sárt að loka augunum. Jónas segir að húsbændur hafi stundum sett vökustaura á þá sem áttu erfitt með að halda sér vakandi við vinnu síðustu vikuna fyrir jól. Fátækraþerri Víða þótti til siðs að þrífa allt hátt og lágt fyrir jólin. Menn skiptu um nærföt og stundum var meira að segja skipt á rúmunum og mestu sóðar brutu jafnvel venjur sínar og voru hreinir og vel til hafðir um jólin. Samkvæmt gamalli þjóðtrú lét guð alltaf vera þíðviðri rétt fyrir jólin, til þess að fólk gæti þurrkað plöggin sín fyrir hátíðina og var þessi þurrkur kallaður fátækraþerri. Til siðs var á mörgum býlum að fara í kaupstað fyrir jólin. Sumir fóru eingöngu til að sækja jólabrennivíns- kútinn til að eiga til hressingar. Stundum var lagt út í mikla óvissu til að ná í jólaölið og kom fyrir að menn urðu úti í slíkum nauðsynjaferðum. Jólaærin Á flestum bæjum var til siðs að slátra kind fyrir jólin til að eiga nýtt kjöt yfir jólin og mun kindin sú hafa verið kölluð jólaærin. Jónas segir að siður- inn hafi að mestu verið aflagður á Norðurlandi í sinni tíð en í fullu gildi á Vestfjörðum langt fram á hans daga. Tröll á ferð Að sögn Jónasar voru jólin helgust og mest allra hátíða enda má rekja þau aftur til hinnar elstu og römm- ustu heiðni á Norðurlöndum og til Germanna. Um jólaleyti eru allar ófreskjur og illþýði á ferð og gera allt illt sem þau geta. Tröll og óvættir gengu um og voru Grýla gamla og jólasveinarnir hennar þar fremstir í flokki. Ekki mátti leika sér á jólanóttina, hvorki spila né dansa. Til er saga sem segir að einu sinni hafi tvö börn farið að spila spil á jólanótt. Kom þá til þeirra ókunnugur maður og fór að spila við þau, hann hvatti þau til að spila við sig fram eftir nóttu eða þar til eitt barnið fór að raula sálma- vers en þá hvarf maðurinn. Þar mun andskotinn sjálfur hafa verið á ferð. Komi þeir sem koma vilja Víða mun hafa verið til siðs að kveikja ljós um allan bæinn á jólanótt svo að hvergi bæri á skugga. Þegar búið var að sópa húsið gekk húsfreyjan í kringum það og bauð áfunum heim með orðunum: „Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja mér og mínum að meinalausu.“ Hátíð barnanna Jólin hafa alltaf verið hátíð barnanna og var til siðs að þau fengju að borða fylli sína um hátíðina. Einnig þótti sjálfsagt að gefa þeim nýja flík svo þau færu ekki í jólaköttinn. Mörg börn fengu kerti og þótti það dýrðar- stund að kveikja á kertunum og horfa á logann brenna út. /VH Mörg börn fengu kerti um jólin og þótti það dýrðarstund að kveikja á kertunum og horfa á logann brenna út. Nýverið kom út dagatalið „Íslensk lömb - 2016“ og er það í annað sinn sem Ragnar Þorste insson, sauðfjárbóndi og ljósmyndari, gefur út dagatal sem er tileinkað íslenskun lömbum. Í því eru stórar og fallegar andlits- myndir af lömbum í sínu náttúrulega umhverfi, áður en þau eru merkt og mörkuð búi og b ó n d a . Ragnar er með um 300 kindur í húsi, „rétt ofan við meðaltalið“, segir hann. „Ég gerði tilraun með útgáfu daga- tals í fyrra og hef svo verið að þróa hana áfram,“ segir Ragnar, en hann hefur áður um langt árabil útbúið dagatal fyrir fjölskyldu sína og er því ekki nýgræðingur á þessu sviði. Útgáfan nú hefur vakið athygli, en fólk víða um land hefur pantað lambadagatal. „Og svo er ég í örlitlum útflutningi líka,“ segir hann, en undanfarið hafa honum borist pantanir frá Noregi. „Norska sauðfjárkynið er náskylt því íslenska og þetta virðist hafa hitt þar í mark.“ Fráleitt gróðasjónarmið sem ræður för Ragnar segir að einkum og sér í lagi hafi fólk spurnir af dagatali hans í gegnum fésbókina, „án hennar væri þetta líklega ekki mögulegt, það er lítið fé til reiðu í markaðsstarf og auglýsingar,“ segir Ragnar og bætir við að það sé fráleitt gróðasjónarmið sem ráði för, „við erum lítið á því rólinu, sauðfjárbændur, við kunnum ekkert að græða peninga.“ „Maður veit ekki neitt nema að prófa sig áfram og það er um að gera að reyna eitthvað nýtt, sýna framþróun en standa ekki kyrr alltaf í sömu sporum,“ segir Ragnar. Hann tekur myndir á hverjum degi, „fólk, fé og firnindi“, segir hann spurður um hvað hann helst myndi. „Það er náttúran hér í kring og fólk, bara það sem er í sigtinu hverju sinni.“ Saklausu lömin höfða til margra Í dagatali Ragnars eru merktir inn hefðbundnir helgi- og frídagar, en þar eru líka upplýsingar um hvenær jólasveinar koma til byggða, gömlu mánaðaheitanna er getið auk ýmissa annarra daga er tengjast landi og þjóð. Stærð dagatalsins er A4, portrait, 13 bls. prentað öðrum megin, og framleitt á Íslandi. Dagatalið höfðar til margra hvort sem er barna eða eldra fólks, stórar myndir af sak- lausu fallegu ungviði auk þjóðlegs fróðleiks. Ragnar segir dagatalið prentað í takmörkuðu upplagi, Þetta er ódýr og falleg gjöf sem gleður á hverjum degi í heilt ár,“ segir hann. Áhugasamir geta skoðað fésbókar- síðu Ragnars; www.facebook.com/ lambidmitt eða sent póst á netfangið lambidmitt@gmail.com. Sauðfjárbóndinn í Sýrnesi gefur út dagatalið Íslensk lömb Ragnar Þorsteinsson sauðfjárbóndi. Vinna fyrir jól: Vökustaurar notaðir til að halda fólki að vinnu Ekki mátti leika sér á jólanóttina, hvorki spila né dansa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.