Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 66

Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 66
66 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Í þjóðtrú allra nágrannaþjóða okkar hefur sígrænn gróður haft táknræna merkingu á vetrar- sólstöðum. Svo hefur það verið frá örófi alda. Grænar plöntur á þessum tíma voru fulltrúar rísandi sólar og arðbærs árferðis. Hjá Drúíðum á Bretlandseyjum voru það mistilteinn, bergflétta, kristþyrnir, ýviður og einir sem höfðu hlutverki að gegna og lesið var í til að spá um árferði komandi tíðar. Hjá germönskum þjóðum var minna spáð í framtíðina og meira horft á hvaða óvættir gætu gert usla og hvernig bregðast mætti við til að koma í veg fyrir misgjörðir myrkravaldsins. Greni með grimmar nálar Í sænskum byggðum tíðkaðist það frá fornu fari að fara út í skóg rétt fyrir jól og fella rauðgreni sem sett var upp hvort sínum megin við aðaldyr húsa. Oftast voru valin grönn og frekar tuskuleg tré til þess arna. Þau voru aflimuð að öðru leyti en því að toppurinn og nokkr- ir efstu greinakransarnir voru látnir halda sér. Þetta kallaðist að reisa grenikústa og tilgangurinn með því var að verjast þeim myrkravættum sem helst ráfa um byggðir í skamm- deginu. Greinarnar sem af voru höggnar voru svo lagðar skipulega framan við innganga. Yfir þetta eða undir grenikústana komust engar myrkraverur. Hvasst grenibarrið var grimmt slíkum slæðingi. Þegar sól hækkaði á lofti var þetta tekið niður og safnað saman og brennt. Og þess þurfti að gæta að eftir að búið var að taka niður grenikústana og safna upp grenigreinunum mátti þetta ekki snerta jörð fyrr en það var lagt á bálið. Annars var hætta á að illþýðið sem hafði fest sig í grenibarr- inu gæti losað sig og sloppið undan hreinsunareldinum. Rauðgreni tengist líka sænskum útfararsiðum. Alsiða var í skógar- byggðum að ef einhver dó, mörk- uðu grannarnir leið hins látna með grenigreinum alla leið til kirkjunnar. Þetta var gert í virðingarskyni. Ef um langan veg þurfti að fara gerðu grannarnir tákn úr grenigreinum, hver við sinn garð, á leiðinni. Í kirkjunni voru hafðar grenigreinar undir kistu hins látna og á slóðina til grafarinnar var lagt grenibarr og grenigreinar allt í kring um gröfina og yfir hana að lokinni greftrun. Enn mun líklega eitthvað eima eftir af þessum sið. Ég var við útför á Skáni rétt eftir 1960 og þá var greni undir kistu og við gröf. Þetta sá ég aftur í kirkjugarði á Stokkhólmssvæðinu um tíu árum síðar. Forsagan um jólatréð Jólatré ámóta þeim sem við eigum að venjast eru langt frá því að vera nútímafyrirbæri. Líklega má rekja sögu þeirra aftur í miðsvetrarhátíðir Rómverja, satúrnalíurnar. Þar tíðk- aðist að skreyta græn tré, oft pálma, og gera kransa úr lárviðarlaufum, rósmarín, myrtu eða bergfléttu sem skreyttir voru með litríkum borðum og stássi úr gleri eða gljámálmum. Mikið til lagðist þetta af eftir að kristin viðhorf og siðir voru orðin allsráðandi. En skrautgirni fólks og árátta þess að gera sér dagamun á hátíðum mallaði alltaf undir. Eftir sem áður bjó fólk til sólir og sym- ból úr ýmsum efnum á aðalhátíðum ársins, sólstöðum sumars og vetrar. Bökuð voru brauð með sólar- og frjó- semismynstrum. Stjörnur, kransar og táknrænar smáfígúrur voru fléttaðar úr hálmi. Og hjá germönskum þjóð- um lifði miðsumarsstöngin góðu lífi. Gömlu hátíðavenjurnar dóu ekki út. Menn héldu jól og miðsumarhátíðir eins og áður. En nú með kristilegu yfirbragði. Og jólatréð hélt innreið sína. Og eins og við sem skrifum íslensku getum þakkað engilsax- neskum biskupi fyrir ritmálið sem við notum, þá megum við líka þakka jólatréð öðrum engilsaxa, munkin- um Bonefatíusi – sem varð heilagur Bonefacius eftir að hann var tekinn í dýrlingatal kaþólsku kirkjunn- ar. Bonefatíus fæddist í Wessex á Englandi árið 680 og var af yfir- stéttarættum, rétt eins og hann Hróðólfur okkar biskup í Bæ sem ég minntist á um daginn og í innganginum að þessari klausu. Föður sínum til angurs hneigð- ist Bonefatíus til kirkjustarfs og munklífis. Hann settist til náms í Benediktínaklaustri í þorpinu Nursling sem nú er úthverfi í borginni Southampton. Þar nam hann fræði sín og skrifaði fyrstu námsbókina um latneska málfræði sem skráð var á Englandi. Um þetta leyti greip um sig mikil alda trú- boðsköllunar meðal ungra, enskra benediktínamunka. Bonefatíus var þar ekki undan skilinn. Vorið 715 lagði hann upp í trúboðsferð Fríslands þar sem hann ætlaði að ganga til liðs við virkan trúboða- hóp. En lítið varð þeim ágengt með trúboðið, svo minna varð úr en til stóð. Bonefatíus var komin til Rómar á áliðnu ári 718 og hitti Gregor páfa annan, sem umsvifa- laust endurnefndi hann Bonefacius til minningar um píslarvottinn Bonifacius frá Tarsus, sem ekki skal sagt meira um hér þótt saga hans sé spennadi og fjalli um óvið- eigandi ástir, kristna trú, þjáningar og píslarvætti. Bonefatius sór Rómarkirkjunni og Gregori páfa eið um að boða heiðingjum trú og fylgja boðskap kirkjunnar í einu og öllu. Það er ekki að orðlengja það, Gregor páfi vígði hann umsvifa- laust sem trúboðsbiskup til Germaníu. Bonefatíus hélt eftir þetta til Thüringen til að boða heiðingjum trúna og öðrum þræði til að klekkja á írsk-skoskum trú- boðum (sem að áliti páfa voru villutrúarmenn þótt kristnir væru, enda voru þeir ekki í púkki með Páfagarði á þessum tíma) sem þarna hafði lukkast betur en páfa- garðsmönnum í að vinna „heiðingj- ana“ á sitt band. Heilög þrenning Bonefatíusi tókst bara vel upp. Hann mun hafa verið nokkuð lempinn og leyft margt sem honum fannst ekki brjóta neitt í bága við boðskap Páfagarðs. Meðal annars þetta með það að taka grenitré á hús um jólaleytið. En hann fann lausn: Þrennan í vaxtarlagi gren- isins minnti á Heilaga þrenningu, hið sígræna tré varð tákn um hina eilífu ást Krists, krosslaga greinarn- ar rifjuðu upp krossfestinguna og stingandi barrið minnti á þjáningar frelsarans undir þyrnikórónunni. Í þessu formi var jólatréð komið inn í þýskt kirkjuritúal í Thüringen um árið 750. En lítið var um skraut og um langan aldur voru trén hengd upp í loft með toppinn niður. Upprétt jólatré með fæti, og skrauti komu ekki fyrr en næst- um áttahundruð árum síðar. Þá voru siðaskiptin komin í gegn og fyrsta heimild um standandi og skreytt jólatré er frá höfðingja- setri nálægt Stockstadt am Main árið 1527. Og tólf árum síðar stóð prýtt jólatré á gólfi dómkirkjunn- ar í Strassburg. En ljósin þurftu aðeins lengri aðlögunartíma. Eða allt til jólanna árið 1611. Þá tók hún sig til hún Dorothea Sibylle von Brandenburg, þýsk hertoga- ynja, og skreytti heljarmikið jólatré í salarkynnum sínum með glitr- andi glerkúlum, litríkum flöggum, sælgæti og silkisnúrum. Í ofanálag hafði hún látið útbúa klemmur fyrir lítil kerti sem hægt var að kveikja á og láta loga dálitla stund, en samt alveg nógu lengi til að myndin sett- ist rækilega að í huga þeirra sem vitni voru að viðburðinum. Og nú var trendin sett! Næstu ár á eftir var þetta leikið eftir í fjölskyldum aðalsins vítt um Evrópu. Nema í Englandi. Þar var ekki rokið upp til handa og fóta á þessum tímum til að herma eftir þýska lágaðlinum. Alveg þar til árið 1840. Þá höfðu málin æxlast svo að enska meydrottningin Viktoría hafði gengið að eiga hinn þýska Albert prins af Sachsen-Coburg-Gotha og var yfir sig ástfangin af honum – og það var gagnkvæmt, sem var nú víst ekki alltaf reyndin í svona kónga- hjónaböndum. Viktoría gerði allt til að gleðja Albert sinn og meðal annars það að innleiða þýska, skreytta jóla- tréð í jólahaldið í Buckinghamhöll. Og hún gerði meira en það. Þegar hulan var dregin af jólatrénu í fyrsta sinn, ljósum prýddu, var hún búin að bjóða blaðamönnum og teiknurum Lundúnablaðanna að vera viðstaddir. Ekki stóð á þeim. Daginn eftir var viðburðurinn komin á forsíður blað- anna sem myndskreytt heimsfrétt. Þar með var jólatréð búið að leggja undir sig breska heimsveldið og hina enskumælandi þjóð Bandaríkja Norður-Ameríku. Jólatréð vann á hægt og sígandi, fyrst meðal velstæðra hópa sem höfðu efni á því og húsrými fyrir það. Næsta stökk í sögu jólatrjánna var eftir að „rafmagnsljósajólaseríur“ komu á almennan markað um og uppúr 1930. Eftir miðja síðustu öld hefur lifandi jólatré, með skrauti og ljós- um, verið á öllum þorra heimila hér á Íslandi. Íslensk jólatré Íslensk framleiðsla á jólatrjám er nokkur. Fyrst og fremst af stafa- furu sem er eins og sköpuð fyrir íslenskar aðstæður. Hraust, harger og fagurgræn, þótt barrið sé nokkuð stórgert bætir það nokkuð fyrir sig með ilminum. Það helst vel. Dálítið er ræktað hér af rauðgreni sem er hið hefðbundna jólatré Skandínava, þótt danskræktaður normannsþin- ur vinni stöðugt á þann markað. Rauðgrenið er þétt og með fínu barri, en kannski ekki alveg eins barrheldið og flestir myndu kjósa. Nokkuð framboð er á íslensku blágreni sem jólatré. Það er grófara og dökkgrænna en rauðgrenið og heldur barrinu ögn betur. Sitkagreni vex hratt hérlendis en er ónothæft sem jólatré innanhúss vegna þess hve hratt það fellir barr í stofuhit- anum. Utanhúss er það samt fínt jólatré fyrir götur og torg. Mýkstur og þéttastur af íslenskum jólatrjám er fjallaþinur. Hann er afar þéttvax- inn, barrheldinn og ilmandi fagur- grænn, en því miður enn í mjög takmörkuðu framboði. Nokkur innflutningur er af normannsþin frá Danmörku. Normannsþinurinn er ágætis jólatré, en dálítið grófur samt. Hann þrífst því miður illa hérlendis. Aðrar tegundir jólatrjáa má ekki flytja inn og stefnt er að því að íslensk framleiðsla fullnægi markaðinum. Innflutningi á jólatrjám fylgir ávallt sú hætta að eitthvað berist með trjánum sem gæti valdið skaða í íslenskri skógrækt. Skógartré á Íslandi þurfa að hafa sig öll við til að mæta álagi af veðurfari svo að hver kvilli eða pest sem við bætist er aukin áraun. Það vitum við af rammri reynslu. Því er um að gera að velja fyrst og fremst íslensk tré í jólatrésfótinn hvert ár. Það eflir íslenska skógrækt og aukin skóg- rækt er ábatasöm fyrir komandi kynslóðir, land og þjóð. Gleðileg jól! Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur Greni og grænt um jól Jólatré – normannsþinur í fullu skrúði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.