Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015
Í vetrarúttekt Bedre
gardsdrift í Noregi
á átta stórum 120
hestafla dráttar-
vélum sem fram
fór í Finnlandi fyrir
skömmu, kemur
Valtra best út í
heildarstigagjöf. Þar
á eftir eru Massey
Ferguson og Case IH.
Í þessu samanburðar-
prófi sem kynnt var a
Agroteknikk-sýningunni
í Noregi voru 120 hestafla
vélar frá Case IH, Claas,
Deutz-Fahr, John Deere,
Massey Ferguson, New
Holland, Valtra og Zetor.
Var þessi úttekt samvinnu-
verkefni þriggja landbún-
aðarrita á Norðurlöndum,
þ.e. Koneviesti í Finnland,
Lantmannen í Svíþjóð og
Bedre Gardsdrift í Noregi.
Valtra skorar hæst
Mest vægi í þessari úttekt fær
mat notenda, en þar skorar
Valtra hæst, en hafa ber í huga
afar sterka sögulega stöðu Valtra í
Finnlandi. Þá fær Valtra líka hæstu
heildareinkunnina í þessari prófun
með 792 stig. Næst kom Massey
Ferguson með 736 stig, þá Case
IH með 710 stig, Deutz-Fahr með
694 stig, Claas með 655 stig, New
Holland með 636 stig, Zetor með
587 stig og John Deere með 578
stig. Annars segir í inngangi að
niðurstöðum þessarar úttektar:
„Valtra er best, MF gerir það
gott og Claas og Case IH eru í
lagi. Zetor er ágætur og þar skiptir
verðið miklu máli, en þrír síðustu
eru eins og þeir eru.“
Útbúnar samkvæmt finnskum
kröfum
Allar dráttarvélarnar sem teknar
voru til prófunar voru útbúnar
samkvæmt finnskum kröfum, þar
sem, m.a. yfirbygging og miðstöð
í köldum vetraraðstæðum skiptir
ökumann miklu máli, sem og dekk,
framþungi og hæfni vökvakerfis
við erfiðar aðstæður.
Greinilegt er að finnsk hefð
og saga Valtra í norrænum land-
búnaði er sterk og skín dálítið í
gegn í niðurstöðunum. Þar er m.a.
vísað sérstaklega til þess að þótt
hönnunin á húsinu sé gamaldags
þá sé þetta samt gamalt og gott og
hafi reynst vel.
Valtra sögulega sterkt nafn í
finnskum landbúnaði
Valtra er upprunnin hjá Eskilstuna
Mekaniska Werkstad sem stofn-
að var af Theofron Munktell árið
1832. Frá þessu fyrirtæki spruttu
dráttarvélanöfnin Munktell,
Bolinder-Munktell (BM), Velmet,
Volvo og Valtra. Nafnið Valmet var
forrennari Valtra og var myndað
út úr fyrirtækjanöfnunum VALtion
METallitehtaat, State Metal Works
árið 1951. Nafnið þróaðist síðan
upp í Valtra sem varð þó ekki að
tegundarheiti fyrr en 1963. Var
þetta gert í endurskipulagningu
starfseminnar, en Valmet-nafnið
færðist þá yfir á móðurfélagið sem
framleiddi vélar fyrir pappírsiðnað-
inn. Dráttarvélaframleiðsla Valtra
færðist svo yfir til Sisu Corporation
árið 1994. Það sameinaðist svo
Partek árið 1997 og fékk fyrir-
tækið þá nafnið Valtra Inc. Fyrstu
þrjú árin var ákveðið að nota nafnið
Valtra Valmet á dráttarvélarnar en
síðan eingöngu Valtra eftir það.
Zetor langódýrasta dráttarvélin
Í úttektinni skorar verðið mjög hátt
og hífir það hinar tékknesku Zetor
Proxima Pover 129 dráttarvélar upp
fyrir John Deere í heildarúttektinni.
Kom Zetorinn langbest út hvað verð
v a r ð a r
í norskum krónum talið,
eða 488.800 NOK. Næst í verði kom
Claas Arion 430 á 619.000 NOK, þá
John Deere á 626.700, síðan Deutz-
Fahr S120C á 639.900, Massey
Ferguson S612 Dyna4 Essential á
654.190, Valtra N113 HITech 3 á
659.000, Case IH Farmall 11SU Pro
á 714.100 og New Holland TS.115
Electro Command var á 742.000
norskar krónur.
Deutz-Fahr og Case IH með
minnsta eyðslu undir álagi
Í mælingu á eldsneytis eyðslu var
ekin 31 km vegalengd með 700
kílógramma aukaþyngd. Þar kom
Case IH og Deutz-Fahr best út með
12,3 og 12,4 lítra eyðslu á klukku-
tíma. Þar á eftir kom John Deere
með 13,6 lítra og New Holland
með 13,7 lítra. Síðan kom Claas
með 14,5 lítra, Zetor með 14,6
lítra, Valtra (þyngsta vélin í hópn-
um) með 14,9 lítra og Massey
Ferguson rak lestina með 15,7 lítra
eyðslu á klukkutíma.
Svipuð eyðsla á hvert tonn
Að teknu tilliti til þyngdar vél-
anna og eyðslu á hvert tonn, þá
voru Case IH, Claas, Deutz-Fahr
og Valtra með sömu eyðslu, eða
0,042 lítra á hvert tonn. Þar á
eftir kom John Deere með örlítið
meiri eyðslu eða 0,043 lítra á
tonn. Massey Fergusson og New
Holland komu út með sömu eyðslu
eða 0,047 lítra á tonn en Zetor rak
lestina með 0,058 lítra á hvert tonn.
Deutz-Fahr og Valtra
hljóðlátastar
Allar vélarnar koma þokkalega út
hvað varðar hávaðamælingu inni í
ökumannshúsi í 40 km keyrslu. Þar
koma þó Deutz-Fahr og Valtra best
út með 74 desibel en hinir koma
þar fast á hælana, nema Zetor sem
fer upp í 83 desibel.
Case fær betri dóma en
systurvélin New Holland
Case IH Farmall Pro lenti í þriðja
sæti í heildarstigagjöfinni. Vakti
hann ekki síst athygli fyrir gírskipt-
inguna með sinni hnappaskiptingu.
Vélin sem framleidd er í Austurríki
kemur mun betur út í þessari úttekt
en New Holland sem líka er frá
CNH-samsteypunni. Báðir koma
þeir þó mjög vel út í kaldræsingu
í 15 gráðu frosti, þar sem Zetorinn
átti í verulegum vanda og Deutz-
Fahr var ansi þungur.
Zetorinn erfiður í gang
en fljótur að hitna
Allar vélarnar, að frátaldri Zetor
vélinni, fóru í gang á fyrsta starti
í 155 gráðu frosti. Samt sem áður
líkaði ökumönnum vel við tékk-
nesku vélina. Zetorinn er sagður
einfaldur og næstum gamaldags en
hann virkar. Sumir eiginleikar eru
jafnvel sagðir betri en í mörgum
mun dýrari vélum.
Þegar Zetorinn komst loks
í gang var hann ekki nema 12
mínútur að bræða af framrúðunni
sem er besti árangurinn af öllum
vélunum. Þá var ökumannshúsið
í Zetornum 14 mínútur að komast
í 0°C. Valtra var 15 mínútur að
bræða af framrúðunni og var 14
mínútur að ná 0°C hita í öllu öku-
mannshúsinu. Case IH var búinn
að ná 0°C hita í ökumannshúsi eftir
13 mínútur, en það tók heilar 25
mínútur að bræða af framrúðunni.
Ökumannshúsið á Claas var aftur
á móti lengst að ná upp hita og
var ekki komið í 0° fyrr en eftir
27 mínútur á meðan aðrir voru að
ná þeim hita á 13 til 17 mínútum.
Þá tók það heilar 25 mínútur að
bræða af framrúðunni í Claas eða
sama tíma og í Case IH. Claas vélin
var þrátt fyrir þetta næstbest í vali
ökumanna. Slök miðstöð í Claas
vélinni felldi hana úr öðru sætinu
í heildarstigagjöfinni.
Athygli vekur hve John Deere
fær slaka dóma í þessari úttekt.
Fær þessi amerísk-ættaða dráttar-
vél verstu útreið hvað dóma um
ökumannshús áhrærir og kúplingin
pirraði ökumenn greinilega mikið.
Er þetta nokkuð sérstakt í ljósi þess
hversu mikill skriður hefur verið
á John Deere-verksmiðjunum í
Þýskalandi. /HKr.
Valtra skorar hæst í nýrri úttekt Bedre gardsdrift
− Zetorinn var samt lang ódýrastur en prófaðar voru átta 120 hestafla vélar í 15 gráðu frosti og vetraraðstæðum í Finnlandi
Búvís ehf · Akureyri
Sími 465 1332
www.buvis.is
Desemberverð
á rúlluplasti
Power Stretch
5 laga plast framleitt af ASLA
75 cm hv / sv kr. 10.396.- án vsk.
Rani
er markaðsleiðandi vörumerki sem hefur
náð mjög sterkri stöðu vegna hárra gæða.
Eitt mest selda plastið á Íslandi til margra ára.
Rani 50 cm hvítt kr. 8.677.- án vsk.
Rani 75 cm hv / gr. kr. 10.552.- án vsk.
Bal’ensil
5 laga gæðaplast fyrir kröfuharða notendur.
Mjög gott lím, mikil teygja.
75 cm hv / gr. kr. 11.368.- án vsk.