Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015
Verðandi búfræðingar,
útskriftar nemar 2016, í
Landbúnaðar háskólanum á
Hvanneyri, hafa látið framleiða
Markaspil. Spil sem nemendur
hafa spilað fyrir próf í eyrna-
merkingum síðustu árin.
Hugmyndin að Markaspilinu
kviknaði síðastliðið haust þegar
búfræðingar voru að læra undir
próf í markaheitum og eyrna-
merkingum. Til að eiga auðveldara
með að muna mörkin bjuggu nem-
endurnir sér til samstæðuspil og
spiluðu það og gekk öllum vel á
prófinu.
Nemendurnir sem standa að
spilinu eru að ljúka öðru ári í
búfræði og stefna flest á búskap.
Í vor mun hópurinn halda í
útskriftarferð til Lúxemborgar,
Belgíu og Frakklands þar sem
fræðst verður um verklag annarra
þjóða. Með kaupum á spilinu
styrkir fólk þessa ungu og flottu
fulltrúa bændastéttarinnar.
Markaspilið er skemmtilegt
samstæðuspil fyrir alla fjöl-
skylduna, spilið er einfalt og er
bæði fyrir unga sem aldna. Hægt er
að spila það sem veiðimann, sam-
stæðuspil og fleira. Markmið spils-
ins er að kenna eyrnamerkingar og
markheiti á íslensku sauðfé og því
skemmtilegt og flott framtak.
Sala á spilinu er hafin og ætti að
vera skemmtileg jólagjöf á sveita-
heimilum í bæjarfélögum og meðal
borgarbarna.
Nánari upplýsingar á www.
facebook.com/markaspilid eða á
markaspilid@gmail.com /VH
Fréttir
Verðandi búfræðingar senda frá sér markaspil
Matvælastofnun:
Skrifstofa búnaðarmála tekur til starfa á nýju ári
Um næstu áramót færast stjórn-
sýsluverkefni, sem Búnaðar-
stofa sinnti á þessu ári, til
Matvælastofnunar. Þetta var
ákveðið á Alþingi fyrr á árinu við
breytingar á búvörulögum.
Um er að ræða umsýslu allra
styrkja til bænda svo sem bein-
greiðslna í mjólk, sauðfé, græn-
meti og ull, ásamt nýliðunar-,
jarðræktar-, vatnsveitu- og lýs-
ingarstyrkjum. Þá munu fylgja
verkefni eins og að halda utan um
framleiðslu og sölu landbúnaðar-
afurða. Jafnframt færist tölvukerfið
AFURÐ, greiðslukerfi landbúnað-
arins, yfir til Matvælastofnunar.
Rafrænar umsóknir sem hafa verið
á Bændatorginu ásamt yfirliti yfir
greiðslur til bænda og skattyfirlit
verða áfram á Bændatorginu.
Skrifstofa búnaðarmála
Búnaðarstofa hefur starfað frá 1.
janúar á þessu ári sem sjálfstæð
rekstrareining innan Bændasamtaka
Íslands. Frá og með 1. janúar 2016
verða verkefni hennar færð inn í sér-
staka skrifstofu hjá Matvælastofnun,
skrifstofu búnaðarmála. Skipuriti
Matvælastofnunar hefur verið breytt
til samræmis.
Greiðslur með eðlilegum hætti
Bændur eiga að finna sem minnst
fyrir þessari breytingu um áramót,
enda hefur allt kapp verið lagt á að
greiðslur til bænda geti gengið fyrir
sig með eðlilegum hætti á nýju ári.
Bændablaðið lagði nokkrar
spurningar sem tengjast flutningn-
um og starfsemi Skrifstofu búnað-
armála fyrir Jón Gíslason, forstjóra
Mast.
Hvaða breytingar munu flutn-
ingarnir hafa í för með sér fyrir
bændur?
Unnið hefur verið að undirbún-
ingi flutningsins með það að höf-
uðmarkmiði að bændur verði sem
minnst varir við breytingarnar. Allt
kapp hefur verið lagt á að sú breyting
sem verður um áramót gangi eins
vel fyrir sig og nokkur kostur er.
Vinnan við flutning verkefna frá
Bændasamtökunum hefur verið sam-
starfsverkefni Matvælastofnunar,
Bændasamtakanna og atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Bændur munu verða varir við að
frá og með 4. janúar 2016 munu
Bændasamtökin ekki lengur hafa
umsjón með stuðningsgreiðslum til
bænda, heldur verður það verkefni
Matvælastofnunar í umboði ríkisins.
Með þessum flutningi er
verið að bregðast við gagnrýni
sem komið hefur fram af hálfu
Ríkisendurskoðunar varðandi
eftirlit með framkvæmd búvöru-
samninga en einnig er ætlunin að
einfalda framkvæmd búvörulaga,
þannig að stjórnsýsluverkefni sem
tilgreind eru í ákvæðum laganna
verði á hendi eins aðila, sem sé
undirstofnun ráðuneytisins. Það er
verið einfalda stjórnsýsluna; því að
bæði ábyrgð og framkvæmd verk-
efnanna verður hjá Matvælastofnun,
ekki hjá tveimur aðilum, eins og nú
er og að hluta til með samningi milli
þessara aðila.
Þann 1. janúar 2015 var sett á
laggirnar sjálfstæð rekstrarein-
ing innan Bændasamtakanna,
Búnaðarstofa, í samræmi við
samning Bændasamtakanna,
Matvælastofnunar og atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytisins frá des-
ember 2014. Innan Búnaðarstofu
hefur stjórnsýsluverkefnum verið
safnað saman í eina rekstrarein-
ingu og samstillt vinnuteymi verið
búið til, sem fylgir verkefnunum
til Matvælastofnunar. Innan þessa
vinnuteymis eru einstaklingar
sem hafa mjög mikla reynslu og
þekkingu á þeim verkefnum sem
um er að ræða. Það auðveldar
flutninginn um áramótin. Í haust
var samþykkt breyting á skipuriti
Matvælastofnunar og búin til
skrifstofa búnaðarmála innan
Matvælastofnunar, sem sjá mun
um þessi mál og tekur við hlutverki
Búnaðarstofu frá og með 1. janúar
2016.
– Hvert er starfssvið starfsfólks
og hver er forstöðumaður?
Starfsmenn skrifstofu búnað-
armála hjá Matvælastofnun verða
fimm. Jón Baldur Lorange, sem
hefur stýrt Búnaðarstofu á þessu ári
og var þar áður yfirmaður tölvu-
deildar Bændasamtaka Íslands til
25 ára, hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri skrifstofunnar frá
og með 1. janúar 2016. Það færist
einn starfsmaður frá stjórnsýslusviði
Matvælastofnunar yfir á skrifstofu
búnaðarmála frá áramótum.
– Hver eru verkefni skrifstofu-
bún aðar mála?
Verkefni skrifstofu búnaðarmála eru
stjórnsýsluverkefni í tengslum við
búvörusamninga og búnaðarlaga-
samning í samræmi við búvöru-
og búnaðarlög. Skrifstofan annast
fag- og fjárhagslega framkvæmd
verkefna á sviði landbúnaðar
sem stjórnvöld og Alþingi felur
Matvælastofnun með lögum, reglu-
gerðum, samningum og ýmsum
stjórnvaldsákvörðunum sem snúa
meðal annars að framkvæmd á
ákvörðunum um opinberar greiðsl-
ur til bænda, útreikningi, afgreiðslu
og eftirliti með framkvæmd þeirra.
Skrifstofan heldur utan um skrá um
handhafa beingreiðslna og greiðslu-
mark mjólkur og sauðfjárafurða auk
þess að sjá um greiðslur til bænda
samkvæmt samningi um starfsskil-
yrði í mjólkurframleiðslu og sauð-
fjárframleiðslu. Þessar greiðslur
eru beingreiðslur, álagsgreiðslur
vegna gæðastýrðar framleiðslu,
gripagreiðslur í nautgriparækt,
og geymslugjald vegna sauðfjár-
framleiðslu. Umsjón með styrkjum
vegna nýliðunar í mjólkur- og sauð-
fjárframleiðslu, jarðabóta bænda,
lýsingarbúnaði í gróðurhúsum og
styrkir vegna vatnsveitna á lögbýl-
um verður einnig á verksviði hinnar
nýju skrifstofu hjá Matvælastofnun.
Skrifstofa búnaðarmála safnar upp-
lýsingum og birtir árlega skýrslu um
framleiðslu búvara, vinnslu þeirra
og sölu, sem og að gera áætlanir um
framleiðslu og sölu búvara. Söfnun
hagtalna hvað varðar búfjárfjölda
bænda og fóðurbirgðir í tengslum
við búfjáreftirlit verður eitt af verk-
efnum skrifstofu búnaðarmála. Því
fylgir umsjón með tölvukerfinu
Bústofn og þróun þess. Að síðustu
má nefna að reglusetning og eftirlit
með skráningu í hjarðbókargagna-
grunna verður á verksviði skrifstof-
unnar ásamt kvótamarkaði um kaup
á greiðslumarki mjólkur.
Á síðustu árum hafa verið smíðuð
viðamikil tölvukerfi og gagnagrunn-
ar í Oracle hjá Bændasamtökunum í
tengslum við fyrrgreind stjórnsýslu-
verkefni. Um er að ræða AFURÐ,
greiðslukerfi landbúnaðarins, og sá
hluti Bændatorgsins sem þróaður
hefur verið vegna þessara stjórn-
sýsluverkefna sem Bændasamtökin
hafa unnið í umboði stjórnvalda. Þá
má nefna tölvukerfið MARK (www.
bufe.is) sem var byggt upp í tengsl-
um við skyldumerkingar búfjár
og allir bændur nota til að panta
viðurkennd og einkvæm plötu-
merki. Þarna hefur upplýsingatækni
verið beitt til að koma á rafrænni
stjórnsýslu til að auka skilvirkni,
gegnsæi og hagkvæmni. Skrifstofa
búnaðarmála hjá Matvælastofnun
tekur við þessum tölvukerfum og
gagnagrunnum og hefur umsjón
með rekstri og þróun þeirra.
– Hvernig er flutningurinn og
rekstur skrifstofunnar fjár magn-
aður?
Í fjárlögum 2016 er gert ráð fyrir
fjárveitingu til Matvælastofnunar
vegna flutningsins, svipaðri upphæð
og kostaði að reka Búnaðarstofu
árið 2015 og eru þeir fjármunir
teknir af liðum búvörusamninga í
fjárlögum 2016.
− Hvar verður skrifstofan til
húsa?
Skrifstofa búnaðarmála verður á
árinu 2016 staðsett í Bændahöllinni
á 2. hæð. Þessi verkefni verða því
áfram unnin í Bændahöllinni,
en breytingin er að ábyrgð-
ar- og framkvæmdaraðili verður
Matvælastofnun.
/VH