Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 sjaldnar þurfi að kalla til sérhæfða viðgerðarmenn. Sama fyrirtæki hefur einnig hann- að slíka tvinndráttarvél sem er GPS stýrð og þarf engan ökumann og hefur fengið nafnið „Spirit“. John Deere með 400 volta rafstöð Á Agritechnicasýningunni í Hanover í Þýskalandi í síðasta mánuði sýndi Þýskalandsdeild hins ameríska drátt- arvélaframleiðanda John Deere, vél sem talin er geta markað upphafið að nýrri sókn í rafknúnum landbún- aðartækjum. Þar er um að ræða John Deere 7030E sem er með innbyggða 400 volta þriggja fasa rafstöð sem skilar 230 volta riðstraumsorku. Með tilkomu þessarar vélar hafa vaknað spurningar um hvort þetta marki endalok á notkun vökvabún- aðar (hydraulic PTO). Klaus Hahn, verkfræðingur hjá John Deere í Mannheim telur að svo sé og að þessi dráttarvél sé upphafið að einhverju stórfenglegu. Stefnan mörkuð varðandi háspennubúnað í Bandaríkjunum Á ráðstefnunni National Farm Machinery Show í Louisville í Bandaríkjunum í mars á þessu ári komu verkfræðingar í dráttarvéla- geiranum saman til að átta sig á þörfunum í rafvæðingu landbúnað- artækja. Þar komu menn sér saman um að ekki yrði farið hærra en í 1.400 volta kerfi. Mest var þar þó verið að huga að rafvæddum tengi- búnaði við dráttarvélar sem knúnar eru dísilvélum og búnar sérstökum rafstöðvum, líkt og John Deere var að kynna. Verkfræðingurinn Marvin Stone telur líklegt að settur verði innan árs ISO staðall fyrir slíkan búnað hvað varðar tengingar og annað, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Þar verði efri mörkin sett við 1.400 volta riðstraumsbúnað. Því gætu verkfræðingar þegar farið að nota það sem viðmið. Búast megi við að dráttarvélar búnar slíkum háspennurafölum og tengibúnaður verði orðinn nokkuð algengur eftir 3 til 5 ár. Taldi hann að tengibúnaður sem áður hafi verið knúinn með vökvaafli heyrði brátt sögunni til. Rafbúnaður til slíkra nota hafi tekið miklum framförum og notkun hans einfaldaði alla hönnun og viðhald. Sagði hann að auk John Deere væri fjöldi annarra framleið- enda í Bandaríkjunum og í Evrópu að þróa slíkan rafbúnað. Þar á meðal eru AGCO (sem er samsteypan á bak við Challenger, Fendt, Valtra og Massey Ferguson dráttarvélarnar), Case IH (sem framleiðir m.a. Farmall, og fleiri. Tvíorkutæki í töluverðri þróun Tvíorkuvélar til notkunar í landbún- aði og námuvinnslu hafa eigi að síður verið í töluverðri þróun, einkum hjá Komatsu, John Deere, Caterpillar og fleiri stórframleiðendum. Þeir eru þar samt ekki að horfa á hrein- ræktaðar rafknúnar vinnuvélar. Þar koma minni framleiðendurnir aftur á móti sterkir inn, eins og fyrrnefnd- ur Weidemann, Linde, Touyota og fleiri. Í tvinnorku vinnuvélunum er einkum verið að horfa til námu- vinnslutækja þar sem verið er að vinna í námum í mikilli hæð yfir sjó, kannski í 4.000 metra hæð, þangað sem bæði er dýrt og erfitt að flytja að orku í formi dísilolíu. Þannig hafa framleiðendur námu- tækja verið að hanna risatrukka með 350 kílówatta rafgeymum sem endur- hlaðnir eru með vindorkutúrbínum. Talið er að markaðurinn fyrir raf- knúin tæki í verktakaiðnaði, námu- vinnslu og landbúnað muni velta um 30 milljörðum dollara árið 2025. Er því ljóst að stórframleiðendur munu leggja aukna áherslu á að ná sínum bita af þeirri köku. Hreinræktaðar stórar rafknúnar dráttarvélar ekki alveg í augsýn Enn virðast þó ekki í augsýn stór- ar dráttarvélar sem að öllu leyti eru knúnar raforku. Vandinn liggur í tak- markaðri geymslugetu rafgeyma. Á stórum örkum þýðir lítt að leggja af stað á morgni á vél sem verður afl- laus á tveim til þrem klukkustundum. Aftur á móti er raftæknin að leiða til þess að æ fleiri dráttarvélafyrirtæki bjóða nú upp á ómannaðar fjarstýrð- ar dráttarvélar sem keyra eftir GPS gervihnattastýringu. Í því felst líka að gírskiptingar eru mjög að þróast yfir í CVT stiglausar skiptingar sem gera allar tæknilausnir við slíka fjar- stýringu auðveldari. Rafdrifnir flutningabílar kynntir til sögunnar Þrátt fyrir að stórar rafknúnar drátt- arvélar virðist ekki í augsýn, þá eru bifreiðafyrirtækin á fullu að þróa raf- knúna bíla, jafnvel sem dráttarbíla fyrir flutningageirann. Þar gilda þó aðeins önnur lögmál þar sem slíkir bílar geta borið meiri þunga í raf- geymum þar sem þeir eru ekki að aka á gljúpum ökrum. Þannig eru þegar framleidd rafknúin dráttartæki til að nota t.d. á höfnum og flugvöllum sem geta t.d. dregið 60 tonn eins og frá kínverska framleiðandanum Jiangsu Anil Electromobil Co. BMW kynnti í júlí á þessu ári 18 hjóla dráttarbíl með 40 tonna flutn- ingsgetu. Hann er hreinræktaður raf- bíll sem skilur ekki eftir sig neinn kolefnisútblástur. Þessi bíll var hann- aður sem samvinnuverkefni BMW, hollenska framleiðandans Terberg og þýska flutningafyrirtækisins Scherm Group. Bíllinn var sérstaklega smíð- aður til að flytja dempara, stýrismask- ínur og gorma á milli flutningamið- stöðvar Scherm og bílaverksmiðju BMW í München, átta sinnum á dag. Samkvæmt upplýsingum BMW er þetta fyrsta ökutæki sinnar tegundar í Evrópu til að vera sett í reglulega þjónustu af þessum toga. Kemst aðeins 100 km á hleðslunni en án loftmengunar Hermann Bohrer, yfirmaður bílaverk- smiðju BMW segir að með þessum rafknúna flutningabíl sé verið að senda sterk skilaboð um notkun raf- knúinna farartækja utan borganna. Er BMW fyrsti bílaframleiðandinn í Evrópu til að taka svo stóran raf- flutningabíl í notkun á þjóðvegum landsins. Bíllinn kemst þó ekki nema 100 kílómetra á hleðslunni en á móti kemur að BMW sparar með honum 11,8 tonn af kolefnisútblæstri CO2 á ári sem annars væri raunin með notkun á dísilknúnum bíl. Þessi flutningabíll er skref í áttina að aukinni rafvæðingu bíla og vinnu- véla. Ýmsir veðja þó á önnur hross í þeim efnum og þá helst á gas eða vetni sem orkugjafa. Þar er þó helsti gallinn að innviði skortir víða hvað varðar dreifingu á orkumiðlinum, sem yfirleitt er ekki eins mikið vandamál varðandi raforkuna. Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Með þökk fyrir viðskiptin. Á Agritechnica sýningunni í Hanover í Þýskalandi í síðasta mánuði sýndi Þýskalandsdeild hins ameríska dráttarvélaframleiðanda John Deere, vél sem -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.