Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015
Fréttir
Samtökin Landsbyggðin lifi með skoðanakönnun um afstöðu fólks til búsetu utan höfuðborgarsvæðisins:
Fólk vill búa úti á landi ef grunnstoðirnar eru í lagi
− Einhæf atvinna, slakt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, skólum og internetinu helstu áhyggjuefnin
Í skoðanakönnun samtakanna
Landsbyggðin lifi um viðhorf
Íslendinga til búsetu kemur sterk-
lega fram hvað þurfi að vera til
staðar þegar fólk tekur ákvörðun
um búsetu.
Konur voru í miklum meirihluta
svarenda, eða 68,5% á móti 31,5%
karla. Þá var rúmlega þriðjungur
þátttakenda búsettur á höfuðborgar-
svæðinu. Það vekur því óneitanlega
athygli að 61,9% þeirra sem tóku
afstöðu sögðust sjá það fyrir sér að
búa á landsbyggðinni í framtíðinni.
Þá sögðust 125, eða 27,2%, sjá
fyrir sér að búa í framtíðinni á höf-
uðborgarsvæðinu, en 50 eða 10,9%
sáu fyrir sér að búa erlendis.
Atvinnuöryggið og
grunnþjónustan skipta höfuðmáli
Þessi mikli áhugi sem kom fram í
könnuninni um áhuga á búsetu á
landsbyggðinni kom þeim sem unnu
könnunina talsvert á óvart. Þar sem
stór hluti svarenda, eða 34%, var af
höfuðborgarsvæðinu, þá vöknuðu
eðlilega spurningar um hvers vegna
þetta fólk veldi sér ekki búsetu í sam-
ræmi við greinilegan vilja. Svarið við
því endurspeglast í annarri spurningu
þar sem spurt var hvaða atriði skiptu
mestu máli varðandi val á búsetu-
stað. Þar er það heilbrigðisþjónustan
og atvinnuöryggi sem skipta lang-
mestu máli og þar á eftir eru það
skólar og aðgengi að menntun. Í
skólamálum er grunnskólinn mikil-
vægastur að mati svarenda, þá kemur
leikskóli og framhaldsskóli þar rétt
á eftir. Mikilvægi háskóla er einnig
álitið töluvert.
Konurnar ráða miklu um búsetuval
Greinilegt er að konur ráða miklu um
val á búsetu, því að í hópi kvenna á
aldrinum 31–40 ára sem þátt tóku í
könnuninni sögðust 61% þeirra vilja
búa úti á landi, en settu jafnframt
ákveðin skilyrði um að grunnþjón-
ustan væri í lagi. Enda brýtur það
greinilega meira á konum en körlum
að ekki sé of langt að sækja í læknis-
þjónustu og skóla. Má þar t.d. nefna
að fæðingarstofur eru ekki lengur
fyrir hendi á stórum landsvæðum.
Stöðugleiki byggða eða byggða-
festa veiðiheimilda við sjávarþorp
skipti fólk líka miklu máli, enda er
það oft lykillinn að því að byggðun-
um haldist á allri grunnþjónustunni.
Sjávarútvegur, ferðaþjónusta
og landbúnaður mikilvægustu
greinarnar
Þegar spurt var hvaða atvinnuvegir
skiptu mestu máli fyrir landsbyggð-
ina voru þrír atvinnuvegir sem stóðu
upp úr. Þar var sjávarútvegur síðan
ferðaþjónusta og þá landbúnaður
rétt á eftir. Síðan var það atvinna
í opinberri þjónustu og starfsemi
stofnana sem skipti fólk líka tölu-
verðu máli.
Helsti vandinn einhæft atvinnulíf,
heilbrigðismál og skólar
Þegar spurt var um hvað fólk teldi
vera helsta vanda landsbyggðar-
innar voru svörin þau að einhæft
atvinnulíf, lítið atvinnuöryggi og
fækkandi atvinnutækifæri væri
stærsti vandinn. Þar á eftir komu
heilbrigðismál, samgöngur, skóla-
mál og netsamband. /HKr.
Samkvæmt mannfjöldaspá Eurostat mun fjölga í flestum ríkjum Vestur-Evrópu á næstu 64 árum:
Íslendingar verða 467 þúsund árið 2080
− Þjóðverjum mun snarfækka líkt og íbúum flestra Austur-Evrópuríkja, en Bretar verða fjölmennasta þjóð Evrópu
Samkvæmt mannfjöldaspá
Eurostat, hagstofu ESB, þá mun
Íslendingum fjölga úr rúmlega
328 þúsundum á þessu ári í rúm-
lega 467 þúsund árið 2080.
Samkvæmt þessari spá er gert
ráð fyrir að Íslendingar verði orðnir
341 þúsund árið 2020 og rúmlega
366 þúsund árið 2030. Þá verða
íbúar landsins orðnir rúmlega 388
þúsund árið 2040, nærri 409 þúsund
árið 2050 um 428 þúsund árið 2060,
tæplega 448 þúsund árið 2070 og
rúmlega 467 þúsund árið 2080.
Athygli vekur að í spánni er
gert ráð fyrir umtalsverðri fjölgun
íbúa í Bretlandi, Frakklandi og í
Svíþjóð fram til 2080, en verulegri
fækkun íbúa í Þýskalandi. Þá mun
einnig fækka töluvert í Portúgal og
Grikklandi samkvæmt spánni.
Bretland verður
fjölmennasta ríki Evrópu
Bretar verða fjölmennasta þjóð
Evrópu árið 2080 samkvæmt spá
Eurostat. Í dag eru íbúar Stóra-
Bretlands rúmlega 64,6 milljónir,
er er spáð að verði 85,1 milljón árið
2080.
Frökkum mun einnig fjölga veru-
lega fram til 2080. Íbúar Frakklands
eru nú tæplega 66,2 milljónir í dag,
en verða samkvæmt spánni rúmlega
78,8 milljónir árið 2080.
Þjóðverjum fækkar verulega
Mjög neikvæð íbúaþróun mun
verða í Þýskalandi samkvæmt
spánni. Íbúar Þýskalands eru í dag
80,7 milljónir en munu samkvæmt
spá Eurostat fækka í 65,4 milljónir
árið 2080, eða um 15,3 milljónir.
Norðurlandabúum fjölgar
Svíar teljast vera rúmlega 9,7 millj-
ónir í dag. Samkvæmt spánni mun
þeim fjölga í 14,1 milljón fram til
2080. Norðmenn eru nú tæplega
5,2 milljónir en mun fjölga í ríflega
8,5 milljónir fram til 2080. Þá eru
Danir nú rúmlega 5,6 miljónir en
mun fjölga í tæplega 6,8 milljónir.
Finnar eru nú tæplega 5,5 milljónir
en fjölgar samkvæmt spánni í tæp-
lega 6,4 milljónir.
Í spánni koma ekki fram sérstakar
tölur um þróunina í Færeyjum, né
á Grænlandi, og eru þær þjóðir
þá væntanlega skilgreindar með
Dönum.
Einnig má geta þess að frændur
vorir Írar teljast nú vera 4,6 millj-
ónir en verða tæplega 5,9 milljónir
ef spáin gengur eftir.
Af öðrum Evrópuþjóðum er það
að segja að á Kýpur mun íbúum
fjölga úr 873 þúsund í 1.253 þús-
und. Á Ítalíu mun íbúum fjölga úr
rúmlega 60,9 milljónum í rúmar
65 milljónir. Á Möltu mun íbúum
fjölga úr 426 þúsund í 482 þúsund.
Íbúum á Spáni fjölgar samkvæmt
spánni úr tæplega 46,4 milljónum
í tæplega 47,6 milljónir. Þá mun
fjölga í Sviss úr rúmum 8,2 millj-
ónum í tæplega 11,9 milljónir.
Austurríkismönnum mun einnig
fjölga úr tæplega 8,6 milljónum í
tæplega 9,6 milljónir.
Í Tékklandi fjölgar úr rúmlega
10,5 milljónum í tæplega 11 millj-
ónir. Íbúum Lúxemborgar mun
fjölga úr tæplega 563 þúsund í
tæplega 1,3 milljónir. Í Belgíu mun
fjölga úr 11,3 milljónum í rúmlega
16,6 milljónir. Íbúum Hollands
mun hins vegar lítillega fækka eða
úr tæplega 16,9 milljónum í 16,7
milljónir. Þá mun fækka í Portúgal
úr tæplega 10,4 milljónum í 7,1
milljón.
Fækkun í nær allri Austur-
Evrópu og Þýskaland fylgir með
Fækkun mun verða í nær allri
austanverðri Evrópu og suður til
Grikklands að Kýpur undanskildu
og nær sú fækkun eins og fyrr segir
inn í Þýskaland þar sem hún verður
mest.
Í Eistlandi, Lettlandi og Litháen
mun fækka nokkuð sem og í
Póllandi þar sem gert er ráð fyrir
fækkun úr tæpum 38,5 milljónum
í rúmlega 29,6 milljónir. Þá mun
íbúum einnig fækka í Slóvakíu,
Ungverjalandi, Króatíu, Slóveníu,
Rúmeníu, Búlgaríu, Grikklandi og
Portúgal.
Í tölum Eurostat er ekki spáð um
þróunina í Bosníu Herzegovinu,
Svartfjallalandi, Serbíu né í Albaníu.
/HKr.
0 100 200 300 400
ANNAÐ
SJÁLFBÆRNI
AÐGENGI AÐ FJÁRMAGNI TIL KYNSLÓÐASKIPTA Í ATVINNUREKSTRI
AÐGENGI AÐ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU
AÐGENGI AÐ MENNTUN
ATVINNUÖRYGGI
BYGGÐAFESTA VEIÐIHEIMILDA VIÐ SJÁVARÞORP
Þýskaland
Ungverjaland
Tékkland
Svíþjóð
Sviss
Spánn
Slóvenía
Slóvakía
Rúmenía
Pólland
Portúgal
Malta
Noregur
Lúxemborg
Litháen
Lettland
Kýpur
Króatía
Ítalía
Ísland
Írland
Holland
Grikkland
Frakkland
Finnland
Eistland
Danmörk
Búlgaría
Bretland
Belgía
Austurríki
65.378
8.685
10.998
14.111
11.871
47.599
2.007
3.868
16.338
29.582
7.114
482
8.851
1.287
1.842
1.351
1.253
3.472
65.059
467
5.896
16.718
7.698
78.843
6.382
1.029
6.792
4.925
84.149
16.614
9.562
Íbúafjöldi Evrópulanda 2015 og spá Eurostat um
þróunina til 2080