Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 63

Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 63
63Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Ráðgjafafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðunaut í Austur Skaftafellssýslu. Ábyrgðarsvið, menntun og hæfniskröfur: • Skal hafa lokið háskólaprófi í búvísindum eða annari sambæri- legri menntun. Menntun eða reynsla af verkefnastjórnun eða skipulagningu verkefna æskileg. • Meginstarf viðkomandi er að vinna samkvæmt samkomulagi sem Búnaðarsamband Austur Skaftafellssýslu hefur gert við sveitarfélagið Hornafj örð um viðhald og uppbyggingu landbún- aðar á svæðinu. • Viðkomandi starfsmanni RML er ætlað að vera tengiliður bænda á starfssvæðinu við RML ásamt því að koma beint að þeirri vinnu sem ekki krefst sérfræðiþekkingar ákveðinna starfsmanna RML. Hann leitist jafnframt við að veita eða miðla ráðgjöf vegna verk- efna sem tilgreind eru i samkomulaginu og fylgja og verkstýra þeirri aðgerðaráætlun sem mótuð yrði á grundvelli þess. Við leitum að einstaklingum með brennandi áhuga á landbúnaði í sínum víðasta skilningi og hefur metnað og frumkvæði sem nýtist til að styðja við landbúnað á svæðinu • Áhersla er lögð á skipulögð vinnubrögð og hæfni í mannlegum samskiptum auk þess sem að viðkomandi þarf að halda utan um og stýra verkefnum innan fyrirtækisins samkvæmt vinnuferl- um verkefnastjórnunar • Kemur að öðrum verkefnum á einstökum fagsviðum innan RML sem starfsmaður hefur sérþekkingu til að gegna eftir því sem starfsaðstæður leyfa á hverjum tíma • Skilyrði er að viðkomandi búi á svæðinu sjá lýsingu á staðháttum hér fyrir neðan. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er framsækið ráðgjafar- fyrirtæki í eigu bænda og leggur metnað sinn í að viðhalda fag- legri og óháðri ráðgjöf til aðila innan landbúnaðarins. Fyrirtækið er með starfstöðvar víðsvegar um landið en nánari upplýsingar um starfsemina má fi nna á vef þess www.rml.is . Rauðaberg Jörðin Rauðaberg er um 25 km frá Höfn. Þar er 150 fermetra starfsmannahús og 80 fermetra skrifstofuhúsnæði, bæði húsin eru steinsteypt. Íbúðarhúsið hefur nýlega verið endurnýjað að innan, það var málað, skipt um gólfefni og hurðir. Félagssvæði hestamannafélagsins Hornfi rðings er í 20 km fj arlægð og þar eru hesthús og reiðhöll. Gott atvinnuástand er á svæðinu þannig það ætti ekki að vera vandamál fyrir maka að fá vinnu, jafnvel stutt frá Rauðabergi. Gert er ráð fyrir að mjög hófl eg leiga verði á íbúðarhúsnæðinu. Um er að ræða mjög spennandi verkefni fyrir réttan aðila. Upplýsingar um starfi ð eru veittar með tölvupósti í gegnum netföng Karvels L. Karvelssonar (klk@rml.is) eða Berglindar Ósk Óðinsdóttur (boo@rml.is ). Umsóknarfrestur er til 4. janúar. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfi ð á vef RML. www.rml.is. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun og starfsferil umsækjanda ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Ævintýralegt gjafasett fyrir þá sem elska að dekra við húðina. Dr. Organic fullyrðir að húðin verður 6 árum yngri á 4 vikum. Sníglagel hentar vel fyrir allar húðgerðir, en það hefur einstaka eiginleika að draga úr hrukkum, örum og er bakteríudrepandi fyrir bólur. Gjafasettið inniheldur sníglagel handáburð, andlits serum og sníglagel. Fæst í Lyfju, Heilsuhúsinu og Apótekinu. Sníglagel í jólapakkann Gjafasett sem inniheldur sníglaslím, Aloe vera og Lemongras -án kemískra efna Gámurinn er þarfaþing! Hafðu samband 568 0100 Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | stolpigamar.is Gistigámar  Geymslugámar  Salernishús Margir möguleikar í stærðum og útfærslum  Hagkvæm og ódýr lausn  Stuttur afhendingartími Börnin á Hvanneyri höggva jólatré Sú hefð hefur skapast að grunn- skólabörn úr Grunnskóla Borgarbyggðar á Hvanneyri komi í Skorradalinn á aðventunni að velja jólatré fyrir skólann sinn. Þau hafa líka séð um að velja og saga jólatré fyrir leikskólann Andabæ á Hvanneyri. Á þessu varð engin breyting þetta árið nema hvað nú komu elstu leikskólabörnin með til að sækja tré. Það er alltaf líf og fjör þegar þessi hópur kemur í heimsókn. Skógarvörðurinn á Vesturlandi tók á móti hinum vösku krökkum á Stóru-Drageyri í Skorradal í morgun og aðstoðaði þau við að velja sér tré. Börnin sáu síðan sjálf um að fella trén. Þau voru ekki lengi að finna tvö myndarleg jólatré og saga þau niður. Þetta kemur fram á vef Skógræktar ríkisins. /MÞÞ Kátur hópur skólabarna frá Hvanneyri í skóginum að Stóru-Drageyri í Skorradal, ánægð eftir að hafa fundið tvö falleg jólatré og sagað fyrir grunnskólann og leikskólann. Myndirnar / Valdimar Reynisson skógarvörður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.