Bændablaðið - 17.12.2015, Qupperneq 50

Bændablaðið - 17.12.2015, Qupperneq 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Brjálað að gera hjá Landstólpa sem fagnar 15 ára afmæli – „2007-æði í gangi“ segir Arnar Bjarni Eiríksson „Já, það má með sanni segja að það sé einhvers konar 2007-æði í gangi því við sjáum ekki út úr augum fyrir verkefnum, það er allt brjálað að gera úti um allt land hjá okkur,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, eigandi Landstólpa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þegar hann var spurður um verk- efnastöðu fyrirtækisins nú þegar það fagnar 15 ára afmæli sínu. Hjá Arnari og Berglindi Bjarnadóttur, konu hans, vinna um 30 manns. Haldið var upp á 15 ára afmælið föstudaginn 11. desember með glæsilegri fjölskyldudagskrá yfir daginn og fullorðinsdagskrá um kvöldið með léttum veitingum og skemmtiatriðum. Hús af öllum stærðum og gerðum Landstólpi er þekktast fyrir stál- grindarhús sín en hundraðasta húsið verður byggt eftir áramót. Fyrirtækið býður upp á heildarlausnir í fjós- byggingum, það er að segja yfir- bygginguna, innréttingar, steinbita, gjafakerfi og ýmsan tæknibúnað. Þá byggir fyrirtækið stálgrindarhús af öllum stærðum og gerðum undir fjós, fjárhús, hesthús, reiðhallir, véla- skemmur og iðnaðarhúsnæði. Fóður og bætiefni fyrir nautgripi, sauðfé, hross og hænur er í stöðugum vexti hjá fyrirtækinu og gæludýrafóðrið frá Josera hefur einnig fest sig í sessi sem hágæða vara. Stærsta verkefnið í Vestmannaeyjum Starfsmenn Landstólpa vinna um allt land en stærsta verkefnið um þessar mundir er í Vestmannaeyjum. „Já, þar erum við að byggja þrjú þúsund fermetra iðnaðarhúsnæði. Við erum líka að byggja fyrir Nýja ökuskól- ann í Hafnarfirði, iðnaðarhúsnæði á Ísafirði og svo erum við að byggja nokkur ný fjós, t.d. í Skagafirði, rétt við Akranes og í Flóanum svo eitt- hvað sé nefnt,“ segir Arnar Bjarni. Sjálfur ætlar hann að hefja byggingu á risafjósi í Gunnbjarnarholti þar sem Landstólpi er í vor en það verður með að minnsta kosti fjórum róbótum. Arnar og Berglind eru með um 170 kýr í dag og ætla að halda áfram í mjólkurframleiðslu. „Það er engan bilbug á okkur að finna, kýrnar verða alltaf stór hluti af okkar starfsemi,“ segir Arnar hlæjandi. Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Glæsileg sigling um Feneyjar með fljótaskipinu MS Michelangelo. Feneyjar hafa löngum verið kallaðar Drottning Adríahafsins og ekki að ástæðulausu. Í ferð okkar verður m.a. komið við á Murano og Burano eyjunum, siglt að mynni Po fljótsins og svo kynnumst við að sjálfsögðu Feneyjum. Verð: 239.500 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir 20. - 27. apríl Draumasigling um Feneyjar Vor 3 Arnar og Berglind með börnum sínum sem taka virkan þátt í búskapnum í Gunnbjarnarholti og starfsemi Landstólpa. Þórhildur er 9 ára, Haukur er 11 ára, Margrét Hrund er 19 ára og Eiríkur er 21 árs. Elsta dóttirin, Auður Olga, er 23 ára og býr í Ástralíu. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundraðasta stálgrindarhús Landstólpa verður reist eftir áramót en húsin eru mjög vinsæl um allt land. Jólasveinarnir mættu og gáfu börnunum nammipoka. Arnar Bjarni segist alltaf kunna vel við sig innan um jólasveina enda segist hann sjálfur vera hálfgerður jólasveinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.