Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Miklar væntingar hafa verið bundnar við þróun á rafknúnum dráttarvélum og öðrum landbún- aðartækjum. Hægara hefur þó gengið í þessum efnum en vonir stóðu til vegna skorts á nógu öfl- ugum rafhlöðum sem duga til notkunar í marga klukkutíma án endurhleðslu. Á loftslagsráðstefnunni sem haldin var í París á dögunum var mikið rætt um að draga úr notk- un jarðefnaeldsneytis. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, tók í svip- aðan streng í Bændablaðinu fyrir skömmu og sagði miklu skipta að landbúnaðurinn legði sitt af mörkum. Þar hafa menn mikið verið að horfa á aukna notkun rafknúinna tækja. Þótt ör þróun sé í hönnun rafhlaðna, þá er enn talsvert í land að þær geti leyst dísilolíuna af hólmi. Vegna vangaveltna á loftslagsráðstefn- unni í París og víðar um þessi mál, þótti Bændablaðinu vel við hæfi að kíkja á hvað væri að gerast í þróun rafknúinna dráttarvéla, þótt það sé engan veginn tæmandi úttekt. Nýjar rafhlöður frá Bosch skref í rétta átt Þýska fyrirtækið Bosch kynnti þó í september gott skref í þessa átt í gegnum fyrirtæki sem Bosch keypti í Bandaríkjunum og heitir Seeo. Það er ný gerð af lithium rafhlöðum, svokölluðum DryLyte™ (polymer electrolyte), sem innihalda ekki fljót- andi electrolyte (rafleiðandi lausn) og því er ekki hætta á íkveikju og heldur engin þörf á sérstakri kælingu raf- hlaðnanna. Við hönnun þeirra er beitt nanotækni og eru þessi batterí sögð mun léttari og ódýrari í framleiðslu en rafhlöður sem m.a. eru notaðar í Tesla-bílana. Þá eiga þau að tvöfalda orkunýtnina sem þýðir að í stað 160 kílómetra drægni, þá verður hægt að aka 320 kílómetra á einni hleðslu. Að mati sérfræðinga Tæknistofnunar Massachusetts (Massachusetts Institute of Technology – MIT) er þetta það besta sem enn hefur sést í þessum geira. Þessar rafhlöður eiga að koma á markað árið 2020. Betur má þó ef duga skal til að knýja þungar dráttarvélar og aðrar vinnu- vélar. Ýmislegt fleira er í farvatninu í þróun rafhlaðna sem þó eru yfirleitt hugsuð í smátæki. Má þar nefna sveigjanlegar Aluminium graphite rafhlöður sem vísindamenn Stanford háskóla hafa þróað og ná fullri hleðslu á einni mínútu. Einnig Alfa rafhlöður frá Fuji Pigment sem eiga að hafa 40 sinnum meiri orkurýmd en Lithium- ion rafhlöður. Þær virðast byggjast upp á notkun á salti og vatni og eiga að geta dugað fyrir smátæki eins og síma í 14 daga notkun. Nano-tæknirafhlöður Nanotæknin er einnig að ryðja sér til rúms í þessum efnum eins og víðar. Þar er nefnd örrafhlaða (Microsupercapacitor) sem smíðuð er með lasertækni af vísindamönnum Rice-háskólans. Hún er sveigjanleg en hefur samt ótrúlegan styrk og á að ná fullri orku með þráðlausri hleðslu á 30 sekúndum. Saltrafhlöður Sodium-ion rafhlöður eru svo enn ein gerðin sem hönnuð hefur verið af franska fyrirtækinu RS2E. Þar er salt lykillinn í hönnuninni sem mikil leynd hvílir þó yfir. Rafhlaða af þessari gerð sem er 6,5 sentí- metrar að lengd á að skila 90 watt klukkustundum á hvert kílógramm sem gerið hana sambærilega við lit- hium-ion rafhlöður en er með 2000 sinnum meiri endingartíma. Þessar rafhlöður byggja á stöðlum þannig að þær á að vera hægt að smíða í fartölvur og jafnvel í bíla. Síðan má nefna enn eina uppfinn- inguna frá fyrirtækinu Prieto, sem er rafhlaða úr koparfrauði og er ekki sögð eldfim eins og electrolyte raf- hlaða. Hún er líka minni, endingar- betri, með fimmfalt meiri orkurýmd, er mun fljótari í endurhleðslu og er ódýrari í framleiðslu. Fær formaður BÍ daggardropadrifna dráttarvél? Ýmislegt fleira eru vísindamenn að föndra við eins og að virkja húðina á mannslíkamanum og að virkja næt- urdöggina eins og bændur þekkja á túnum sínum. Það er alls enginn vís- indaskáldskapur því vísindamönnum MIT hefur tekist að virkja spennu sem myndast á daggardropum þótt orkan sé ekki ýkja mikil, eða 15 picowött, sem er billjónasti hluti úr einu watti. Kannski þeim takist einhvern tíma að virkja öll stráin á túnunum í Bakkakoti í Borgarfirði hjá Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtakanna. Gaman væri þá að heimsækja formanninn í hey- skapinn og sjá hann þeysa um túnin á daggardropadrifinni dráttarvél. Rafknúnir liðléttingar orðnir algengari Framleiðendur véla til notkunar í landbúnaði hafa verið meðvitað- ir um þetta um langt skeið. Ýmsir hafa náð þar góðum árangri eins og Weidemann í Þýskalandi, en allt er það þó í þróun minni véla eða svokallaðra liðléttinga. Þeir eru þá fyrst og fremst ætlaðir til notkunar í og við gripahús þar sem stutt er í hleðslutæki, því rafmagn á rafhlöðum endist sjaldnast til margra klukkutíma notkunar. Rafknúna vél Weidemann heitir eHoftrac 1160 og er eingöngu knúin rafmagni. Þessi liðléttingur hefur að öllu leyti sömu eiginleika og sambæri- leg vél fyrirtækisins með dísilvél. Það er að segja allt nema úthaldið í fullri vinnu vegna takmarkaðs orku- geymsluþols rafgeymanna. Sem tæki til að nota í og við gripahús ætti þetta þó sjaldnast að koma að sök auk þess sem allt viðhald er einfaldara og engin mengun fylgir notkun vélar- innar. Þessi vél hefur hlotið fjölda verðlauna eins og Innovation Award Equitana 2015, Innovation Award Agra 2015 og Innovation Award Eima 2014. Fyrir utan takmarkaða orkugeymslu í slíkum tækjum er það kannski helst hærra verð á þeim sem heldur aftur af mönnum að kaupa þau. Nokkrir fleiri framleiðendur skot- bómulyftara hafa komið með sínar rafknúnu útgáfur. Góð reynsla af litlum rafknúnum lyfturum Um margra ára skeið hafa rafknúnir hefðbundnir lyftarar verið á markaðn- um og má þar t.d. nefna vörumerkin Toyota, Caterpillar, Jungheinrich, Linde og fleiri. Rafknúnu lyftararnir eru þó yfirleitt í minni stærðarflokk- unum, en þegar kemur að stóru tækj- unum með mikla lyftigetu eru þau yfirleitt dísilknúin. Þótt lyftarar séu víða brúklegir í vöruskemmum, þá henta þeir yfirleitt illa við landbún- aðarstörf, hafa skotbómulyftararnir komið þar sterkir inn á sviðið. Lengra í stærri rafknúnar vinnuvélar Annað er hins vegar upp á teningnum þegar kemur að stærri dráttarvélum og öðrum landbúnaðartækjum sem fara þurfa um víðan völl og eru oft í stöðugri notkun heilu og hálfu dag- ana. Þar hafa menn ekki enn fundið leið til að skipta úr jarðefnaeldsneyti í rafmagn. Margir framleiðendur hafa þó verið að stíga skref í átt að þessu með því að útbúa jaðartæki með rafmótorum. Það hefur aftur á móti kallað á nýjar gerðir dráttarvéla með rafstöðvar innanborðs, sem eru þá knúnar með dísilolíu. Tvinnvél frá Autonomous Ein slík græja er tvinnvél frá Autonomous Tractor Corp. sem er í raun dísilraforkuver á hjólum og með fjórum rafmótorum (eDrive diesel-electric drivetrain). Þessi vél er reyndar hönnuð fyrir stórbúskap og þá einkum akuryrkju og er í tveim stærðum 200 og 400 hestöfl. Segja framleiðendur að þessi vél sé hag- kvæmari fyrir bændur en hefðbundn- ar dráttarvélar. Í fyrsta lagi vegna þess að slíkar vélar séu léttari þar sem dísilmótorinn þarf ekki að vera eins stór og ella, þar sem hann gengur á jöfnu álagi við raforkuframleiðsl- una. Allur búnaðurinn verði því létt- ari sem þýðir að eldsneytisnotkunin verður um 15–20% minni. Þá sé allt viðhald á drifbúnaði mun einfaldara þar sem notast er við rafmótora og Rafvæðing og minnkun mengunar í landbúnaði − vélaframleiðendur farnir að bjóða upp á rafknúna liðléttinga: Stórar rafknúnar dráttarvélar virðast ekki alveg í augsýn − tækninni fleygir þó fram og kannski formaður BÍ sinni heyskapnum í framtíðinni, án gríns, á daggardropadrifinni dráttarvél Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Fréttaskýring Engin olía, bara stinga í samband. Vélaframleiðandinn Weidemann kynnti rafknúinn liðlétting á AgriTechnica-landbúnaðarsýningunni í Hanover í síðasta mánuði. Vélin hefur alla eiginleika sams konar dísilknúins liðléttings, nema vinnutímalengd. Hann blæs hins vegar ekki frá sér neinni loftmengun. Mynd / HKr. Microsupercapacitor frá Rice-há- skólanum. Sodium-ion rafhlaða frá RS2E. Vísindamönnum MIT hefur tekist að virkja spennu sem myndast á daggardrop- um þótt orkan sé ekki ýkja mikil eða 15 picowött (billjónasti hluti úr einu watti). Grindin af tvinnvélinni frá Autonomous Tractor Corp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.