Bændablaðið - 17.12.2015, Page 20

Bændablaðið - 17.12.2015, Page 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Miklar væntingar hafa verið bundnar við þróun á rafknúnum dráttarvélum og öðrum landbún- aðartækjum. Hægara hefur þó gengið í þessum efnum en vonir stóðu til vegna skorts á nógu öfl- ugum rafhlöðum sem duga til notkunar í marga klukkutíma án endurhleðslu. Á loftslagsráðstefnunni sem haldin var í París á dögunum var mikið rætt um að draga úr notk- un jarðefnaeldsneytis. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, tók í svip- aðan streng í Bændablaðinu fyrir skömmu og sagði miklu skipta að landbúnaðurinn legði sitt af mörkum. Þar hafa menn mikið verið að horfa á aukna notkun rafknúinna tækja. Þótt ör þróun sé í hönnun rafhlaðna, þá er enn talsvert í land að þær geti leyst dísilolíuna af hólmi. Vegna vangaveltna á loftslagsráðstefn- unni í París og víðar um þessi mál, þótti Bændablaðinu vel við hæfi að kíkja á hvað væri að gerast í þróun rafknúinna dráttarvéla, þótt það sé engan veginn tæmandi úttekt. Nýjar rafhlöður frá Bosch skref í rétta átt Þýska fyrirtækið Bosch kynnti þó í september gott skref í þessa átt í gegnum fyrirtæki sem Bosch keypti í Bandaríkjunum og heitir Seeo. Það er ný gerð af lithium rafhlöðum, svokölluðum DryLyte™ (polymer electrolyte), sem innihalda ekki fljót- andi electrolyte (rafleiðandi lausn) og því er ekki hætta á íkveikju og heldur engin þörf á sérstakri kælingu raf- hlaðnanna. Við hönnun þeirra er beitt nanotækni og eru þessi batterí sögð mun léttari og ódýrari í framleiðslu en rafhlöður sem m.a. eru notaðar í Tesla-bílana. Þá eiga þau að tvöfalda orkunýtnina sem þýðir að í stað 160 kílómetra drægni, þá verður hægt að aka 320 kílómetra á einni hleðslu. Að mati sérfræðinga Tæknistofnunar Massachusetts (Massachusetts Institute of Technology – MIT) er þetta það besta sem enn hefur sést í þessum geira. Þessar rafhlöður eiga að koma á markað árið 2020. Betur má þó ef duga skal til að knýja þungar dráttarvélar og aðrar vinnu- vélar. Ýmislegt fleira er í farvatninu í þróun rafhlaðna sem þó eru yfirleitt hugsuð í smátæki. Má þar nefna sveigjanlegar Aluminium graphite rafhlöður sem vísindamenn Stanford háskóla hafa þróað og ná fullri hleðslu á einni mínútu. Einnig Alfa rafhlöður frá Fuji Pigment sem eiga að hafa 40 sinnum meiri orkurýmd en Lithium- ion rafhlöður. Þær virðast byggjast upp á notkun á salti og vatni og eiga að geta dugað fyrir smátæki eins og síma í 14 daga notkun. Nano-tæknirafhlöður Nanotæknin er einnig að ryðja sér til rúms í þessum efnum eins og víðar. Þar er nefnd örrafhlaða (Microsupercapacitor) sem smíðuð er með lasertækni af vísindamönnum Rice-háskólans. Hún er sveigjanleg en hefur samt ótrúlegan styrk og á að ná fullri orku með þráðlausri hleðslu á 30 sekúndum. Saltrafhlöður Sodium-ion rafhlöður eru svo enn ein gerðin sem hönnuð hefur verið af franska fyrirtækinu RS2E. Þar er salt lykillinn í hönnuninni sem mikil leynd hvílir þó yfir. Rafhlaða af þessari gerð sem er 6,5 sentí- metrar að lengd á að skila 90 watt klukkustundum á hvert kílógramm sem gerið hana sambærilega við lit- hium-ion rafhlöður en er með 2000 sinnum meiri endingartíma. Þessar rafhlöður byggja á stöðlum þannig að þær á að vera hægt að smíða í fartölvur og jafnvel í bíla. Síðan má nefna enn eina uppfinn- inguna frá fyrirtækinu Prieto, sem er rafhlaða úr koparfrauði og er ekki sögð eldfim eins og electrolyte raf- hlaða. Hún er líka minni, endingar- betri, með fimmfalt meiri orkurýmd, er mun fljótari í endurhleðslu og er ódýrari í framleiðslu. Fær formaður BÍ daggardropadrifna dráttarvél? Ýmislegt fleira eru vísindamenn að föndra við eins og að virkja húðina á mannslíkamanum og að virkja næt- urdöggina eins og bændur þekkja á túnum sínum. Það er alls enginn vís- indaskáldskapur því vísindamönnum MIT hefur tekist að virkja spennu sem myndast á daggardropum þótt orkan sé ekki ýkja mikil, eða 15 picowött, sem er billjónasti hluti úr einu watti. Kannski þeim takist einhvern tíma að virkja öll stráin á túnunum í Bakkakoti í Borgarfirði hjá Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtakanna. Gaman væri þá að heimsækja formanninn í hey- skapinn og sjá hann þeysa um túnin á daggardropadrifinni dráttarvél. Rafknúnir liðléttingar orðnir algengari Framleiðendur véla til notkunar í landbúnaði hafa verið meðvitað- ir um þetta um langt skeið. Ýmsir hafa náð þar góðum árangri eins og Weidemann í Þýskalandi, en allt er það þó í þróun minni véla eða svokallaðra liðléttinga. Þeir eru þá fyrst og fremst ætlaðir til notkunar í og við gripahús þar sem stutt er í hleðslutæki, því rafmagn á rafhlöðum endist sjaldnast til margra klukkutíma notkunar. Rafknúna vél Weidemann heitir eHoftrac 1160 og er eingöngu knúin rafmagni. Þessi liðléttingur hefur að öllu leyti sömu eiginleika og sambæri- leg vél fyrirtækisins með dísilvél. Það er að segja allt nema úthaldið í fullri vinnu vegna takmarkaðs orku- geymsluþols rafgeymanna. Sem tæki til að nota í og við gripahús ætti þetta þó sjaldnast að koma að sök auk þess sem allt viðhald er einfaldara og engin mengun fylgir notkun vélar- innar. Þessi vél hefur hlotið fjölda verðlauna eins og Innovation Award Equitana 2015, Innovation Award Agra 2015 og Innovation Award Eima 2014. Fyrir utan takmarkaða orkugeymslu í slíkum tækjum er það kannski helst hærra verð á þeim sem heldur aftur af mönnum að kaupa þau. Nokkrir fleiri framleiðendur skot- bómulyftara hafa komið með sínar rafknúnu útgáfur. Góð reynsla af litlum rafknúnum lyfturum Um margra ára skeið hafa rafknúnir hefðbundnir lyftarar verið á markaðn- um og má þar t.d. nefna vörumerkin Toyota, Caterpillar, Jungheinrich, Linde og fleiri. Rafknúnu lyftararnir eru þó yfirleitt í minni stærðarflokk- unum, en þegar kemur að stóru tækj- unum með mikla lyftigetu eru þau yfirleitt dísilknúin. Þótt lyftarar séu víða brúklegir í vöruskemmum, þá henta þeir yfirleitt illa við landbún- aðarstörf, hafa skotbómulyftararnir komið þar sterkir inn á sviðið. Lengra í stærri rafknúnar vinnuvélar Annað er hins vegar upp á teningnum þegar kemur að stærri dráttarvélum og öðrum landbúnaðartækjum sem fara þurfa um víðan völl og eru oft í stöðugri notkun heilu og hálfu dag- ana. Þar hafa menn ekki enn fundið leið til að skipta úr jarðefnaeldsneyti í rafmagn. Margir framleiðendur hafa þó verið að stíga skref í átt að þessu með því að útbúa jaðartæki með rafmótorum. Það hefur aftur á móti kallað á nýjar gerðir dráttarvéla með rafstöðvar innanborðs, sem eru þá knúnar með dísilolíu. Tvinnvél frá Autonomous Ein slík græja er tvinnvél frá Autonomous Tractor Corp. sem er í raun dísilraforkuver á hjólum og með fjórum rafmótorum (eDrive diesel-electric drivetrain). Þessi vél er reyndar hönnuð fyrir stórbúskap og þá einkum akuryrkju og er í tveim stærðum 200 og 400 hestöfl. Segja framleiðendur að þessi vél sé hag- kvæmari fyrir bændur en hefðbundn- ar dráttarvélar. Í fyrsta lagi vegna þess að slíkar vélar séu léttari þar sem dísilmótorinn þarf ekki að vera eins stór og ella, þar sem hann gengur á jöfnu álagi við raforkuframleiðsl- una. Allur búnaðurinn verði því létt- ari sem þýðir að eldsneytisnotkunin verður um 15–20% minni. Þá sé allt viðhald á drifbúnaði mun einfaldara þar sem notast er við rafmótora og Rafvæðing og minnkun mengunar í landbúnaði − vélaframleiðendur farnir að bjóða upp á rafknúna liðléttinga: Stórar rafknúnar dráttarvélar virðast ekki alveg í augsýn − tækninni fleygir þó fram og kannski formaður BÍ sinni heyskapnum í framtíðinni, án gríns, á daggardropadrifinni dráttarvél Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Fréttaskýring Engin olía, bara stinga í samband. Vélaframleiðandinn Weidemann kynnti rafknúinn liðlétting á AgriTechnica-landbúnaðarsýningunni í Hanover í síðasta mánuði. Vélin hefur alla eiginleika sams konar dísilknúins liðléttings, nema vinnutímalengd. Hann blæs hins vegar ekki frá sér neinni loftmengun. Mynd / HKr. Microsupercapacitor frá Rice-há- skólanum. Sodium-ion rafhlaða frá RS2E. Vísindamönnum MIT hefur tekist að virkja spennu sem myndast á daggardrop- um þótt orkan sé ekki ýkja mikil eða 15 picowött (billjónasti hluti úr einu watti). Grindin af tvinnvélinni frá Autonomous Tractor Corp.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.