Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 að segja að þetta svæði sé mikilvægt, en tala svo á móti því að það sé gert aðgengilegt fyrir venjulegt fólk, en verði aðeins fyrir ríka fólkið á stóru jeppunum. Þetta fólk hefur notið þess fram til þessa að vera með hálendi Íslands meira og minna út af fyrir sig og vill helst hafa það þannig áfram. Besta náttúruverndin falin í lagfæringu veganna Mér finnst að almenningur og erlendir ferðamenn eigi að hafa kost á því að komast inn á þetta svæði á venjulegum bílum, sem ekki er hægt í dag. Þess í stað er fólk að skröngl- ast þetta eftir illfærum slóðum og utan vega og eyðileggja landið. Ég hef haldið því fram að með aukinni umferð ferðamanna, þá sé einhver besta náttúruverndarráð- stöfun falin í því að laga vegina til að koma í veg fyrir utanvegaakstur.“ Sjálfbærni landbúnaðar afar mikilvæg Trausti hefur áhuga á mörgum öðrum málum sem tengjast land- nýtingu, eins og landbúnaði, og fjallar líka um þau í hinni nýju bók sinni, „Mótun framtíðar“. „Mér finnst mjög áhugaverð umræðan á seinni árum um sjálf- bæra þróun. Ég og Birgir Jónsson, samkennari minn við Háskóla Íslands, efndum til samstarfs við Ernu Bjarnadóttur, hagfræðing hjá Bændasamtökum Íslands, um rannsóknir á hvernig það væri ef landinu yrði skipt í ákveðna fleti út frá hugsuninni um sjálfbærni. Almennt má segja að sjálfbærni byggist á því að ná sem mestri hag- kvæmni. Allt sem er hagkvæmt fer vel með viðkomandi starfsgrein og þar með þjóðfélagið. Í þess- um vangaveltum könnuðum við ýmislegt, m.a. hvar hentugustu aðstæðurnar væru fyrir landbúnað á Íslandi. Hér á landi eru margar góðar forsendur fyrir þessa grein, m.a. gnægð vatns, möguleikar tengdir jarðhita, næg landbúnað- arlönd, hlýnandi loftslag, meiri frjó- semi, möguleiki á stækkun svæða, lítil þörf á notkun tilbúins áburðar, gott rými og litlar áveitur. Þó margt gott sé um áveitur að segja, sérstakleg í þurrari löndum, þá skilja þær eftir salt í jarðveginum þegar þær þorna upp. Það er orðið stórt vandamál víða í landbúnaði.“ Nauðsynlegt að tryggja fæðuöryggi til að geta mætt áföllum Bendir Trausti á að þegar lögmál markaðarins fái ein að ráða ferðinni, þá sé farið að horfa á hagsýnis- sjónarmið út frá mjög þröngum skilningi. Þegar menn vilji byggja upp starfsemi eins og landbúnað í einhverju landi, eða í heimsálfum eins og Evrópu, þá megi sú hugsun aldrei vera allsráðandi að einblína á fljóttekinn og mikinn hagnað fyrir rekstraraðila heldur verði sú upp- bygging að byggja á skynsemi út frá heildarsjónarmiðum. „Mér þykir slæmt að heyra það varðandi mögulega tollasamn- inga ef Evrópu- s a m b a n d i ð reynir ekki að passa upp á að hafa hlutina þannig að fram- tíðarsjónarmið í þágu heildarinnar ráði í reglu- gerðarsmíð og löggjöf. Síðan er annað sem þarf að hafa í huga, þegar verið er að huga að skipulagningu atvinnuvega. Það er að krísuástand getur alltaf komið upp. Þá þurfum við að vera með þannig starfsemi að hún sé sem mest sjálfbær og þoli áföll. Þetta varðar notkun á innlendum áburði, orku og alla aðra hluti. Síðasta dæmið um mikilvægi þess að vera með sterkan íslenskan landbúnað sáum við í kreppunni sem skall á 2008. Þá snarlækkaði verðið á íslensku krónunni þannig að allur innfluttur matur varð mjög dýr. Ef við hefðum þá ekki verið með okkar íslenska landbúnað, þá hefði höggið orðið mun meira. Það er því nauðsynlegt að við séum sjálfbær um okkar grunn-matvælategundir. Þetta er alveg það sama og gerðist í kreppunni miklu um 1930. Þá voru ekki til peningar til að flytja inn dýr erlend matvæli. Þá gat þjóðin kom- ist af með því að lifa á íslenskum landbúnaðarafurðum og fiski. Það bjargaði þjóðinni þá. Það væri góð stefna fyrir fram- tíðina að við gætum í viðlögum og alvarlegum tilfellum komist með góðu móti af án mest alls innflutn- ings. Í það minnsta hvað varðar grunn-matvælategundir þ.e. að við eigum nóg af þeim til að halda lífinu í fólkinu.“ Of sjálfhverf og þröngsýn umræða Trausti segir að Íslendingar geti ekki leyft sér að halda að heims- myndin verði í framtíðinni ein- tóm hamingja. Fólk eigi að vera minnugt þess að á síðustu öld voru tvær heimsstyrjaldir þar sem landið lokaðist að allverulegu leyti fyrir innflutningi, t.d. vegna of hás verðs. „Mér finnst að framtíðarstefna þjóðarinnar þurfi að taka mið af stærri viðburðum af þessum toga. Ég á erfitt með að skilja hugsun margra í umræðunni. Það virðast margir vera orðnir svo sjálfhverfir og horfi einungis í aurinn og það að eitthvað kunni að sparast í augna- blikinu og að út frá þessum aurum sé í lagi að ganga frá íslenskum landbúnaði dauðum. Þetta lýsir mikilli þröngsýni og þröngum sjóndeildarhring fólks. Það virðist ekki skilja að það geti borgað sig að kosta töluverðu til að tryggja hér öryggi, þannig að við getum búið hérna í hættuástandi, á því sem landið gefur. Við þurfum ekkert að búast við að hér komi ekki aftur upp alvar- leg krísa í heiminum, líkt og var á 20. öld, sem geti lokað landinu, nú eða komi stór eldgos eins og svo oft hefur gerst í Íslandssögunni,“ segir Trausti Valsson prófessor. (Faeebook-síða bókarinnar heitir eins og hún „Mótun framtíðar“. /HKr. Þeir sem unnu lands-skipulags stefnuna hafa þá sýn að miðja landsins verði einskonar þjóðgarður, sem heimsóttur er frá jöðrunum. Áherslan á verndun og „ósnortin víðerni“ er svo víðtæk, að lagðir eru margir steinar í götu orkuvinnslu og vegagerðar á hálendinu. T.d. er talað um „sumarvegi“ sem verði opnir 4-6 mánuði á ári og er þá ekki tekið tillit til þess að hlýnunin mun þýða að miklu auðveldara verður, vegna minni snjóa, að halda vegum á þessum slóðum lengur opnum. Og fjallvegir á miðhálendinu eru ekki mikið öðruvísi en aðrir fjallvegir í landinu, nema að þeir eru lengri. Það sem er þó undarlegast við ofangreinda stefnu í vegamálum á Miðhálendinu – og kemur fram í landsskipulagsstefnunni – er að hún tekur lítið tillit til þess að þegar árið 2002 mótaði Alþingi þá stefnu að lagðir yrðu fjórir stofnvegir (sem þýðir mjög góðir vegir) á hálendinu: Tveir þeirra, Kjalvegur og Sprengisandsvegur, mundu færa uppsveitir Norður- og Suðurlands hundruð kílómetra hverjar nær annarri. Tæplega er hugsanleg áhri fameir i aðgerð í byggðarmálum, enda mundi flæði ferða-mennskunnar geta náð miklu betur út fyrir SV-land með þessu. Hringleiðir sem hér yrðu til, yrðu einnig mjög dýrmætar, og með að opna ferðastraumum betri leið norður og austur, léttist á umhverfisálagi ferðamennsku á SV-landi. Hálendisvegir mundu líka gegna miklu öryggishlutverki í náttúruhamförum og hefur stofnvegurinn Fjallabaksleið nyrðri þar mestu hlutverki að gegna sem varaleið, t.d. þegar Kötlugos kemur, en það gæti rofið hringveginn í marga mánuði. Svo gæti virst að andstaða við hálendisvegi væri mikil, en í skoðanakönnun Bylgjunnar 20/4 ´15 var spurt: Viltu að hálendisvegur verði lagður er tengi Suður- og Norðurland? Á móti voru 28,6%, en 71,4% voru með því að hálendisvegur yrði lagður. Um landskipulagsstefnuna í bókinni Mótun framtíðar:E f ekki hefði verið ráð-ist í miklar vegabæt-ur og ef landið hefði ekki upplifað þann geysilega vöxt í ferðaþjónustu sem varð við upphaf 21. aldar, þá hefði ferða- þjónustan ekki verið eins tiltæk sem stór hjálp þegar landið lenti í hruninu 2008. Það sem enn vantar mest í vegakerfinu – og hefði átt að vera komið fyrir löngu – er að ljúka hálendisvegum. Nokkuð hefur þó samt áunnist þar í vegabót- um, því Kjal-, Sprengisands- og Vatnajökulsvegir eru nú komn- ir að hálfu. En afgangurinn er aðeins slóðar sem gerir að þessir hálendisvegir, sem eru komnir að hálfu, nýtast ferðaþjónustunni mjög lítið. Þegar vegakerfi landsins fór að myndast í byrjun 20. aldar, var það eðlileg stefna að tengja helstu bæi á ströndinni, og urðu þannig til frumdrög að hringveginum í útjaðri landsins. Næst var farið í að tengja landsvæði. T.d. kom veg- tengingin til Austurlands 1934. Skaftafellssýslur voru tengdar með brúm á Skeiðarársandi 1974 og var þá fyrst hægt að aka hringinn í kringum allt landið. Varð það mjög til að auka hring- flæði ferðamennskunnar. Jafnframt var unnið að því að leggja vegi inn til sveitanna, inn til landsins, en þetta voru allt botnlangavegir og hafa þeir því enn nýst lítið fyrir ferðaþjónustu. Stóri möguleikinn í að auka flæði ferðaþjónustunnar í uppsveitum felst í því að ljúka hálendisvegum og tengja botnlanga-sveitaveg- ina inn á þá, sem fengju því fleiri ferðamenn. Með hálendisvegum mundu byggðarlög t.d. á Suður-, Norður- og Austurlandi tengjast beint, en í dag þarf að taka krók- inn um Vesturland/Reykjavík, eða Suðurland/Austfirði til að fara þarna á milli. Einn mikilvægasti ávinningur sem kæmi með hálendisvegum væru fjölmargar nýjar stuttar hringleiðir um landið, en hring- vegurinn með ströndinni er of langur, eða tæpir 1400 km. Úr bókinni Mótun framtíðar: Mynd / HKr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.