Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015
Sameinað Wacker Neuson
árið 2005
Árið 2005 var Weidemann GmbH
keypt af samsteypunni Wacker
Neuson SE og starfar nú sem
dótturfélag þess. Wacker Neuson
er leiðandi framleiðandi á heims-
vísu á hágæða tækjum og búnaði
fyrir byggingaverktaka, landbúnað
og fjölþættan iðnað eins og endur-
vinnslu. Höfuðstöðvarnar eru í
München, en verksmiðjur fyrirtæk-
isins eru í Þýskalandi, Austurríki,
Bandaríkjunum, Filippseyjum og
í Serbíu. Alls eru dótturfélögin 50
talsins og umboðsaðilar eru meira
en 140 víða um heim. Starfsmenn
fyrirtækisins eru nú yfir 4.500. Í
framleiðslu eru 300 gerðir af tækjum
og búnaði og einkaleyfin eru orðin
365. Samsteypan hefur verið skráð
á hlutabréfamarkaði SDAX síðan
2007.
Widemann verksmiðjan í
Korbach framleiðir vélar bæði undir
nafni Weidemann, sem gjarnan eru
rauðar að lit og mest seldar til land-
búnaðar, og Wacker Neuson, sem
eru einkenndar með gulum lit, eru
einkum seldar til jarðvinnu- og
byggingaverktaka um allan heim.
Reyndar er kaupendum boðið upp
á að velja lit á vélar sínar í hvaða lit
sem er gegn aukagjaldi. Allar vél-
arnar og vélahlutar eru duftspraut-
aðir (powdercoating) en duftið er
síðan bakað í miklum hita þannig
að yfirborðið verður mun sterkara
og endingarbetra en venjulegt lakk.
Umboðsaðili Weidemann á Íslandi
er Kraftvélar, en Þór hf. hefur einnig
selt hitt merki fyrirtækisins, Wacker
Neuson, hér á landi.
Hægt er að fá vélarnar frá
Weidemann búnar með mismun-
andi hætti, bæði með veltigrind og
lokuðu húsi. Þá er hægt að fá alls
konar búnað eins og GPS, loftkæl-
ingu og hitastýringu og hvað eina
sem menn kjósa helst. /HKr.
Grunnur lagður að nýjum Weidemann-vélum á færibandinu.
- Áratugareynsla á Íslandi
S: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is
- Bílakerrur
- Vélakerrur
- Flutningakerrur
- Bátakerrur
- Yfirbyggðar kerru
Vertu vinur okkar á Facebook