Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Lesendabás Framboð og aðgengi að nægri fæðu, fæðuöryggi (e. food security) og öryggi matvæla til neyslu, matvælaöryggi (e.food safety) eru ætíð á meðal mikil- vægustu mála á hverjum tíma um allan heim. Miklar framfarir í landbúnaði og stórfelld milliríkjaviðskipti leysa þó ekki vanda hverrar þjóðar fyrir sig. Því er það almennt viðurkennt að allar þjóðir þurfi að treysta fæðu- öryggi með eigin framleiðslu sem fjölbreyttastra matvæla eftir því sem skilyrði leyfa. Stuðningur við landbúnað Til þess að unnt sé að stunda land- búnað þurfa bændur hér sem annars staðar að hafa starfsskilyrði til þess að rækta land og búfé og framleiða holl og góð matvæli að óskum neyt- enda. Gerðar eru miklar kröfur um gæði á sama tíma og bændur eru undir stöðugum þrýstingi samfé- lagsins um lágt matarverð. Í þessum málum er oft mikill tvískinnungur því að jafnvel sama fólkið, sem gagnrýnir t.d. alifugla- og svínabændur í verksmiðjubúskap fyrir að skerða velferð dýra vegna hagræðingar, er oftast tilbú- ið að kaupa afurðirnar vegna þess að þær eru ódýrastar. Um þessar mundir eru t.d. kúabændur í Bretlandi að gefast upp í stórum stíl við mjólkurframleiðslu vegna lágs afurðaverðs sem stóru verslanakeðjurnar hafa knúið fram. Nú, þegar verið er að endur- skoða búvörusamninga, ættum við að hafa í huga að stuðning- ur við hinar ýmsu búgreinar er hagsmunamál okkar allra, ekki aðeins bændanna, því að stuðn- ingur við framleiðslu matvæla er fyrst og fremst til að viðhalda og renna styrkari stoðum undir fæðuöryggi þjóðarinnar. Loftslagsmálin – endurheimt votlendis Sem betur fer er farið að taka loftslagsmálin fastari tökum í viðleitni til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þar koma umsvif í landbúnaði mikið við sögu og ljóst er að finna þarf leiðir og þróa aðgerðir til að koma til móts við þær kröfur sem gerðar verða, í sátt við umhverfi og náttúru. Mikið hefur verið rætt um framlag skógræktar og land- græðslu en í seinni tíð hefur borið mikið á væntingum til jákvæðra áhrifa endurheimtar votlend- is. Talað er um að moka ofan í skurði, jafnvel í stórum stíl, og þeir bjartsýnustu halda því fram að slíkt muni ekki skerða landbún- aðarframleiðsluna þótt vitað sé að frjósömustu túnin og akurlendin eru á framræstum mýrum um land allt. Þarna skortir meiri upp- lýsingar, t.d. um hversu virkir þeir skurðir eru sem grafnir voru fyrir áratugum og hvar sé talið vænlegast að moka ofan í án þess að trufla viðhald ræktunar á verðmætum landbúnaðarsvæðum. Ég efast um að þessi mál hafi verið kynnt nægi- lega til að fá fram upplýsta umræðu um þau. Tengsl votlendis og fæðuöryggis Í lok nóvember sat ég ágætt mál- þing um jarðvegsvernd sem haldið var í vistlegu húsi í jaðri einnar hinna fjölmörgu mýra sem ræstar hafa verið fram í Reykjavík en því fer fjarri að bændur einir beri ábyrgð á skurðgreftrinum um áratuga skeið. Eitt er víst að höfuðborgin mun ekki geta endurheimt votlendi sem neinu nemur, en á móti vegur trjárækt, a.m.k. að einhverju leyti. Það sem vakti mesta athygli mína á málþinginu var tilvísun flestra sem tóku til máls í nauðsyn þess að endurheimta votlendi í sveitum landsins með því að moka ofaní skurði, þeir hefðu hvort sem er verið óþarfir margir hverjir. Slagorðin skiluðu sér vel, svo sem „hernaðurinn gegn landinu“. Mikill samhljómur þar. Enn fór ég að efast um að umræðan um þessi efni væri nægilega upplýst og því vil ég skora á sérfræðinga um þau að bæta úr með markvissri upplýsingagjöf, t.d. frá Landbúnaðarháskóla Íslands og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar- ins, því að nýting votlendis tengist mjög fæðuöryggi þjóðarinnar auk þess að koma við sögu loftslags- mála. Mótsagnirnar sem felast í auknum innflutningi Um réttaleytið í haust fögnuðu ýmsir talsmenn verslunar og neytenda, svo og sumir alþingismenn, þeirri ákvörðun stjórnvalda að fella niður tolla af ýmsum landbúnaðarvör- um frá Evrópusambandsríkjunum. Þessi ákvörðun mun væntanlega leiða til aukins innflutnings, a.m.k. sumra veigamikilla landbúnaðar- afurða. Því telja talsmenn búgreina á borð við alifugla- og svínarækt að þessi samningur við ESB geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir innlenda framleiðslu og vinnslu. Afleiðingarnar gætu orðið þær að innlend framleiðsla minnki veru- lega og rýrni jafnvel það mikið að vinnslan beri sig ekki heldur og þá er hætt við að höggvið verði skarð í fæðu- og jafnvel matvæla- öryggi líka. Samt mun það vera stefnumið stjórnvalda að efla land- búnaðinn svo mótsagnakennt sem það virðist vera. Markaðshyggjumenn á villigötum Sumir markaðshyggjumenn munu trúlega halda því fram að hvort sem er þurfi að flytja inn mikil aðföng, svo sem fóður, og því skipti þessar breytingar litlu eða engu máli. Slíkur málflutningur er í raun meinloka því að fæðuöryggið verður alltaf meira ef matvælin eru framleidd í landinu sjálfu, ekki síst af því að um eyland er að ræða. Fæðuöryggið verður að sjálf- sögðu meira eftir því sem meira af matnum er framleitt í landinu með innlendum aðföngum. Þess vegna ætti að gefa kostum lífræns land- búnaðar meiri gaum líkt og gert er víða erlendis um þessar mund- ir. Langflutningar matvæla valda miklum útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda og því getur aukinn innflutningur matvæla á kostnað innlendrar framleiðslu aðeins aukið á loftslagsvána. Þá er vert að hafa í huga að nú þegar eru loftslags- breytingar farnar að taka sinn toll á stórum akuryrkjuvæðum í heim- inum, sérstaklega vegna mikilla þurrka og hamfaraveðra. Þannig er hætt við að bæði skortur og verðhækkanir komi fram á ýmsum vörum áður en langt um líður. Matarsóunin er stórmál Auknir flutningar matvæla kalla á aukin afföll miðað við að fæðunnar sé neytt sem næst framleiðslustað. Þar við bætist aukinn umbúða- kostnaður. Allt eykur þetta efnis- og orkunotkun og þar með eykst útblástur gróðurhúsalofttegunda. En það sem fremur hefur verið í umræðunni á seinni árum er hrein- lega sóun matvæla sem neytendur eru búnir að kaupa í verslunum. Um árabil var þessu vandamáli ekki gefinn gaumur hér á landi en nú er verið að taka til hendinni og er ánægjulegt hve vel hefur tekist að vekja athygli á þessari stórfelldu eyðileggingu verðmæta. Miðað við að verið sé að henda um fjórðungi af þeim mat sem keyptur er verður það að teljast stórmál. Betri nýting á matnum hlýtur að vera mikið hagsmuna- mál neytenda og er einnig fram- lag til umbóta í loftslagsmálunum. Einnig má færa fyrir því sannfær- andi rök að góð nýting á mat stuðli að fæðuöryggi. Höfum ekki fæðuöryggi í flimtingum Þótt merkilegt megi virðast er stundum skopast að þeim sem ræða af alvöru um fæðuöryggi. Um sé að ræða umræðu liðinnar tíðar, nóg sé af öllu, hvar sem er og hvenær sem er, án tillits til árstíða, og þegar um matvörur sé að ræða séu þær alls staðar ódýrari en hér á landi. Hér eigi helst ekki að vera landbúnaður, það borgi sig ekki. Seint verða verðbréf étin, það sannaðist í bankahruninu 2008, og sem betur fer, af skoðanakönnunum að dæma, kann þorri Íslendinga vel að meta þau innlendu mat- væli sem á boðstólum eru á sann- gjörnu verði miðað við gæði. Þetta snertir líka matvælaör- yggið, t.d. varðandi sýklalyfja- ónæmi, því að alþekkt er að hér á landi er notkun sýklalyfja í búfjár- framleiðslu hverfandi lítil miðað við önnur lönd. Sennilega þarf meiri fræðslu um þessi efni, strax í skólakerfinu. Þeir sem láta sig ekki varða þessi mál, og hafa þau jafnvel í flimtingum, ættu að hug- leiða þau í víðara samhengi líkt og ég hef reynt að gera hér að framan. Eitt er þó víst, að eins og staðan í heiminum er í dag, er fæðuöryggi ekkert grín. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson ( oldyrm@gmail.com) Fæðuöryggi er ekkert grín Dr Ólafur R. Dýrmundsson. Hvers virði er fæðuöryggi? − Þe ssi mynd, sem lýsir umræðunn i mjög vel, birtist í Fréttablaðinu 25. nóvember síðastliðinn Teikning / Halldór Baldursson. Miklar framfarir í landbúnaði og stórfelld milliríkjaviðskipti leysa þó ekki vanda hverrar þjóðar fyrir sig. Því er það almennt viðurkennt að allar þjóðir - væla eftir því sem skilyrði leyfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.