Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Mesta hviðan í óveðrinu sem gekk yfir landið í liðinni viku mældist á Hallormsstaðahálsi, 72,6 metr- ar á sekúndu, en í veðurstöðinni á Hallormsstað mældist mesta hviðan 17 metrar á sekúndu. Þar munar eflaust miklu að trjágróður veitti skjól. Á vefsíðu Skógræktar ríkisins er fjallað um það skjól sem trjágróður veitir og rætt við nokkra skógræktarmenn. Þröstur Eysteinsson, sviðstjóri þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkis- ins, býr í Höfða á Völlum, skammt innan byggðarinnar á Egilsstöðum. Þar er mikil skógrækt, meðal annars með alaskaösp, sem sýndi vel hversu fljótt er hægt að koma upp nytsömu skjóli með trjágróðri á Íslandi. Aspirnar eru aðeins 20 ára gamlar en gera nú að verkum að þegar stór- viðri geisa gætir áhrifanna lítið heim við húsið þótt hávaðinn í vindinum drynji fyrir ofan. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, er nýfluttur til baka á Selfoss þar sem hann er uppalinn. Á vef Skógræktar ríkisins segist Hreinn finna mjög fyrir því hvað skjól hefur aukist í bænum síðustu ár enda hefur trjágróður aukist þar mjög síðustu áratugi. Nú standi fólk þar í skjóli en heyri í óveðrinu fyrir ofan líkt og Þröstur lýsti hér að framan. Á Selfossi hefur þetta meðal annars þau áhrif að snjór safn- ast fyrir í bænum í stað þess að fjúka burt eða hlaðast upp í skafla. Grenibelti tók mesta vindinn af Úlfur Óskarsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, býr í Hveragerði og segir að grenibelti við götuna Heiðmörk hafi tekið mesta vindinn af húsinu hans sem stendur í næstu götu samsíða. Greinilegt hafi verið að vindurinn hægði á sér við þetta belti. Ólafur Sturla Njálsson, sem rekur trjáplöntustöðina Nátthaga í Ölfusi, segir að mest muni um asp- irnar enda kunni þær ekki að vaxa undan vindi. Hann muni leggja meiri áherslu á þær framvegis til að mynda skjól fyrir vindi. Fyrir nokkrum árum var rætt um skjólið af trjánum í Reykjavík sem væri farið að sjást á mælingum Veðurstofunnar í Öskjuhlíð þegar skoðaðar væru vindmælingar síðustu áratuga. Miðnesheiði væri vindafar svipað nú og fyrir nokkrum áratugum en meðalvindur væri orðinn lægri í Öskjuhlíð. Enga aðra skýringu er að sjá á því en þá að þéttbýlisskógurinn sé farinn að hafa áhrif á veðurfarið. Vægari vindstrengir Sömu sögu er áreiðanlega að segja víðar um landið. Á Akureyri er talað um að vindstrengir sem stóðu gegn- um bæinn á árum áður, ýmist úr suðri eða norðri, séu orðnir vægari. Snjó dragi síður í skafla en áður var en þess í stað falli hann jafnt yfir allt. Enn fremur þykist fólk sjá mikinn mun á yngri hverfum þar sem trjá- gróður er enn lítill og á eldri, grónari hverfum þar sem trén eru orðin hærri en húsin. Í fréttum af óveðrinu var talað um að veður á höfuðborgar- svæðinu hefði verið einna verst í efri byggðum en það eru einmitt nýju íbúðahverfin sem enn eru að mestu skóglaus. Erfitt er að verjast þeirri hugsun að trjágróður hefði getað komið í veg fyrir eitthvað af því tjóni sem varð í nýafstöðnu óveðri, segir á skogur.is. Enn fremur að með skipulegum hætti væri hægt að rækta trjágróður, bæði í þéttbýli og við sveitabæi, sem minnkaði hætt- una á tjóni þegar ofsaveður geisa. Um leið bætir slíkur trjágróður öll lífsskilyrði fólks, eflir vistkerfi, eykur fuglalíf, skýlir dýrum ekki síður en mönnum og þar fram eftir götunum. /MÞÞ Quantron A - Magnstýritölva. Tryggir nákvæma magndreifingu. Rauch MDS áburðardreifarar Þýsk hágæðavara og margverðlaunaðir fyrir þróun og tæknilegar lausnir. Grunnútgáfan er 900 lítra og stækkanleg í þrepum upp í 1.700 lítra (ca. 1.800 kg). Fullkominn dreififerill, stillanlegir- og nákvæmir dreifidiskar. Dreifibreidd 10-24m. Hægsnúandi hræra sem hlífir áburðinum. Einkaleyfisvarinn búnaður við dreifidiska sem tryggir að áburðurinn brotni ekki þegar hann lendir á dreifidiskum. Quantron A magnstýritölva og möguleg tenging við GPS-stýringu. Viðhaldsfrítt drif. Tvennskonar kantdreifibúnaður í boði. Quantron Guide. GPS tölva. GSE 7 - Kantdreifibúnaður. Stillanlegur 0-2 metra frá skurðbakka. Hægt að stjórna innan úr dráttarvélinni, á ferð. Telemat 1 Stillanlegur jaðarbúnaður fyrir Á Axis dreifurum er dreifibreiddinni skipt í 4, eða 8 hluta. Þessu er stjórnað með stýritölvunni. kantdreifingur úr akstursspori. Hægt að stjórna innan úr dráttarvélinni, á ferð. Búvís ehf · Akureyri Sími 465 1332 www.buvis.isGylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is Frostagata 2a 600 Akureyri www.claas.is VERKIN TALA FR U M - w w w .f ru m .is Minnum á áramótatilboð okkar! ÞIÐ STANDIÐ STERKARI MEÐ KUHN ÁRAMÓTATILBOÐ 15% afsláttur af verðlistaverði á Kuhn hey- og jarðvinnutækjum til 5. janúar 2016. 5% afsláttur af Kuhn rúllusamstæðum, stökum rúllu vélum og taðdreifurum til 05. janúar 2016. Trjágróður dregur verulega úr áhrifum stórviðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.