Bændablaðið - 17.12.2015, Page 47

Bændablaðið - 17.12.2015, Page 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Mesta hviðan í óveðrinu sem gekk yfir landið í liðinni viku mældist á Hallormsstaðahálsi, 72,6 metr- ar á sekúndu, en í veðurstöðinni á Hallormsstað mældist mesta hviðan 17 metrar á sekúndu. Þar munar eflaust miklu að trjágróður veitti skjól. Á vefsíðu Skógræktar ríkisins er fjallað um það skjól sem trjágróður veitir og rætt við nokkra skógræktarmenn. Þröstur Eysteinsson, sviðstjóri þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkis- ins, býr í Höfða á Völlum, skammt innan byggðarinnar á Egilsstöðum. Þar er mikil skógrækt, meðal annars með alaskaösp, sem sýndi vel hversu fljótt er hægt að koma upp nytsömu skjóli með trjágróðri á Íslandi. Aspirnar eru aðeins 20 ára gamlar en gera nú að verkum að þegar stór- viðri geisa gætir áhrifanna lítið heim við húsið þótt hávaðinn í vindinum drynji fyrir ofan. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, er nýfluttur til baka á Selfoss þar sem hann er uppalinn. Á vef Skógræktar ríkisins segist Hreinn finna mjög fyrir því hvað skjól hefur aukist í bænum síðustu ár enda hefur trjágróður aukist þar mjög síðustu áratugi. Nú standi fólk þar í skjóli en heyri í óveðrinu fyrir ofan líkt og Þröstur lýsti hér að framan. Á Selfossi hefur þetta meðal annars þau áhrif að snjór safn- ast fyrir í bænum í stað þess að fjúka burt eða hlaðast upp í skafla. Grenibelti tók mesta vindinn af Úlfur Óskarsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, býr í Hveragerði og segir að grenibelti við götuna Heiðmörk hafi tekið mesta vindinn af húsinu hans sem stendur í næstu götu samsíða. Greinilegt hafi verið að vindurinn hægði á sér við þetta belti. Ólafur Sturla Njálsson, sem rekur trjáplöntustöðina Nátthaga í Ölfusi, segir að mest muni um asp- irnar enda kunni þær ekki að vaxa undan vindi. Hann muni leggja meiri áherslu á þær framvegis til að mynda skjól fyrir vindi. Fyrir nokkrum árum var rætt um skjólið af trjánum í Reykjavík sem væri farið að sjást á mælingum Veðurstofunnar í Öskjuhlíð þegar skoðaðar væru vindmælingar síðustu áratuga. Miðnesheiði væri vindafar svipað nú og fyrir nokkrum áratugum en meðalvindur væri orðinn lægri í Öskjuhlíð. Enga aðra skýringu er að sjá á því en þá að þéttbýlisskógurinn sé farinn að hafa áhrif á veðurfarið. Vægari vindstrengir Sömu sögu er áreiðanlega að segja víðar um landið. Á Akureyri er talað um að vindstrengir sem stóðu gegn- um bæinn á árum áður, ýmist úr suðri eða norðri, séu orðnir vægari. Snjó dragi síður í skafla en áður var en þess í stað falli hann jafnt yfir allt. Enn fremur þykist fólk sjá mikinn mun á yngri hverfum þar sem trjá- gróður er enn lítill og á eldri, grónari hverfum þar sem trén eru orðin hærri en húsin. Í fréttum af óveðrinu var talað um að veður á höfuðborgar- svæðinu hefði verið einna verst í efri byggðum en það eru einmitt nýju íbúðahverfin sem enn eru að mestu skóglaus. Erfitt er að verjast þeirri hugsun að trjágróður hefði getað komið í veg fyrir eitthvað af því tjóni sem varð í nýafstöðnu óveðri, segir á skogur.is. Enn fremur að með skipulegum hætti væri hægt að rækta trjágróður, bæði í þéttbýli og við sveitabæi, sem minnkaði hætt- una á tjóni þegar ofsaveður geisa. Um leið bætir slíkur trjágróður öll lífsskilyrði fólks, eflir vistkerfi, eykur fuglalíf, skýlir dýrum ekki síður en mönnum og þar fram eftir götunum. /MÞÞ Quantron A - Magnstýritölva. Tryggir nákvæma magndreifingu. Rauch MDS áburðardreifarar Þýsk hágæðavara og margverðlaunaðir fyrir þróun og tæknilegar lausnir. Grunnútgáfan er 900 lítra og stækkanleg í þrepum upp í 1.700 lítra (ca. 1.800 kg). Fullkominn dreififerill, stillanlegir- og nákvæmir dreifidiskar. Dreifibreidd 10-24m. Hægsnúandi hræra sem hlífir áburðinum. Einkaleyfisvarinn búnaður við dreifidiska sem tryggir að áburðurinn brotni ekki þegar hann lendir á dreifidiskum. Quantron A magnstýritölva og möguleg tenging við GPS-stýringu. Viðhaldsfrítt drif. Tvennskonar kantdreifibúnaður í boði. Quantron Guide. GPS tölva. GSE 7 - Kantdreifibúnaður. Stillanlegur 0-2 metra frá skurðbakka. Hægt að stjórna innan úr dráttarvélinni, á ferð. Telemat 1 Stillanlegur jaðarbúnaður fyrir Á Axis dreifurum er dreifibreiddinni skipt í 4, eða 8 hluta. Þessu er stjórnað með stýritölvunni. kantdreifingur úr akstursspori. Hægt að stjórna innan úr dráttarvélinni, á ferð. Búvís ehf · Akureyri Sími 465 1332 www.buvis.isGylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is Frostagata 2a 600 Akureyri www.claas.is VERKIN TALA FR U M - w w w .f ru m .is Minnum á áramótatilboð okkar! ÞIÐ STANDIÐ STERKARI MEÐ KUHN ÁRAMÓTATILBOÐ 15% afsláttur af verðlistaverði á Kuhn hey- og jarðvinnutækjum til 5. janúar 2016. 5% afsláttur af Kuhn rúllusamstæðum, stökum rúllu vélum og taðdreifurum til 05. janúar 2016. Trjágróður dregur verulega úr áhrifum stórviðra

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.