Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 7.500 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.750. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Auður Laila Jónasdóttir audur@bondi.is – Sími: 563 0303 – Frágangur fyrir prentun: Prentsnið. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 LEIÐARINN Hugsanlega eru jarðarbúar nú á tímamótum hvað varðar möguleikana til að komast af. Þar mun skipta miklu máli hvernig spilað verður úr þeim gæðum sem sumar þjóðir hafa umfram aðrar. Það eru ekki allar þjóðir jafn heppnar og við Íslendingar þegar kemur að lífsnauðsynlegum auð- lindum eins og aðgengi að hreinu vatni, landi til matvælaframleiðslu og auðlindanna í hafinu umhverfis landið. Vegna þess hvílir sú skylda á Íslendingum að nýta þetta allt á sem sjálfbærastan hátt. Matvælaframleiðsla víða um heim glímir nú við afleiðingar af ofnotkun sýklalyfja, skordýraeiturs og annarra efna. Gegn þessu hafa íslenskir bændur verið að berjast. Þeir hafa náð miklum faglegum árangri sem eftir er tekið víða um heim. Í sumum skúmaskotum í íslenskri pólitík þykir sá árangur þó helst efni í brandara. Að mati fjölmargra vísindamanna um allan heim er sýklalyfjaónæmi þó stærsta heilsu- og efnahagsógnin sem mann- kynið stendur frammi fyrir. Íslendingar hafa einna mest aðgengi að hreinu vatni í heimin- um í dag. Í því eru fólgin gríðarleg verðmæti, í heimi þar sem ofnýting grunnvatns er þegar orðið stórkost- legt vandamál. Það er stór hluti af orsök upplausnar samfélaga og blóðugra átaka í Afríku og í Mið- Austurlöndum. Þetta hefur m.a. komið upp í umræðunni um lofts- lagsráðstefnuna sem nýlokið er í París. Þar urðu mikil fagnaðarlæti yfir því sem menn telja vera við- snúning og brotthvarf frá notkun jarðefnaeldsneytis í heiminum. Ákvörðum um að hætta notkun jarðefnaeldsneytis getur samt líka verið tvíbent, þótt menn hafi forðast slíka umræðu í París. Það eru nefni- lega tugir ef ekki hundruð milljóna manna sem hafa allt sitt lífsviður- væri af nýtingu á jarðolíu. Undanfarin misseri hafa Vesturlandabúar verið að glíma við vaxandi straum flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Það kann þó að vera hjóm eitt í saman- burði við það sem mun gerast þegar fótunum verður kippt undan olíu- þjóðum eins og Saudi-Arabíu, Írak, Íran, nær helmingi Afríkuríkja og fjölmörgum ríkjum Suður-Ameríku. Þótt fáir efist um nauðsyn þess að draga úr mengun þá getur sú ákvörðun að skrúfa fyrir olíuna haft aðrar ógnvænlegar afleiðingar. Það getur hæglega hleypt af stað upp- lausn þjóðfélaga í þeim skala sem jarðarbúar hafa aldrei séð áður. Þá mun baráttan um brauðið harðna enn frekar og spurning hvar Íslendingar standi þá, ef ekki tekst að tryggja áframhaldandi matvælaframleiðslu hér á landi. − Gleðileg jól /HKr. LOKAORÐIN Það voru mjög miklar og góðar frétt- ir af umhverfismálum um liðna helgi. Með loftslagssamningnum í París náð- ist í fyrsta sinn víðtækt samkomulag um aðgerðir til að sporna við loftslags- breytingum. Margir hefðu auðvitað viljað að það hefði gerst hraðar og fyrr. Engu að síður er þessi árangur afar mikilvægur og mun hafa mikla þýðingu fyrir heimsbyggð- ina alla. Miklu skiptir að vel takist til að útfæra markmið samningsins og þær aðgerðir sem honum þurfa að fylgja. Þar þarf landbúnaðurinn að taka fullan þátt. Ein af aðgerðum í sóknaráætlun stjórn- valda á Íslandi í loftslagsmálum er að vinna vegvísi fyrir landbúnaðinn til að verða loftslagsvænni. Sá vegvísir verð- ur unninn í samvinnu við Bændasamtök Íslands. Við þurfum að gera betur í loftslags- málum en það verður seint of oft minnt á það mikilvæga hlutverk sem bændur gegna við landvörslu og umhirðu lands- ins. Það eru ekki síst bændur sem leggja fram vinnu við að græða upp landið og halda því við enda byggist landbúnaður- inn á því að geta nýtt það. Margir þekkja verkefnið „Bændur græða landið“. Það hefur nú staðið í 25 ár en þar vinna um 600 bændur að landbótum í samstarfi við Landgræðslu ríkisins. Sannarlega eru þar margar vinnandi hendur sem hafa það verkefni að bæta landið okkar. Traust og virðing er lykillinn að árangri Bændur hafa að jafnaði átt gott samstarf við Landgræðsluna og annað áhugafólk um land- græðslu. Eins og oft er með umdeild málefni freistast menn til að færa umræðuna niður í skot- grafirnar. Sumir telja það skynsamlegustu leiðina að nota sem sterkust orð og æpa sem hæst. Fyrir nokkru var greint frá nýju upprunamerki fyrir sauðfjárafurðir sem ætlað er til sóknar á markaði, bæði meðal ferðamanna innanlands og á erlendum mörkuðum. Fljótlega eftir að merkið var kynnt var farið að dreifa því í afskræmdri útgáfu á sam- félagsmiðlum – jafnvel af fólki sem starfar fyrir stofnanir sem gefa sig út fyrir að vilja starfa fyrir og með bændum. Allir eru frjálsir skoðana sinna og hafa fullan rétt til að vera ósammála öllum nema sjálfum sér. En svona háttalag er svo sannarlega ekki líklegt til að auka traust milli aðila, leiða til þess að þeir skilji hver annan eða nokkurrar niðurstöðu. Skotgrafirnar verða einfaldlega dýpri. Þeir sem hafa einhvern minnsta vilja til að vinna með öðru fólki verða að skilja að traust og virðing er lykillinn að árangri – annars gerist ekki neitt. Enn einn umræðuhvellurinn varð fyrr í vik- unni þegar Björk Guðmundsdóttir, einn þekktasti listamaður okkar Íslendinga, kallaði forystumenn sitjandi ríkisstjórnar „rednecks“ í viðtölum við erlenda fjölmiðla. Það þarf orðið helst ein- hverja hvelli eða eitthvað sérkennilegt til að vekja athygli. Nakti maðurinn var far- inn úr kassanum og það veitir því enginn athygli lengur þó að menn kalli hver annan illum nöfnum á Alþingi. Útbreiddur fjöl- miðill hér heima þýddi „redneck“ sem „sveitalubba“ og mörgu sveitafólki sárnaði það. Vissulega er hægt að þýða „redneck“ á íslensku á fleiri en einn veg, en orðið hefur neikvæða merkingu og er lagt út í hérlendum fjölmiðlum á niðrandi hátt um fólk sem á uppruna sinn í sveit. Björk kann að hafa ætlað sér annan málflutning – en þetta varð nú samt niðurstaðan, með réttu eða röngu. Oft mætti fólk gæta betur orða sinna í opinberri umræðu, líka heimsfrægt listafólk eins og Björk. Hún brennur vissu- lega fyrir umhverfismálum og hefur látið sig þau mjög varða, en það er ekki líklegt til árangurs að uppnefna þá sem eru ekki á sömu skoðun. Umræðuhefðin í dag snýst of mikið um að æpa hvert á annað, bæði með beinum og óbeinum hætti. Jafnrétti á jólum Nú styttist í hátíðarnar. Það er oft sagt að margt sé ósanngjarnt í þjóðfélaginu og á ágætri afmælishátíð Sambands garðyrkju- bænda fyrir skömmu vék veislustjóri í hátíðarkvöldverðinum að einu dæmi um misrétti á milli búgreina, sem ekki hefur farið hátt. Það eru nafngiftir íslensku jóla- sveinanna! Einhver gæti hváð við því – en garðyrkjubændurnir kinkuðu kolli þegar þeim var bent á að jólasveinarnir sem kenndir eru við mat eru eingöngu kenndir við kjöt- og mjólkurafurðir. Ketkrókur, Bjúgnakrækir og Skyrgámur. Enginn jólasveinn er kenndur við grænmeti. Enginn sem er kenndur við gúrku eða sveppi. Hvað þá kart- öflur. Þrátt fyrir það er þó ljóst að kartöflubændur ná í einhverjum tilfellum að afsetja sínar vörur á aðventunni, því að stundum kemur það fyrir að einhver fái kartöflu í skóinn. Svona getur misréttið birst í ólíklegustu myndum. Ég óska lesendum Bændablaðsins gleðilegrar hátíðar með óskum um gæfuríkt og gjöfult nýtt ár. /SSS Á tímamótum Landbúnaðarsafnið og Sögusetur íslenska hestsins: Undirrituðu samstarfssamning um miðlun verkefna og upplýsinga Bjarni Guðmundsson, verkefnis- stjóri Landbúnaðarsafns Íslands, og Kristinn Hugason, forstöðu- maður Söguseturs íslenska hests- ins í Hjaltadal, undirrituðu í Bændahöllinni á mánudag sam- þykkt um náið samstarf stofnan- anna. Felur samningurinn í sér að hvers konar verkefnum sem upp kunna að að koma til þess aðilans sem betur hentar hverju sinni. Er þetta gert til að forðast tvíverknað og hvers kyns skörun í þeim verkefnum sem Landbúnaðarsafnið og Sögusetrið takast á hendur. Einnig felur þetta samkomulag í sér virkt samstarf um söfnun og vörslu hvers konar gagna og muna og koma því fyrir hjá þeim aðilanum sem betur hentar. Það á m.a. við um verkefni og möguleika á hentugri og fullnægjandi vörslu. Þá er gert ráð fyrir samstarfi um útgáfumál og gagnkvæmri miðlun upplýsinga. Með þessu samkomulagi hyggjast menn bæta vinnubrögð við hvers konar þekkingaröflun á land- búnaðarsögu Íslands og sögu veg- ferðar íslenska hestsins með þjóðinni og tryggja þannig stöðu beggja þátta til framtíðar. /HKr. Bjarni Guðmundsson og Kristinn Hugason takast í hendur við undirritun á samþykktum um náið samstarf Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og Söguseturs íslenska hestsins í Hjaltadal. Undirritunin fór fram í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík. Mynd / HKr. Góð fyrirheit í loftslagsmálum og íslensk umræðuhefð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.