Bændablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 68
68 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015
Utan úr heimi
Nordisk byggetræf á Íslandi
Annað hvert ár hittast fremstu
hönnuðir, ráðgjafar og rann-
sóknamenn á sviði landbúnað-
arbygginga á Norðurlöndunum
á þriggja til fjögurra daga ráð-
stefnu með blöndu af fræðileg-
um erindum, reynslusögum og
vettvangsferðum. Ráðstefna
þessi kallast Nordisk byggetræf
og er tilgangur hennar að vera
vettvangur upplýsingamiðlunar
um það nýjasta á sviði landbún-
aðarbygginga.
Í hvert skipti sem ráðstefna
þessa faghóps er haldin færist
hún á milli Norðurlandanna og
í ár var komið að Íslandi og var
hún að þessu sinni haldin á Hótel
Örk í haust en alls sóttu 64 þessa
ráðstefnu og komu frá öllum
Norðurlöndunum.
Í níunda skipti
Nordisk byggetræf 2015 var sú
níunda í röðinni og er þetta í annað
sinn sem ráðstefnan er haldin hér
á landi, en síðast var hún haldin
hér árið 2005. Eins og áður segir
sóttu 64 ráðstefnuna sem skipt ust
þannig á milli Norðurlandanna
að frá Íslandi komu 11, 12 frá
Danmörku, 3 frá Finnlandi, 24 frá
Noregi og 12 frá Svíþjóð. Þá tóku
í fyrsta skipti þátt tveir fulltrúar frá
Færeyjum.
Ráðstefnan hófst með setningar-
ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar
landbúnaðarráðherra og í kjölfarið
hófst svo þriggja daga ráðstefna
þar sem blandað var saman 26
faglegum erindum, skoðunarferð-
um og heimsóknum. Á dagskrá
ráðstefnunnar voru mörg einkar
áhugaverð erindi og verður hér
greint frá nokkrum þeirra.
CIGR-staðlar fyrir hönnun
Sænski byggingaráðunauturinn
Michael Ventorp flutti afar áhuga-
vert erindi um lágmarksstaðla
CIGR, sem er alþjóðlegt samstarf í
landbúnaðarverkfræði. Erindi hans
snéri sérstaklega að kröfum varð-
andi aðbúnað nautgripa og byggði
á skýrslu CIGR frá því á síðasta
ári. Staðlar CIGR eru einkar vel
útfærðir og byggja allir á niður-
stöðum rannsókna á aðbúnaði.
Staðlarnir taka til helstu stærðar-
mála nautgripa og þess umhverfis
sem þeir búa við og eru ákveðin
grunnforsenda hönnunar fjósa og
mjaltaaðstöðu. Þeim sem hafa áhuga
á að kynna sér þessa staðla má benda
á heimasíðu CIGR: www.cigr.org
þar sem m.a. er hægt að finna skýrsl-
una um hönnunarforsendur fjósa auk
fjölda annarra áhugaverðra gagna.
Velferðarsvæði í fjósum
Danski fjóshönnuðurinn Anja Juul
Freudendal flutti erindi um hönnun
velferðarsvæða í fjósum en í dag
er krafa í Danmörku að vera með
sérstök velferðarsvæði. Þessum
svæðum er stundum ruglað saman
við sjúkrastíur en hér er átt við allt
annað svæði.
Kýr sem eru hafðar á velferðar-
svæði í fjósi eru oftast nýbærur (3–14
daga eftir burð), kvígur og kýr sem
mætti skilgreina sem vandamála-
kýr. Þessi svæði rúma oft um það
bil fjórðung til þriðjung gripanna
og er helsti kostur kerfisins að
„vinnufélagarnir“ eru færri og því
mun auðveldara að veita eftirlit og
aðstoð í fjósum sem eru með svona
velferðarsvæði. Þetta er ákveðin
nýjung og líklega enn óþekkt hér
á landi, en hefur fengið verulega
athygli undanfarin ár erlendis og
má heita að ekki sé byggt fjós í
dag sem ekki er með slíku svæði.
Í næsta tölublaði Bændablaðsins
verður gerð nánari grein fyrir
hönnun velferðarsvæða í fjósum.
Stokkaloftræsting í
kálfaaðstöðu
Það telst seint til nýjungar að
fjalla um stokkaloftræstingu enda
vel þekkt aðferð við loftræstingu
hér á landi og var m.a. í gamla
Hvanneyrarfjósinu á sínum tíma.
Það hefur hins vegar orðið mikil
þróun á hönnun loftræstikerfa sem
þessara og þau þykja einkar hent-
ug til þess að loftræsta geldneyta-
aðstöðu, sem oft er í einhverjum
hliðarbyggingum við aðalfjós-
bygginguna.
Um þessa loftræstigerð fjallaði
Finninn Tapani Kivinen en Finnar
hafa gert áhugaverðar rannsóknir á
notkun plaströra við loftræstingu í
byggingum með lága lofthæð og
raunar einnig þar sem hátt er til
lofts.
Kostir kerfis sem þessa eru þeir
að mun auðveldara er að stýra því
hvar ferskt loft kemur niður og því
er hægt að tryggja öllum gripum
gott og ferskt loft, nokkuð sem
ekki er hægt með annars konar
kerfum. Þetta er afar mikilvægt
erlendis þar sem smákálfar eru,
en nokkuð algengt er að þeir fái
lungnasjúkdóma ef ekki er vel loft-
ræst. Þetta er klárlega lausn sem
gæti hentað í mörgum fjósum hér
á landi.
Framtíðarhúsið. Er þetta framtíðarfjárhúsið í Noregi? Óvenjuleg hönnun sem norsku hönnuðirnir kalla einfaldlega
þríhyrningsfjárhús! Þessi fjárhúsgerð hefur ekki verið byggð en er talin að muni verða heldur ódýrari í byggingu
en hefðbundin fjárhús.
Í Danmörku hafa margir kúabændur verið að skipta út legubásadýnum og
setja þess í stað djúpa mjúka legubása. Eins og sést á þessari mynd er
ekki spurning hvað kýrnar velja sjálfar þegar þær hafa val en til vinstri eru
hefðbundnar legubásadýnur og til hægri djúpir legubásar.
Prófunarbúnaður. Í Svíþjóð hefur
verið þróaður sérstakur prófunar-
búnaður fyrir innréttingar hesthúsa
hestur gefur frá sér við þungt spark.
Parísarráðstefnan um loftslagsmál:
Tryggja skal að hlýnun
verði innan við 2 °C
− stefnt að hlýnun innan við 1,5 gráður
Nýtt samkomulag í loftslagsmál-
um náðist á Parísarráðstefnunni
um loftslagsmál. Í samkomulaginu
er í fyrsta sinn kveðið á um að öll
ríki skuli bregðast við til þess að
draga markvisst úr losun gróð-
urhúsalofttegunda, takast á við
afleiðingar loftslagsbreytinga og
tryggja umtalsvert fjármagn til
grænna lausna og aðstoð við ríki
sem verða verst úti í breytingum.
Í frétt á vef umhverfisráðuneytis-
ins segir að í Parísarsamkomulaginu
sé sérstakt lagalega bindandi
samkomulag undir Loftslagssamningi
Sameinuðu þjóðanna og að stefnt sé
að formlegri undirritun þess í apríl
á næsta ári. Samkomulagið nær til
aðgerða ríkja eftir 2020, en þá lýkur
tímabili skuldbindinga ríkja í Kýótó-
bókuninni. Innan við 15% af losun
gróðurhúsalofttegunda er nú undir
reglum Kýótó. Með hliðsjón af hinu
nýja samkomulagi hafa nær öll ríki
heims, með losun samtals vel yfir
90% af heimslosun, sent inn markmið
sem verða hluti af samkomulaginu.
Parísarsamkomulagið og tengd-
ar ákvarðanir 21. aðildarríkjaþings
Loftslagssamnings Sameinuðu
þjóðanna ná yfir alla helstu þætti
sem hafa verið til umfjöllunar í
loftslagsmálum á undanförnum
áratugum. Aðgerðir til að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda og
auka bindingu koldíoxíðs úr and-
rúmslofti, bókhald yfir losun og
kolefnisbindingu, aðlögun að lofts-
lagsbreytingum, stuðning við þró-
unarríki til að nýta græna tækni og
bregðast við afleiðingum breytinga
og fjármögnun aðgerða.
Samkomulagið hefur aðra nálg-
un en í Kýótó-bókuninni, þar sem
kveðið er á um tölulega losun
einstakra ríkja í texta bókunarinnar
sjálfrar og sett á eins konar kvóta-
kerfi, þar sem m.a. er heimilt að
versla með heimildir.
Um 190 ríki sendu sjálfviljug
inn markmið sín varðandi losun
fyrir Parísarfundinn sem vísað er til
í samkomulaginu. Ná markmiðin yfir
um 90% af heimslosun. /VH
• Sett er markmið um að halda
hlýnun lofthjúpsins vel innan
við 2°C og jafnframt verður
reynt að halda hlýnuninni
innan við 1,5°C.
• Losun gróðurhúsaloft-
tegunda á heimsvísu skal
ná hámarki „eins fljótt og
auðið er“ og minnka síðan
þannig að losun gróðurhúsa-
lofttegunda af mannavöldum
nái jafnvægi við upptöku
kolefnis úr andrúmsloftinu
á síðari helmingi aldarinnar;
tekið er fram að þróunarríki
fái meira svigrúm en önnur
að þessu leyti.
• Fara skal yfir stöðu mála á
5 ára fresti og í kjölfar þess
skulu ríki senda inn endur-
nýjuð landsmarkmið; ný
markmið eiga að vera eins
metnaðarfull og viðkomandi
ríki telur sig geta náð og alla
jafna metnaðarfyllri en fyrri
markmið í ljósi leiðsagnar
vísindanna.
•
• Lofað er að fjármögnun lofts-
lagsmála til þróunarríkja nái
100 milljörðum dollara árið
2020 og að hún haldi áfram
eftir 2020 og minnki ekki
eftir það.
• Settar eru fram kröfur um
bókhald yfir nettólosun
ríkja; ítarlegar kröfur eru nú
um slíkt bókhald í Kýótó-
bókuninni varðandi þróuð
ríki. Í Parísarsamkomulaginu
er gerð krafa um bókhald
fyrir öll ríki, þótt kröfur á
þróunarríki séu vægari.
• Viðurkennt er að bregðast
þurfi við skaða sem fátæk ríki
verða fyrir vegna neikvæðra
áhrifa loftslagsbreytinga,
bæði við að draga úr líkum
á skaða og bregðast við tjóni
sem verður.
Nokkur helstu atriði í samkomulaginu