Þjóðmál - 01.09.2006, Side 38
36 Þjóðmál HAUST 2006
Þungamiðja.öryggismála.í.okkar.heims-hluta. er. aftur. að. færast. á.norðurslóðir.
og. það. kallar. á. samstarf. þjóðanna. sem.
byggja.þann.heimshluta ..Flutningaleiðir.frá.
útflutningshöfnum. á. norðurslóðum. Rúss-
lands. til. Bandaríkjanna. liggja. nú. um. ís-
lensku.efnahagslögsöguna.og.Íslandi.ber.að.
tryggja.öryggi.þeirra ..Vilhjálmur.Stefánsson.
landkönnuður.rifjaði.upp.í.endurminning-
um.sínum.efni.sendibréfs,.sem.hann.ritaði.
forsætisráðherra.Kanada.árið.1916 .. Í.bréfi.
sínu. kallaði. Vilhjálmur. Norður-Íshafið.
Miðjarðarhaf. þessa. heimshluta,. miðdepil,.
sem.hin.höfin.og.meginlöndin.liggja.út.frá ..
Hann.fullyrti.að.farið.yrði.þvert.yfir.þetta.
Miðjarðarhaf..norðurskautsins.á.öllum.tím-
um.árs.og.því.myndu.eyjar.í.þessum.heims-
hluta.halda.því.gildi.sem.eyjar.hefðu.alltaf.
haft,.og.líka.öðlast.nýtt.gildi,.einkum.sem.
flotastöðvar,. umskipunarhafnir. og. veður-.
og.björgunarstöðvar ..
Fimmtánda. mars. 2006. verður. sennilega.
minnst.á.Íslandi.vegna.einhliða.ákvörðunar.
bandarískra. stjórnvalda. þann. dag. um.
brotthvarf. varnarliðsins .. Þessi. einhliða.
gerningur. olli. víða. vonbrigðum. og. þykir.
mörgum. hann. enn. nokkur. hnekkir. fyrir.
áður.farsælt.samstarf.landanna.um.öryggis-.
og.varnarmál ..Íslensk.stjórnvöld.leggja.enn.
á.það.áherslu,.að.fyrir.hendi.séu.haldgóðar.
áætlanir. og. viðbúnaður. til. varna. því. án.
sýnilegs. inntaks. er. varnarsamningurinn.
lítils.virði .
Þrátt.fyrir.þessa.ákvörðun.felast.áskoranir.
og.tækifæri.í.nýrri.stöðu ..Nú.þarf.að.skýra.
og.endurmeta.stöðu.öryggis-.og.varnarmála.
á. Íslandi .. Undanfarin. ár. hafa. farið. fram.
umræður. hér. á. landi. um. aukinn. hlut.
Íslendinga. í.vörnum.en. jafnan.hefur.verið.
fylgt.þeirri.stefnu,.að.íslenskir.aðilar.tækju.
að. sér. þá. þætti. í. störfum. varnarliðsins,.
sem. ekki. krefjast. annarra. skuldbindinga.
en. þeirra. sem. fyllilega. samræmast. borg-
aralegum. störfum .. Við. mat. á. öryggis-. og.
varnarhagsmunum. Íslands. nú. og. gæslu.
þeirra. er. ljóst. að. þar. sem. varnarliðið. er.
farið.dugir.ekki.lengur.að.líta.eingöngu.til.
þeirra. starfa. sem. samræmast. borgarlegum.
störfum ...Þungamiðja.öryggismála.í.okkar.
heimshluta.færist.nú.aftur.norður.og.austur.
á.bóginn.og.kallar.á.nýtt.öryggissamstarf.við.
granna.okkar.í.vestri.og.austri.eins.og.aðra.
góða. granna. og. ábyrga. aðila .. Langt. er. frá.
því.kalda.stríðinu.lauk.og.tími.til.kominn.
að.hætta.að.líta.stöðugt.um.öxl.og.henda.á.
lofti.tilvísanir.til.þess.skeiðs .
Róbert.Trausti.Árnason
Miðjarðarhaf
norðurskautsins