Þjóðmál - 01.09.2006, Page 99

Þjóðmál - 01.09.2006, Page 99
  Egill Helgason um Fjölmiðla 2004 „... skyldulesning fyrir áhugamenn um pólitík“ Hinir frábæru fjölmiðlapistlar Ólafs Teits í Viðskiptablaðinu eru nú komnir út á bók annað árið í röð. Í þessum snörpu og beinskeyttu pistlum rekur Ólafur Teitur fjölmörg dæmi um vafasöm og ámælisverð vinnubrögð fréttamanna. Kemur glöggt í ljós að fjölmiðlunum veitir ekki af því aðhaldi sem þeim er ætlað að sýna öðrum. „Fróðleg og gagnleg lesning, enda eru úrskurðirnir margir afbragðsgóðir ... Óvenjuleg og skemmtileg bók [sem] á erindi við allt áhugafólk um bætta fjölmiðlun.“ Þorbjörn Broddason um Fjölmiðla 2004.   Fréttablaðið, maí 2006 „Bók vikunnar“ Frásagnarsnilld Kristjáns Albertssonar var alkunn. Hann lifði söguríka tíma og hafði frá mörgu að segja. Jakob F. Ásgeirsson settist við fótskör Kristjáns í elli hans þegar sjónleysi varnaði honum ritstarfa. Úr samstarfi þeirra varð til þessi dýrlega minningabók. Kristján lýsir samtíð sinni – öld gleði og ljóma, harðneskju og ófriðar, framfara og ævintýra – og bregður upp ógleymanlegum svipmyndum af nokkrum samferðarmönnum sínum og vinum, svo sem Matthíasi Jochumssyni, Einari Benediktssyni, Jóhanni Sigurjónssyni, Jóhannesi Kjarval og Guðmundi Kamban. „Þetta er bók, sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara.“ Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins. „... afar forvitnileg bók svo ekki sé meira sagt.“ Erlendur Jónsson, Morgunblaðið. „... bókin öll er á svipfögru en þó látlausu máli sem nautn er að lesa.“ Andrés Kristjánsson, DV.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.