Þjóðmál - 01.12.2008, Side 25

Þjóðmál - 01.12.2008, Side 25
 Þjóðmál VETUR 2008 23 styrkur og dreifing litarins í myndunum til þess að beina sjónum okkar linnulaust að einhverju nýju, jaðranna á milli .“36 16 . Fjórðungur allra blómamynda Blómróf var nafn á sýningu í Listasafninu á Akureyri sem stóð frá 8 . nóvember til 14 . desember 2003 . Þetta var sögð yfirlitssýn- ing frá fimmtán ára ferli Eggerts sem blóma- málara . Sýndur var um fjórðungur allra mál- verka hans frá þessum tíma .37 Þóroddur Bjarnason sagði í Lesbók Morgun- blaðsins að verkunum væri þannig stillt upp að sjá mætti kaflaskil sem orðið hefðu í list Eggerts . Nefndi hann græna tímabilið, hvíta tímabilið og dökka tímabilið í því samhengi . Honum fannst dökku verkin mest spennandi „og þau verk sem maður getur komið að aftur og aftur og ávallt fundið eitthvað nýtt“ .38 17 . Flókið ferli Þriðjudaginn 3 . ágúst 2004 var opnuð sýning á einu nýju málverki Eggerts Péturssonar í Safni við Laugaveg í Reykjavík og stóð hún til 5 . september .39 Sagt var í DV að verk hans væru „afrakstur flókins málunarferlis“ og að þau yrðu til „á óralöngum tíma“ .40 „Sýningin í Safni var mjög mikilvæg,“ sagði Eggert . „Herbergið sem verkið var í er mjög fallegt og þar var ekkert annað . Ég var líka að reyna að benda á að eitt málverk er nóg til að fylla heila sýningu, ekki síður en hjá kollegum mínum sem vinna með innsetningar og vinna í önnur efni .“41 18 . Ný sýn á fegurðina Yfirlitssýning á verkum Eggerts Pétursson ar var opnuð á Kjarvalsstöðum 8 . september 2007 . Hún stóð í rúmar átta vikur eða til 4 . nóvember . Þetta var fyrsta sýningin eftir að Eggert hlaut hin virtu Carnegie-verðlaun . Sýnd voru rúmlega fimmtíu verk, þar á meðal nokkur sem ekki höfðu verið sýnd áður . Í tengslum við sýninguna var gefin út vegleg bók um listamanninn og verk hans . Við opnunina flutti Ólafur Ragnar Gríms- son forseti Íslands ávarp þar sem hann sagði meðal annars: „Eggert Pétursson hefur á vissan hátt, líkt og Kjarval, skráð nýjan kafla í listasögu Íslendinga, fært okkur veröld sem áður var í listrænum skilningi flestum hulin, veitt okkur nýja sýn á fegurðina, náð að snerta hjörtu okkar á óvæntan hátt og um leið skapað nýjan áfanga í íslenskri list .“42 Silja Aðalsteinsdóttir sagði í Viðskiptablað- inu að sýningin væri heillandi og að hún hefði „ekki í annan tíma séð eins margt fólk á sýningaropnun . Þessi hógværi listamaður hefur eignast sinn stað í þjóðarsálinni og ekki

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.