Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 67

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 67
 Þjóðmál VETUR 2008 65 sínu, nú eða hækka og lækka verð þannig að jafnvægi náist . Þannig er vondum peningum útrýmt en góðir peningar verðlaunaðir með mikilli notkun . Að lokum má benda á að ef peningamagn eykst skyndilega þá þýðir það ekki að fleiri verðmæti hafi verið sköpuð eða að úrval þjónustu hafi aukist . Ef eitthvert almættið eða yfirvaldið ákvæði að á morgun ættu allir tvöfalt fleiri peninga en í dag þá mun tvöföldun peningamagnsins einfaldlega valda því að tvöfalt fleiri peningar elta einfalt framboð varnings og þjónustu, sem mun í kjölfarið nokkurn veginn tvöfaldast í verði þar til jafnvægi kemst á á ný . Fiktað við peningamagnið Ímyndum okkur nú að inn á markaðinn komi aðili (t .d . seðlabanki ríkisins) sem þvingi alla til að nota eina tegund peninga – sína tegund – sem enginn má keppa við í útgáfu eða með öðrum eða annars konar peningum (t .d . gullmyntum) . Að auki væri skylt að greiða skatta og skuldir við hið opin- bera með einokunarpeningunum . Þessi aðili fylgist með vöxtum á frjálsum mark aði stíga og falla, framboð á lánsfé sveifl- ast í sífellu og sér suma lenda í skorti á lánsfé og aðra sitja uppi með mikið lánsfé sem eng- inn vill lána (þótt slíkt sé ólíklegt ástand á með an frelsi til viðskipta og vaxtabreytinga er óskert) . Í skjóli einokunarstöðu sinnar ákveður þessi aðili nú að auka peningamagnið (t .d . með skulda bréfakaupum af bönkunum, fjármögn- uðum með nýútgefnum peningum) og með hinu aukna framboði peninga tekst honum að lækka vexti . Fleiri geta nú tekið lán og gera það, fjárfestingar aukast, eftirspurn eftir vinnuafli eykst, laun hækka og mikil uppsveifla virðist eiga sér stað í hagkerfinu . Bráðum er byrjað að tala um þenslu og hvert er rétta meðalið við henni? Einokunaraðili peningaútgáfu grípur til þess ráðs að minnka peningamagn og hækka vexti . Lán verða dýrari og þeir sem áður eyddu og skuldsettu sig draga nú saman seglin og byrja að leggja fyrir . Háir vextir draga fé inn í bankakerfið og hið meinta góðæri breytist nú í stöðnun og jafnvel niðursveiflu . Hefst þá hringrásin upp á nýtt – vextir eru lækkaðir og hið nýja góðæri tekur við . Einfalt, samkvæmt bókinni, allt undir stjórn og engin vandamál, eða hvað? Upp- og niðursveiflur Hið eilífa fikt við peningamagnið er ekki til þess fallið að auðvelda líf markaðsaðila þegar til lengri tíma er litið . Síbreytilegt peningamagn, handstýrt af ríkisvaldi eða seðla- banka, sendir röng skilaboð út á mark að inn . Ef magn peninga er skyndilega aukið og vextir á því þvingaðir niður fyrir hið náttúru lega eða eðlilega vaxtastig markaðarins þá blekkir það fjárfesta . Þeir líta í auknum mæli til óarðbærra fjárfestinga sem, í skjóli hins lága vaxtastigs, virðast nú vera arðbærar . Lang tímafjárfestingar í hrávöruvinnslu og framleiðslutækjum sem ekki nýtast til neyslu (verksmiðja, bygginga og þess háttar) aukast . Lang tímafjárfestingar í stórum verkefnum taka flugið . Neytendur á sama tíma sjá laun sín hækka í kjölfar aukinnar samkeppni um vinnuafl sitt sem veldur auknum kaupum á neysluvörum . Fjárfestar hafa hins vegar einbeitt sér að fjár- festingum í framleiðslutækjum sem lenda sjaldan á borði neytenda og framboð neyslu- varnings minnkar því hægar en eftirspurnin vex . Neytendur hafa ekki breytt um smekk hvað varðar vilja sinn til að spara og kaupa dýrar framleiðsluvörur sem fjárfestar hafa eytt miklu í að fjárfesta í . Á endanum kemur skellurinn – fjárfestar í langtímafjárfestingum losna ekki við varning sinn og lenda í fjárhagsvandræðum . Neytendur höfðu þrátt fyrir allt ekki meiri áhuga á að fjárfesta en áður en peningamagnið var skyndilega aukið . Kreppa siglir nú í kjölfarið . Óarðbærar fjárfestingar eru leystar upp, fyrirtæki fara á hausinn og laun lækka . Þetta veldur stjórnmálamönnum óþægindum og þeir krefjast þess að peningamagnið sé enn aukið til að bjarga fyrirtækjum frá gjaldþroti og neytendum frá launalækkun . Fjárfestingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.