Þjóðmál - 01.12.2008, Page 79

Þjóðmál - 01.12.2008, Page 79
 Þjóðmál VETUR 2008 77 Sigríður Björnsdóttir, skrifaði grein í Þjóðviljann skömmu síðar . Þar vísaði hún ummælum Morgunblaðsins á bug . „Hallgrímur, sonur minn, dvaldi um tveggja ára skeið á Rússlandi, en var hvorki á herskóla né í Rauða hernum og ekki heldur kostaður af Moskvustjórninni; hann vann fyrir sér í verksmiðju .“ Taldi hún blaðið blygðunarlaust í „níðskrifum“ sínum .48 Málið rifjaðist upp, þegar Hallgrímur Hallgrímsson féll sviplega frá í árslok 1942 . Þá skrifaði Brynjólfur Bjarnason eftir hann í Þjóð- viljann og sagði meðal annars:49 Móðir hans er Sigríður Björnsdóttir í Hafnarfirði . Af Sigríði hef ég ekki önnur kynni en þau, að ég hef lesið eftir hana örstutta blaða grein . En þessar fáu línur eru mér næg sönnun þess, að hún er steypt úr sama skíra málminum og Hallgrímur sonur hennar var . Morgunblaðið hafði kastað hnútum að Hallgrími fyrir þátttöku hans í spánska frelsisstríðinu . Sigríður svaraði fyrir son sinn með fáum, einföldum orðum, þar sem móðurástin birtist í allri sinni tign . Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason vissu það auðvitað báðir, sem Hallgrímur sagði ekki móður sinni, að hann gekk í byltingar skóla í Moskvu í eitt ár og nokkrum mánuðum betur, og þar var vopnaburður kenndur . Hann fékk eins og aðrir nemendur, sem þóttu standa sig vel, að fylgjast með æfingum Rauða hersins og sagði sjálfur frá því í Rauða fánanum, mál gagni ungra kommúnista . Hann skrifaði líka greinar í Þjóðviljann um hermál og bók um dvöl sína á Spáni .50 Sem fyrr segir, tók Hall grímur þátt í dreifibréfsmálinu í ársbyrjun 1941 . 48 „Móðir svarar Morgunblaðinu,“ Þjv. 2 . júlí 1938 . 49 Brynjólfur Bjarnason: „Hallgrímur Hallgrímsson,“ Þjv. 10 . desember 1942 . 50 H[allgrímur Hallgrímsson]: „Lífið í rauða hernum,“ Rauði fáninn, 5 . árg . 2 . tbl . (febrúar 1933), 7 .-8 . bls . Sbr . einnig Hallgrím Hallgrímsson: „Úr sögu rauða hersins,“ Þjv. 22 . febrúar 1943 (yfirlit um sögu hersins á 25 ára afmæli hans) . Bók Hallgríms um þátttöku hans í spænska borgarastríðinu, Undir fána lýðveldisins, kom út 1942 . Sjá einnig Ólaf Grím Björnsson: „Minningar úr menntaskóla og meira en það,“ Strandapósturinn, XL . (2008), 49 . bls ., þar sem segir frá Hallgrími í Varnarliði verkalýðsins eftir komu hans frá Moskvu . „Já, Hallgrímur kenndi þeim að marsera, hvar hann lærði það, veit ég ekki,“ sagði einn liðsmaðurinn, Stefán Bjarnason, Ólafi Grími . Tímabilið 1933–1935 Stefán Pjetursson var ásamt þeim Brynjólfi Bjarnasyni og Einari Olgeirssyni einn helsti forystumaður íslenskra kommúnista á þriðja áratug . Hann var vel að sér í marx- ískum fræðum, ræðumaður góður og mála- fylgjumaður . Margir litu til hans sem fram- tíðarforingja kommúnistaflokksins . Stefán kom til Íslands í árslok 1931 eftir að hafa horfið frá doktorsritgerð um marxisma, sem hann hafði lengi haft í smíðum í Berlín . Skömmu eftir heimkomu hans hófust harðar deilur í kommúnistaflokknum, og var hann leiðtogi annarrar fylkingarinnar . Efaðist hann um ofsavinstrilínu Kominterns, en samkvæmt henni voru jafnaðarmenn eða „sósíalfasistar“ aðalóvinir verkamanna, og yrði að berjast gegn þeim af fullri hörku . Brynjólfur Bjarnason var fyrir hinni fylkingunni, en til vinstri við Brynjólf voru Jens Figved, Hjalti Árnason og aðrir, sem vildu ganga enn lengra . Komintern hafði afskipti af deilunum, og Stefán var kallaður til Moskvu haustið 1933, þar sem hann átti að fara í endurhæfingu . Settist hann í Norðurlandaskor Lenínskólans og skyldi stunda þar framhaldsnám, sem kallað var . Eitt fyrsta verk hans var að leggja í þýskri þýðingu fram grein eftir sig úr Verklýðsblaðinu 24 . október 1933, þar sem hann hafði sagt, að hlýða yrði Komintern . Hann samdi tvær langar greinargerðir fyrir Komintern, þar sem hann skýrði afstöðu sína og varðist ásökunum um klíkustarfsemi og frávik frá réttri hugsun . Í hinni fyrri, „Zur Frage der sozialen Hauptstütze der Bourgeoisie“ (Um þjóðfélagslega höfuðstoð auðvaldsins), vitnaði Stefán í Lenín, Stalín og fleiri kommúnistaleiðtoga máli sínu til stuðn- ings, en kjarni þess var, að Alþýðuflokkurinn væri ekki höfuðóvinur íslenskra kommúnista, heldur höfuðstoð höfuðóvinarins .51 Í apríl 1934 fékk Stefán Pjetursson bréf frá Kaupmannahöfn, sem kom honum illa . Bréfritari var vinur hans, Skúli Þórðarson sagnfræðingur, sem sendi það með Íslendingi á 51 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 125-31 . Komintern: 495 31 119, 1-12, 25-37, 52-61 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.