Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 79

Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 79
 Þjóðmál VETUR 2008 77 Sigríður Björnsdóttir, skrifaði grein í Þjóðviljann skömmu síðar . Þar vísaði hún ummælum Morgunblaðsins á bug . „Hallgrímur, sonur minn, dvaldi um tveggja ára skeið á Rússlandi, en var hvorki á herskóla né í Rauða hernum og ekki heldur kostaður af Moskvustjórninni; hann vann fyrir sér í verksmiðju .“ Taldi hún blaðið blygðunarlaust í „níðskrifum“ sínum .48 Málið rifjaðist upp, þegar Hallgrímur Hallgrímsson féll sviplega frá í árslok 1942 . Þá skrifaði Brynjólfur Bjarnason eftir hann í Þjóð- viljann og sagði meðal annars:49 Móðir hans er Sigríður Björnsdóttir í Hafnarfirði . Af Sigríði hef ég ekki önnur kynni en þau, að ég hef lesið eftir hana örstutta blaða grein . En þessar fáu línur eru mér næg sönnun þess, að hún er steypt úr sama skíra málminum og Hallgrímur sonur hennar var . Morgunblaðið hafði kastað hnútum að Hallgrími fyrir þátttöku hans í spánska frelsisstríðinu . Sigríður svaraði fyrir son sinn með fáum, einföldum orðum, þar sem móðurástin birtist í allri sinni tign . Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason vissu það auðvitað báðir, sem Hallgrímur sagði ekki móður sinni, að hann gekk í byltingar skóla í Moskvu í eitt ár og nokkrum mánuðum betur, og þar var vopnaburður kenndur . Hann fékk eins og aðrir nemendur, sem þóttu standa sig vel, að fylgjast með æfingum Rauða hersins og sagði sjálfur frá því í Rauða fánanum, mál gagni ungra kommúnista . Hann skrifaði líka greinar í Þjóðviljann um hermál og bók um dvöl sína á Spáni .50 Sem fyrr segir, tók Hall grímur þátt í dreifibréfsmálinu í ársbyrjun 1941 . 48 „Móðir svarar Morgunblaðinu,“ Þjv. 2 . júlí 1938 . 49 Brynjólfur Bjarnason: „Hallgrímur Hallgrímsson,“ Þjv. 10 . desember 1942 . 50 H[allgrímur Hallgrímsson]: „Lífið í rauða hernum,“ Rauði fáninn, 5 . árg . 2 . tbl . (febrúar 1933), 7 .-8 . bls . Sbr . einnig Hallgrím Hallgrímsson: „Úr sögu rauða hersins,“ Þjv. 22 . febrúar 1943 (yfirlit um sögu hersins á 25 ára afmæli hans) . Bók Hallgríms um þátttöku hans í spænska borgarastríðinu, Undir fána lýðveldisins, kom út 1942 . Sjá einnig Ólaf Grím Björnsson: „Minningar úr menntaskóla og meira en það,“ Strandapósturinn, XL . (2008), 49 . bls ., þar sem segir frá Hallgrími í Varnarliði verkalýðsins eftir komu hans frá Moskvu . „Já, Hallgrímur kenndi þeim að marsera, hvar hann lærði það, veit ég ekki,“ sagði einn liðsmaðurinn, Stefán Bjarnason, Ólafi Grími . Tímabilið 1933–1935 Stefán Pjetursson var ásamt þeim Brynjólfi Bjarnasyni og Einari Olgeirssyni einn helsti forystumaður íslenskra kommúnista á þriðja áratug . Hann var vel að sér í marx- ískum fræðum, ræðumaður góður og mála- fylgjumaður . Margir litu til hans sem fram- tíðarforingja kommúnistaflokksins . Stefán kom til Íslands í árslok 1931 eftir að hafa horfið frá doktorsritgerð um marxisma, sem hann hafði lengi haft í smíðum í Berlín . Skömmu eftir heimkomu hans hófust harðar deilur í kommúnistaflokknum, og var hann leiðtogi annarrar fylkingarinnar . Efaðist hann um ofsavinstrilínu Kominterns, en samkvæmt henni voru jafnaðarmenn eða „sósíalfasistar“ aðalóvinir verkamanna, og yrði að berjast gegn þeim af fullri hörku . Brynjólfur Bjarnason var fyrir hinni fylkingunni, en til vinstri við Brynjólf voru Jens Figved, Hjalti Árnason og aðrir, sem vildu ganga enn lengra . Komintern hafði afskipti af deilunum, og Stefán var kallaður til Moskvu haustið 1933, þar sem hann átti að fara í endurhæfingu . Settist hann í Norðurlandaskor Lenínskólans og skyldi stunda þar framhaldsnám, sem kallað var . Eitt fyrsta verk hans var að leggja í þýskri þýðingu fram grein eftir sig úr Verklýðsblaðinu 24 . október 1933, þar sem hann hafði sagt, að hlýða yrði Komintern . Hann samdi tvær langar greinargerðir fyrir Komintern, þar sem hann skýrði afstöðu sína og varðist ásökunum um klíkustarfsemi og frávik frá réttri hugsun . Í hinni fyrri, „Zur Frage der sozialen Hauptstütze der Bourgeoisie“ (Um þjóðfélagslega höfuðstoð auðvaldsins), vitnaði Stefán í Lenín, Stalín og fleiri kommúnistaleiðtoga máli sínu til stuðn- ings, en kjarni þess var, að Alþýðuflokkurinn væri ekki höfuðóvinur íslenskra kommúnista, heldur höfuðstoð höfuðóvinarins .51 Í apríl 1934 fékk Stefán Pjetursson bréf frá Kaupmannahöfn, sem kom honum illa . Bréfritari var vinur hans, Skúli Þórðarson sagnfræðingur, sem sendi það með Íslendingi á 51 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 125-31 . Komintern: 495 31 119, 1-12, 25-37, 52-61 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.