Þjóðmál - 01.12.2008, Side 82

Þjóðmál - 01.12.2008, Side 82
80 Þjóðmál VETUR 2008 tíma á þessu tímabili í Lenínskólanum . Skafti fæddist á Steini í Skarðshreppi í Skagafirði 1901 . Hann var skírður Gunnar Skafti, en gekk ávallt undir Skaftanafninu einu . Hann fluttist til Reykjavíkur 1924 og gerðist verkamaður . Hann var einn af stofnendum Kommúnista- flokks Íslands og starfaði einnig í Dagsbrún, þar sem hann sat lengi í stjórn . Hann missti heilsuna 1964 og fékk eftir það vist á Reykjalundi, þar sem hann lést 1979 . Eðvarð Sigurðsson sagði í minningargrein um Skafta, að hann hefði farið þrítugur til Moskvu og verið þar í eitt ár .65 Skafti varð þrítugur vorið 1931 . En líklega hefur hann ekki farið austur 1931, heldur snemma árs 1932 eða jafnvel síðar . Ella hefði hans verið getið í heimildum um nemendur þar 1931–1932 . Líklega hefur Lilja Halblaub verið í Lenín- skólanum um svipað leyti og þeir Stefán Pjetursson, Kristján Júlíusson og Skafti Einarsson, einhvern tímann á árunum 1933–1935 . Lilja fæddist í Þýskalandi 1912, dóttir þýsks sjómanns af Gyðingaættum og bóndadóttur úr Svarfaðardal . Hún kom með móður sinni og bróður til Íslands í upphafi fyrra stríðs og ólst upp á Hánefsstöðum . Hún var skólasystir margra ungra kommúnista, þar á meðal Hallgríms Hallgrímssonar og Benjamíns Eiríkssonar, í Gagnfræðaskóla Akureyrar . Lilja var í Reykjavík 10 . ágúst 1933,66 en Benjamín Eiríksson, sem þekkti hana vel, rakst á hana í Moskvu, eftir að hann kom þangað sumarið 1935 . Það hefur því verið í síðasta lagi haustið 1935, því að hún var komin heim til Íslands í ársbyrjun 1936 (og hugsanlega fyrr) og sagði frá þingi Alþjóðasambands ungra kommúnista í Moskvu á fundi á Akureyri 6 . janúar 1936 og sótti fund Félags ungra kommúnista í Reykjavík 8 . mars 1936 .67 Þess má geta til, að Lilja Halblaub hafi gengið í Moskvu undir dulnefninu Nanna Eggen . Heimildir eru til í Moskvu um íslenska 65 Eðvarð Sigurðsson: „Gunnar Skafti Einarsson,“ Þjv. 13 . mars 1979 . 66 Lbs . án safnmarks . Fundargjörðabók Félags ungra kommúnista í Reykjavík . 67 „Akureyrardeild K . F . Í .“ Verkamaðurinn 4 . janúar 1936; Lbs . án safnmarks . Gögn frá Kommúnistaflokki Íslands . Fundargerðabók Félags ungra kommúnista í Reykjavík . konu undir því nafni 1934–1935 . Í skýrslu frá 1934 sagði um hana:68 Fél . Eggen sagði, að „þegar öreigastéttin hefur sigrað algjörlega, þá getur stéttabaráttan ekki harðnað“, þ . e . hún gekk framhjá baráttunni fyrir að útrýma stórbændum (kúlökkum) og sá aðeins árangurinn – hið stéttlausa þjóð- félag . Í bréfi 3 . mars 1935 sagði:69 Úr íslenska hópnum er lagt til, að eftir verði Nanna Eggen, sem sér um verkalýðsfélag skorarinnar . Áreiðanlegur félagi, kraftmikil, atkvæðamikil, öguð . Hún og fél . Haugen eru þeir stúdentar, sem hafa lag á að koma með heilbrigðan og kröftugan flokksanda í hóp nýrra stúdenta . Lilja starfaði eftir Moskvudvölina á afgreiðslu Þjóðviljans og nam síðan hjúkrun og gerðist hjúkrunarkona . Hún var gift Höskuldi Stef- ánssyni, verkamanni á Akureyri og bónda á Syðri-Haga á Árskógsströnd . Hún lést 1973 .70 Eggert Þorbjarnarson hafði snúið heim til Íslands 1933 eftir tveggja ára nám í Lenín skól- anum . „Hann var meðal bestu nemenda . Talar og les rússnesku,“ sögðu kennarar hans .71 Hann var fenginn aftur utan haustið 1934 og starfaði á skrifstofu Kominterns og í Lenínskólanum sem kennari í Norður landaskor frá 15 . október 1934 . „Hann vann samviskusamlega, tók virkan þátt í flokkslífi skorarinnar,“ sögðu samstarfsmenn hans . Fékk hann að snúa aftur til Íslands haustið 1937 .72 Eggert tók í ársbyrjun 1941 þátt í dreifi bréfsmálinu ásamt þremur skólafélög um sínum frá Moskvu, Hallgrími Hallgríms syni, Haraldi Bjarnasyni og Helga Guðlaugs syni, og var framkvæmdastjóri Sósíalistaflokks ins frá 1942 til 1956, þegar Ingi R . Helgason tók 68 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 118 . Komintern: 531 1 216 . 69 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 118 . Komintern: 531 1 217, 12 . 70 Sbr . auglýsingu frá fjölskyldu hennar í Mbl. 9 . desember 1973 . 71 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 118-9 . Komintern: 531 1 215 . 72 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 119 . Komintern: 531 1 219, 99 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.