Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 82

Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 82
80 Þjóðmál VETUR 2008 tíma á þessu tímabili í Lenínskólanum . Skafti fæddist á Steini í Skarðshreppi í Skagafirði 1901 . Hann var skírður Gunnar Skafti, en gekk ávallt undir Skaftanafninu einu . Hann fluttist til Reykjavíkur 1924 og gerðist verkamaður . Hann var einn af stofnendum Kommúnista- flokks Íslands og starfaði einnig í Dagsbrún, þar sem hann sat lengi í stjórn . Hann missti heilsuna 1964 og fékk eftir það vist á Reykjalundi, þar sem hann lést 1979 . Eðvarð Sigurðsson sagði í minningargrein um Skafta, að hann hefði farið þrítugur til Moskvu og verið þar í eitt ár .65 Skafti varð þrítugur vorið 1931 . En líklega hefur hann ekki farið austur 1931, heldur snemma árs 1932 eða jafnvel síðar . Ella hefði hans verið getið í heimildum um nemendur þar 1931–1932 . Líklega hefur Lilja Halblaub verið í Lenín- skólanum um svipað leyti og þeir Stefán Pjetursson, Kristján Júlíusson og Skafti Einarsson, einhvern tímann á árunum 1933–1935 . Lilja fæddist í Þýskalandi 1912, dóttir þýsks sjómanns af Gyðingaættum og bóndadóttur úr Svarfaðardal . Hún kom með móður sinni og bróður til Íslands í upphafi fyrra stríðs og ólst upp á Hánefsstöðum . Hún var skólasystir margra ungra kommúnista, þar á meðal Hallgríms Hallgrímssonar og Benjamíns Eiríkssonar, í Gagnfræðaskóla Akureyrar . Lilja var í Reykjavík 10 . ágúst 1933,66 en Benjamín Eiríksson, sem þekkti hana vel, rakst á hana í Moskvu, eftir að hann kom þangað sumarið 1935 . Það hefur því verið í síðasta lagi haustið 1935, því að hún var komin heim til Íslands í ársbyrjun 1936 (og hugsanlega fyrr) og sagði frá þingi Alþjóðasambands ungra kommúnista í Moskvu á fundi á Akureyri 6 . janúar 1936 og sótti fund Félags ungra kommúnista í Reykjavík 8 . mars 1936 .67 Þess má geta til, að Lilja Halblaub hafi gengið í Moskvu undir dulnefninu Nanna Eggen . Heimildir eru til í Moskvu um íslenska 65 Eðvarð Sigurðsson: „Gunnar Skafti Einarsson,“ Þjv. 13 . mars 1979 . 66 Lbs . án safnmarks . Fundargjörðabók Félags ungra kommúnista í Reykjavík . 67 „Akureyrardeild K . F . Í .“ Verkamaðurinn 4 . janúar 1936; Lbs . án safnmarks . Gögn frá Kommúnistaflokki Íslands . Fundargerðabók Félags ungra kommúnista í Reykjavík . konu undir því nafni 1934–1935 . Í skýrslu frá 1934 sagði um hana:68 Fél . Eggen sagði, að „þegar öreigastéttin hefur sigrað algjörlega, þá getur stéttabaráttan ekki harðnað“, þ . e . hún gekk framhjá baráttunni fyrir að útrýma stórbændum (kúlökkum) og sá aðeins árangurinn – hið stéttlausa þjóð- félag . Í bréfi 3 . mars 1935 sagði:69 Úr íslenska hópnum er lagt til, að eftir verði Nanna Eggen, sem sér um verkalýðsfélag skorarinnar . Áreiðanlegur félagi, kraftmikil, atkvæðamikil, öguð . Hún og fél . Haugen eru þeir stúdentar, sem hafa lag á að koma með heilbrigðan og kröftugan flokksanda í hóp nýrra stúdenta . Lilja starfaði eftir Moskvudvölina á afgreiðslu Þjóðviljans og nam síðan hjúkrun og gerðist hjúkrunarkona . Hún var gift Höskuldi Stef- ánssyni, verkamanni á Akureyri og bónda á Syðri-Haga á Árskógsströnd . Hún lést 1973 .70 Eggert Þorbjarnarson hafði snúið heim til Íslands 1933 eftir tveggja ára nám í Lenín skól- anum . „Hann var meðal bestu nemenda . Talar og les rússnesku,“ sögðu kennarar hans .71 Hann var fenginn aftur utan haustið 1934 og starfaði á skrifstofu Kominterns og í Lenínskólanum sem kennari í Norður landaskor frá 15 . október 1934 . „Hann vann samviskusamlega, tók virkan þátt í flokkslífi skorarinnar,“ sögðu samstarfsmenn hans . Fékk hann að snúa aftur til Íslands haustið 1937 .72 Eggert tók í ársbyrjun 1941 þátt í dreifi bréfsmálinu ásamt þremur skólafélög um sínum frá Moskvu, Hallgrími Hallgríms syni, Haraldi Bjarnasyni og Helga Guðlaugs syni, og var framkvæmdastjóri Sósíalistaflokks ins frá 1942 til 1956, þegar Ingi R . Helgason tók 68 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 118 . Komintern: 531 1 216 . 69 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 118 . Komintern: 531 1 217, 12 . 70 Sbr . auglýsingu frá fjölskyldu hennar í Mbl. 9 . desember 1973 . 71 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 118-9 . Komintern: 531 1 215 . 72 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, bls . 119 . Komintern: 531 1 219, 99 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.