Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 18

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 18
En formaður Samfylkingarinnar hafði fleiri skýringar að gefa um hvað sá flokk- ur hefði getað gert betur . Það hefðu verið henn ar mistök að ganga inn í leyndarhjúp Sjálf stæðisflokksins, sagði hún í gær, og að hún hefði ekki tryggt meira gagnsæi . Þessi sami formaður hefur áður viðurkennt að hafa setið að minnsta kosti sex fundi með banka- stjórn Seðlabankans ásamt fleiri ráðherrum og embættismönnum þar sem afdráttarlaust var varað við alvarlegri stöðu bankakerfisins löngu áður en að endalokunum kom . En flokksformaðurinn, sem talar um gagnsæi, hélt þessum upplýsingum leyndum fyrir sam- ráðherrum sínum í Samfylkingunni . Meira að segja jóhönnu . Og því hafi jóhanna komið eins og álfur út úr hól þegar allt hrundi . Hún reyndar lítur dálítið út eins og álfur út úr hól! Raunar er því gleymt að jóhanna sat sjálf a .m .k . einn þessara funda þar sem aðvörunarorð voru hvergi spöruð . Hitt er reyndar rétt að viðurkenna að öll um sem að þessum fundum komu, úr báðum flokkum, var ljóst að ekki var tækt að Össur Skarphéðinsson eða björgvin Sig- urðs son sætu þessa fundi því yfirgnæfandi líkur væru á að þeir lækju öllu saman sem þar færi fram innan mjög skamms tíma og þá hefði illa farið . Það má vissulega meta það við formann Samfylkingarinnar að hún virtist í þessum efnum hafa sömu skoðun og sjálfstæðismennirnir . Við heyrðum það á haustdögum að Öss- ur Skarphéðinsson hefði átt leynifund með Ögmundi jónassyni um myndun annarrar stjórnar en þeirrar sem Össur sat í . Össur hefur sennilega sett persónulegt met þarna því upplýsingar um þann leynifund byrjuðu ekki að leka út fyrr en um tíu dögum eftir að hann var haldinn . björgvin Sigurðsson hlýtur að hafa horft hugfanginn á þetta langa þagnarbindindi Össurar, enda á björgvin drengjametið í greininni . Össur var hjá mér í ríkisstjórn á sínum tíma og þá orti skáldið: Þið kannist öll við krataflón, sem koma í valdsins hallir . Þeir mega ekki sjá míkrafón, þá mígleka þeir allir . Ég heyrði í hádeginu í dag eftir jóhönnu Sigurðardóttur haft að það hefðu verið mistök hjá Samfylkingu að fara í ríkistjórn með Sjálfstæðisflokki . Halló! Eru ekki formerkin eitthvað öfug? Samfylkingin gerði harða hríð árið 2003 í nánu samráði við baug og áróðursmaskínu hans að komast í forystu í íslenskum stjórn- málum . Og var allt lagt undir . til raunin mistókst . Hún var svo endur tekin 2007 og enn árangurslaust . Þá var það Sjálfstæðis- flokk urinn sem ákvað að taka Samfylk ing- una inn í ríkisstjórn . Hefði það ekki gerst er næsta öruggt að Samfylking in hefði sprungið í pólitískar tætlur og for manns ferill Ingibjargar Sólrúnar Gísla dóttur verið fyrir bí . Í öllu því afsökunar flóði sem nú er hvað eftirsóttast, væri ekki ráð að við Sjálfstæðis- menn bæðum þjóðina afsökunar á því að hafa bjargað pólitísku lífi Sam fylk ingarinnar 2007? ágætu vinir! Það eru mörg ár síðan að ég tók að hafa vaxandi áhyggjur af þróun bankakerfisins . Meðan ég enn gegndi störf- um forsætisráðherra lét ég hefja undirbún- ing lagasmíðar sem hægt væri að grípa til ef í óefni stefndi við rekstur bankanna . Þetta var skammt á veg komið þegar ég lét af því starfi . Það er enginn vafi í mínum huga á því að sú óheillaþróun að eigendur bankanna eign uðust alla frjálsa fjölmiðla varð til þess að þeir urðu smám saman eins og hafnir yfir gagnrýni . Það gerði næstum ógerlegt að stöðva ofvöxt þeirra og útþenslu auk þess sem flestir voru í klappliði þeirrar útrásar, líka þeir sem nú vilja ekkert við kannast . Eyði legging fjölmiðlalaganna er því mesta póli tíska skemmdarverk sem unnið hefur verið í síðari tíma sögu Íslands . Örlög fjölmiðlalaganna, þar sem lög- 16 Þjóðmál SUmAR 2009

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.