Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 18

Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 18
En formaður Samfylkingarinnar hafði fleiri skýringar að gefa um hvað sá flokk- ur hefði getað gert betur . Það hefðu verið henn ar mistök að ganga inn í leyndarhjúp Sjálf stæðisflokksins, sagði hún í gær, og að hún hefði ekki tryggt meira gagnsæi . Þessi sami formaður hefur áður viðurkennt að hafa setið að minnsta kosti sex fundi með banka- stjórn Seðlabankans ásamt fleiri ráðherrum og embættismönnum þar sem afdráttarlaust var varað við alvarlegri stöðu bankakerfisins löngu áður en að endalokunum kom . En flokksformaðurinn, sem talar um gagnsæi, hélt þessum upplýsingum leyndum fyrir sam- ráðherrum sínum í Samfylkingunni . Meira að segja jóhönnu . Og því hafi jóhanna komið eins og álfur út úr hól þegar allt hrundi . Hún reyndar lítur dálítið út eins og álfur út úr hól! Raunar er því gleymt að jóhanna sat sjálf a .m .k . einn þessara funda þar sem aðvörunarorð voru hvergi spöruð . Hitt er reyndar rétt að viðurkenna að öll um sem að þessum fundum komu, úr báðum flokkum, var ljóst að ekki var tækt að Össur Skarphéðinsson eða björgvin Sig- urðs son sætu þessa fundi því yfirgnæfandi líkur væru á að þeir lækju öllu saman sem þar færi fram innan mjög skamms tíma og þá hefði illa farið . Það má vissulega meta það við formann Samfylkingarinnar að hún virtist í þessum efnum hafa sömu skoðun og sjálfstæðismennirnir . Við heyrðum það á haustdögum að Öss- ur Skarphéðinsson hefði átt leynifund með Ögmundi jónassyni um myndun annarrar stjórnar en þeirrar sem Össur sat í . Össur hefur sennilega sett persónulegt met þarna því upplýsingar um þann leynifund byrjuðu ekki að leka út fyrr en um tíu dögum eftir að hann var haldinn . björgvin Sigurðsson hlýtur að hafa horft hugfanginn á þetta langa þagnarbindindi Össurar, enda á björgvin drengjametið í greininni . Össur var hjá mér í ríkisstjórn á sínum tíma og þá orti skáldið: Þið kannist öll við krataflón, sem koma í valdsins hallir . Þeir mega ekki sjá míkrafón, þá mígleka þeir allir . Ég heyrði í hádeginu í dag eftir jóhönnu Sigurðardóttur haft að það hefðu verið mistök hjá Samfylkingu að fara í ríkistjórn með Sjálfstæðisflokki . Halló! Eru ekki formerkin eitthvað öfug? Samfylkingin gerði harða hríð árið 2003 í nánu samráði við baug og áróðursmaskínu hans að komast í forystu í íslenskum stjórn- málum . Og var allt lagt undir . til raunin mistókst . Hún var svo endur tekin 2007 og enn árangurslaust . Þá var það Sjálfstæðis- flokk urinn sem ákvað að taka Samfylk ing- una inn í ríkisstjórn . Hefði það ekki gerst er næsta öruggt að Samfylking in hefði sprungið í pólitískar tætlur og for manns ferill Ingibjargar Sólrúnar Gísla dóttur verið fyrir bí . Í öllu því afsökunar flóði sem nú er hvað eftirsóttast, væri ekki ráð að við Sjálfstæðis- menn bæðum þjóðina afsökunar á því að hafa bjargað pólitísku lífi Sam fylk ingarinnar 2007? ágætu vinir! Það eru mörg ár síðan að ég tók að hafa vaxandi áhyggjur af þróun bankakerfisins . Meðan ég enn gegndi störf- um forsætisráðherra lét ég hefja undirbún- ing lagasmíðar sem hægt væri að grípa til ef í óefni stefndi við rekstur bankanna . Þetta var skammt á veg komið þegar ég lét af því starfi . Það er enginn vafi í mínum huga á því að sú óheillaþróun að eigendur bankanna eign uðust alla frjálsa fjölmiðla varð til þess að þeir urðu smám saman eins og hafnir yfir gagnrýni . Það gerði næstum ógerlegt að stöðva ofvöxt þeirra og útþenslu auk þess sem flestir voru í klappliði þeirrar útrásar, líka þeir sem nú vilja ekkert við kannast . Eyði legging fjölmiðlalaganna er því mesta póli tíska skemmdarverk sem unnið hefur verið í síðari tíma sögu Íslands . Örlög fjölmiðlalaganna, þar sem lög- 16 Þjóðmál SUmAR 2009
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.