Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 22

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 22
20 Þjóðmál SUmAR 2009 Frá því, að ný ríkisstjórn jóhönnu Sig-urð ar dóttur var mynduð hefur mikil áherzla verið lögð á að um söguleg tímamót sé að ræða . tveir flokkar, sem eigi sér rætur í stjórnmálahreyfingum sósíaldemókrata og sósíalista hafi í fyrsta skipti meirihluta á Alþingi og skal ekki gert lítið úr því . jafnaðarmenn hafa átt erfitt með að fóta sig í því nýja pólitíska umhverfi, sem varð til með valdatöku Reagans í bandaríkjunum og Thatcher í bretlandi – og Davíðs Odds- sonar á Íslandi . Raunar er Martin Wolf, aðalsérfræðingur Financial Times í efna- hags málum, þeirrar skoðunar að Deng Xiao ping eigi ekki síður þátt í að móta þetta tíma bil en þau Reagan og Thatcher með því að hverfa frá miðstýrðum áætlunarbúskap í Kína og taka upp markaðsbúskap . tony blair náði völdum í bretlandi með því að búa til nýja ímynd af Verkamanna- flokknum, sem hann kallaði „new labour“ og snerist efnislega um að nálgast Thatcher- ismann hæfilega . nú er að vísu um það rætt í bretlandi, að þessi pólitíska arfleifð blair sé að gufa upp og „Old labour“ birtist á ný undir forystu Gordons brown . Samfylking og VG byggja að langmestu leyti á grunni Alþýðuflokks og Alþýðu- banda lags, þótt ákveðin öfl úr kvennahreyf- ingunni og náttúruverndarsamtökum hafi gengið til liðs við þessa tvo flokka . Alþýðu- bandalagið gerði aldrei upp við pólitíska fortíð sína en Alþýðuflokkur jóns baldvins færðist um skeið til hægri, þótt pólitískar skoðanir hans sjálfs hafi færzt meira til vinstri á ný eftir að hann hætti þátttöku í stjórnmálum . Augljóslega vegna kynna hans af bandarísku samfélagi á sendiherra- árum hans í Washington . Í ljósi tilvistarkreppu jafnaðarmanna og sósíalista kemur kannski ekki á óvart, að full trúar kvennahreyfingarinnar hafa orðið áhrifa miklir í Samfylkingu og fulltrúar nátt úruverndarhreyfingar innan VG . jafnljóst er, að þessir tveir flokkar vita ekki alveg hverjir þeir eru eða hvert þeir stefna . Og afleiðingin af því er sú, að hin nýja vinstri stjórn veit ekki hvað hún vill . Fundahöld þeirra jóhönnu og Steingríms j . í norræna húsinu við stjórnarmyndunina og ítrekaðar tilvísanir í norræna velferðar- kerfið eru til marks um viðleitni þeirra til að skapa þessum tveimur flokkum ímynd, sem almenningur á Íslandi geti fundið einhver tengsl við . Þetta er að vísu ekki frumleg hugmynd hjá þeim . Þegar gamlir nemend- ur og vinir jóns baldvins Hannibalssonar vildu efna til málþings honum til heiðurs Styrmir Gunnarsson Vinstri stjórn, sem veit ekki hvað hún vill

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.